Menn í vinnu vilja milljón frá Viðari auk afsökunarbeiðni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2019 23:29 Viðar Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Eflingar. Mynd/Stöð 2 Starfsmannaleigan Menn í vinnu hefur krafið Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Eflingar, um afsökunarbeiðni og greiðslu einnar milljónar vegna ummæla hans um starfsemi fyrirtækisins, ella standi hann frammi fyrir málshöfðun.Viðar greinir frá þessu á Facebook og birtir mynd af kröfubréfinu sem hann segir hafa borist til hans í kvöld. „Í kvöld var dyrabjöllunni hringt heima hjá mér og mér fært stórt pappírsumslag með nafninu mínu handskrifuðu á. Glaðningurinn reyndist svo vera hótun um lögsókn frá starfsmannaleigunni Mönnum í vinnu. Þar eru talin upp ýmis ummæli sem ég hef látið falla í fjölmiðlum um starfsemi fyrirtækisins. Ég er krafinn um afsökunarbeiðni og 1.000.000 í skaðabætur,“ skrifar Viðar. Í bréfinu er vísað til ummæla Viðars um starfsmannaleiguna í ýmsum miðlum og þess krafist að hann birti afsökunarbeiðni á vef Eflingar auk þess sem að hann fái grein birta eftir sig á Vísi og Stöð 2 að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. Þar segir einnig að Viðar hafi ekki í hyggju að bregðast sérstaklega við kröfum Manna í vinnu. „Núna koma sömu aðilar til baka eins og stökkbreyttur vírus undir nýjum kennitölum. Núna gera þau þetta nánast rétt á pappírnum, gefa kannski út réttan launaseðil, en hafa fundið nýjar leiðir til að féfletta fólkið framhjá lögum og reglum,“ var meðal annars haft eftir Viðari á vef Eflingar eftir fréttaflutning af aðstæðum rúmenskra verkamanna á vegum Manna í vinnu. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Starfsmannaleigan Menn í vinnu hefur krafið Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Eflingar, um afsökunarbeiðni og greiðslu einnar milljónar vegna ummæla hans um starfsemi fyrirtækisins, ella standi hann frammi fyrir málshöfðun.Viðar greinir frá þessu á Facebook og birtir mynd af kröfubréfinu sem hann segir hafa borist til hans í kvöld. „Í kvöld var dyrabjöllunni hringt heima hjá mér og mér fært stórt pappírsumslag með nafninu mínu handskrifuðu á. Glaðningurinn reyndist svo vera hótun um lögsókn frá starfsmannaleigunni Mönnum í vinnu. Þar eru talin upp ýmis ummæli sem ég hef látið falla í fjölmiðlum um starfsemi fyrirtækisins. Ég er krafinn um afsökunarbeiðni og 1.000.000 í skaðabætur,“ skrifar Viðar. Í bréfinu er vísað til ummæla Viðars um starfsmannaleiguna í ýmsum miðlum og þess krafist að hann birti afsökunarbeiðni á vef Eflingar auk þess sem að hann fái grein birta eftir sig á Vísi og Stöð 2 að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. Þar segir einnig að Viðar hafi ekki í hyggju að bregðast sérstaklega við kröfum Manna í vinnu. „Núna koma sömu aðilar til baka eins og stökkbreyttur vírus undir nýjum kennitölum. Núna gera þau þetta nánast rétt á pappírnum, gefa kannski út réttan launaseðil, en hafa fundið nýjar leiðir til að féfletta fólkið framhjá lögum og reglum,“ var meðal annars haft eftir Viðari á vef Eflingar eftir fréttaflutning af aðstæðum rúmenskra verkamanna á vegum Manna í vinnu.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira