Biður deiluaðila um að tjá sig ekki við fjölmiðla til að skapa vinnufrið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2019 14:00 Bryndís Hlöðversdóttir er ríkissáttasemjari. vísir/vilhelm Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, hefur biðlað til aðila í tveimur kjaradeilum sem nú eru á borði hennar að tjá sig ekki við fjölmiðla um gang viðræðna. Annars vegar er um að ræða deilu Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins og hins vegar deilu Landssambands íslenzkra verzlunarmanna við SA. Aðspurð hvers vegna hún biður deiluaðila um að tjá sig ekki við fjölmiðla segir Bryndís að hún vilji að þeir einbeiti sér að verkefninu sem slíku fremur en umfjöllun út á við um viðræðurnar. „Það eru fordæmi fyrir því að þetta sé gert. Það er í raun og veru til þess að skapa nauðsynlegan vinnufrið sem við teljum okkur þurfa næstu dagana. Það eru stífir vinnufundir framundan og ég vil að aðilar einbeiti sér að verkefninu sem slíku fremur en umfjöllun um viðræðurnar, og þetta er gjarnan gert í tengslum við samningaviðræður,“ segir Bryndís.Vinnufundirnir hefjast strax á morgun Fundað var hjá sáttasemjara í báðum deilunum í dag í fyrsta sinn. Bryndís segir að farið hafi verið yfir ýmis praktísk atriði og staðan tekin á deilunni eins og venja er. „Í kjölfarið á því lagði ég fram drög að vinnufundaáætlun sem hefst strax eftir hádegi á morgun og svo verður áfram gert ráð fyrir stífum vinnufundum inn í helgina og inn í næstu viku eins og þarf. Það var farið yfir það plan og þau fara heim með það verkefni að leggja upp skýra markmiðsáætlun fyrir þessa vinnufundi,“ segir Bryndís. Eins og kunnugt er slitu VR, Efling, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur viðræðum sínum við SA í liðinni viku en þær höfðu farið fram undanfarið hjá ríkissáttasemjara. Þó að viðræðunum hafi verið slitið er það svo samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur að sáttasemjari getur boðað deiluaðila til fundar á tveggja vikna fresti. Bryndís segir að verið sé að leggja drög að því að boða fund í deilu félaganna fjögurra og SA en segist frekar eiga von á því að fundað verði í næstu viku frekar en þessari. „En við gerum það náttúrulega í samráði við aðilana eftir því hvenær þeir eru tilbúnir til að koma til fundar.“ Kjaramál Tengdar fréttir Ljóst að hækkunum verði velt út í verðlag Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Högum á 45,1 krónu á hlut í nýju verðmati og hefur lækkað mat sitt um ríflega 13 prósent frá síðasta verðmati í júlí í fyrra. 27. febrúar 2019 08:15 Fundað hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu SGS og SA Nú klukkan 10 hófst fundur í húsakynnum ríkissáttasemjara í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. 27. febrúar 2019 10:31 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Sjá meira
Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, hefur biðlað til aðila í tveimur kjaradeilum sem nú eru á borði hennar að tjá sig ekki við fjölmiðla um gang viðræðna. Annars vegar er um að ræða deilu Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins og hins vegar deilu Landssambands íslenzkra verzlunarmanna við SA. Aðspurð hvers vegna hún biður deiluaðila um að tjá sig ekki við fjölmiðla segir Bryndís að hún vilji að þeir einbeiti sér að verkefninu sem slíku fremur en umfjöllun út á við um viðræðurnar. „Það eru fordæmi fyrir því að þetta sé gert. Það er í raun og veru til þess að skapa nauðsynlegan vinnufrið sem við teljum okkur þurfa næstu dagana. Það eru stífir vinnufundir framundan og ég vil að aðilar einbeiti sér að verkefninu sem slíku fremur en umfjöllun um viðræðurnar, og þetta er gjarnan gert í tengslum við samningaviðræður,“ segir Bryndís.Vinnufundirnir hefjast strax á morgun Fundað var hjá sáttasemjara í báðum deilunum í dag í fyrsta sinn. Bryndís segir að farið hafi verið yfir ýmis praktísk atriði og staðan tekin á deilunni eins og venja er. „Í kjölfarið á því lagði ég fram drög að vinnufundaáætlun sem hefst strax eftir hádegi á morgun og svo verður áfram gert ráð fyrir stífum vinnufundum inn í helgina og inn í næstu viku eins og þarf. Það var farið yfir það plan og þau fara heim með það verkefni að leggja upp skýra markmiðsáætlun fyrir þessa vinnufundi,“ segir Bryndís. Eins og kunnugt er slitu VR, Efling, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur viðræðum sínum við SA í liðinni viku en þær höfðu farið fram undanfarið hjá ríkissáttasemjara. Þó að viðræðunum hafi verið slitið er það svo samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur að sáttasemjari getur boðað deiluaðila til fundar á tveggja vikna fresti. Bryndís segir að verið sé að leggja drög að því að boða fund í deilu félaganna fjögurra og SA en segist frekar eiga von á því að fundað verði í næstu viku frekar en þessari. „En við gerum það náttúrulega í samráði við aðilana eftir því hvenær þeir eru tilbúnir til að koma til fundar.“
Kjaramál Tengdar fréttir Ljóst að hækkunum verði velt út í verðlag Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Högum á 45,1 krónu á hlut í nýju verðmati og hefur lækkað mat sitt um ríflega 13 prósent frá síðasta verðmati í júlí í fyrra. 27. febrúar 2019 08:15 Fundað hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu SGS og SA Nú klukkan 10 hófst fundur í húsakynnum ríkissáttasemjara í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. 27. febrúar 2019 10:31 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Sjá meira
Ljóst að hækkunum verði velt út í verðlag Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Högum á 45,1 krónu á hlut í nýju verðmati og hefur lækkað mat sitt um ríflega 13 prósent frá síðasta verðmati í júlí í fyrra. 27. febrúar 2019 08:15
Fundað hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu SGS og SA Nú klukkan 10 hófst fundur í húsakynnum ríkissáttasemjara í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. 27. febrúar 2019 10:31