Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Birgir Olgeirsson skrifar 27. febrúar 2019 13:05 Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. Brúða með hrollvekjandi glott hvetur börn á samfélagsmiðlum til að skaða sig og svipta sig lífi. Lögreglan á Bretlandseyjum hefur varað foreldra við þessu fyrirbæri sem hefur skotið upp kollinum innan myndefnis á YouTube sem er ætlað börnum. Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins BBC þar sem vísað er í tilkynningu frá lögreglunni á Norður-Írlandi sem segir að stóra málið varðandi þetta fyrirbæri sé að þarna séu klárlega hakkarar á ferð með það að markmiði að afla upplýsinga um notendur.Skelfilegt efni Í tilkynningunni frá lögreglunni kemur fram að hvaðan sem þetta kemur og hver sé að baki þessu ógeðfellda fyrirbæri þá sé ekki um það deilt að efnið sem þessi dúkka sendir frá sér sé skelfilegt. Lögreglan í Norður-Írlandi hafði fregnir af atviki í Bandaríkjunum þar sem samskipti barns við dúkkuna sáust. Heyrðist uggvænleg rödd af upptöku skipa barninu að leggja hníf að hálsi sér. Þá er fjölskyldumeðlimum hótað skaða ef áskorun er ekki lokið.Eru börn sögð berskjölduð gagnvart svona óværu og eru foreldrar hvattir til að hafa opin augu gagnvart hættumerkjum.Vísir/GettyLögreglan tekur fram að nokkrar útgáfur séu af þessu og þá séu að sjálfsögðu sprottnar upp eftirhermur af þessu uppátæki. Segir lögreglan að þetta sé enn eitt dæmið um hætturnar sem leynast á netinu og þá sérstaklega hvernig það er notað til að fá aðgengi að börnum. Árið 2017 var það fyrirbæri sem hefur verið kallað „Blue Whale“ en í dag sé það Momo. Þó Momo verði kveðið niður þá tekur eitthvað annað við og því nauðsynlegt að vera ávallt á varðbergi.Gefa foreldrum ráð Er mælst til þess að foreldrar einblíni ekki einungis á þetta fyrirbæri sem Momo er heldur að þeir gangi úr skugga um hvaða efni börnin þeirra hafi aðgang að á netinu. Þá sé nauðsynlegt að börnin átti sig á mikilvægi þess að veita ekki ókunnugum persónuupplýsingar. Auk þess þurfi einnig að kenna börnunum að enginn hafi rétt á því að láta þau gera eitthvað sem þau vilja ekki gera. Einnig þurfi að tryggja að nauðsynlegar stillingar séu á aðgangi barna að raftækjum til að takmarka aðgengi þeirra að skaðlegu efni á netinu. Eru foreldrar beðnir um að fylgjast með hættumerkjum hjá börnunum, þar á meðal ef þau reyna að fara leynt með netnotkun sína, af þau verja miklum tíma á netinu eða samfélagsmiðlum, ef þau reyna í miklum flýti að hylja skjáinn þegar einhver nálgast, ef þau einangra sig eða verða reið eftir að hafa verið á netinu eða átt í samskiptum í gegnum raftæki og ef fjöldi nýrra símanúmera eða tölvupóstfanga er að finna í tækjum þeirra. Þetta fyrirbæri hefur vakið athygli hjá íslenskum foreldrum og hefur ein móðir vakið athygli á þessu óhugnanlega fyrirbæri. Börn og uppeldi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Brúða með hrollvekjandi glott hvetur börn á samfélagsmiðlum til að skaða sig og svipta sig lífi. Lögreglan á Bretlandseyjum hefur varað foreldra við þessu fyrirbæri sem hefur skotið upp kollinum innan myndefnis á YouTube sem er ætlað börnum. Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins BBC þar sem vísað er í tilkynningu frá lögreglunni á Norður-Írlandi sem segir að stóra málið varðandi þetta fyrirbæri sé að þarna séu klárlega hakkarar á ferð með það að markmiði að afla upplýsinga um notendur.Skelfilegt efni Í tilkynningunni frá lögreglunni kemur fram að hvaðan sem þetta kemur og hver sé að baki þessu ógeðfellda fyrirbæri þá sé ekki um það deilt að efnið sem þessi dúkka sendir frá sér sé skelfilegt. Lögreglan í Norður-Írlandi hafði fregnir af atviki í Bandaríkjunum þar sem samskipti barns við dúkkuna sáust. Heyrðist uggvænleg rödd af upptöku skipa barninu að leggja hníf að hálsi sér. Þá er fjölskyldumeðlimum hótað skaða ef áskorun er ekki lokið.Eru börn sögð berskjölduð gagnvart svona óværu og eru foreldrar hvattir til að hafa opin augu gagnvart hættumerkjum.Vísir/GettyLögreglan tekur fram að nokkrar útgáfur séu af þessu og þá séu að sjálfsögðu sprottnar upp eftirhermur af þessu uppátæki. Segir lögreglan að þetta sé enn eitt dæmið um hætturnar sem leynast á netinu og þá sérstaklega hvernig það er notað til að fá aðgengi að börnum. Árið 2017 var það fyrirbæri sem hefur verið kallað „Blue Whale“ en í dag sé það Momo. Þó Momo verði kveðið niður þá tekur eitthvað annað við og því nauðsynlegt að vera ávallt á varðbergi.Gefa foreldrum ráð Er mælst til þess að foreldrar einblíni ekki einungis á þetta fyrirbæri sem Momo er heldur að þeir gangi úr skugga um hvaða efni börnin þeirra hafi aðgang að á netinu. Þá sé nauðsynlegt að börnin átti sig á mikilvægi þess að veita ekki ókunnugum persónuupplýsingar. Auk þess þurfi einnig að kenna börnunum að enginn hafi rétt á því að láta þau gera eitthvað sem þau vilja ekki gera. Einnig þurfi að tryggja að nauðsynlegar stillingar séu á aðgangi barna að raftækjum til að takmarka aðgengi þeirra að skaðlegu efni á netinu. Eru foreldrar beðnir um að fylgjast með hættumerkjum hjá börnunum, þar á meðal ef þau reyna að fara leynt með netnotkun sína, af þau verja miklum tíma á netinu eða samfélagsmiðlum, ef þau reyna í miklum flýti að hylja skjáinn þegar einhver nálgast, ef þau einangra sig eða verða reið eftir að hafa verið á netinu eða átt í samskiptum í gegnum raftæki og ef fjöldi nýrra símanúmera eða tölvupóstfanga er að finna í tækjum þeirra. Þetta fyrirbæri hefur vakið athygli hjá íslenskum foreldrum og hefur ein móðir vakið athygli á þessu óhugnanlega fyrirbæri.
Börn og uppeldi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira