Erlent

Buhari sigur­vegari kosninganna í Nígeríu

Atli Ísleifsson skrifar
Muhammadu Buhari tók verið embætti forseta Nígeríu frá árinu 2015.
Muhammadu Buhari tók verið embætti forseta Nígeríu frá árinu 2015. EPA
Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, hefur verið endurkjörinn forseti landsins, en kosningar fóru fram í landinu um liðna helgi.

Þegar búið er að telja atkvæði úr öllum fylkjum landsins liggur fyrir að Buhari hlaut 56 prósent atkvæða og helsti andstæðingur hans, Atiku Abubakar, 41 prósent.

Buhari ávarpaði stuðningsmenn sína eftir að úrslit lágu fyrir og sagði niðurstöðuna „nýjan sigur fyrir lýðræðið í Nígeríu“. Sagði forsetinn að stjórnvöld myndu leggja meira á sig til að auka öryggi, byggja upp efnahag landsins og berjast gegn víðtækri spillingu. Þá muni Buhari og stjórn hans vinna að því að tryggja að engir þjóðfélagshópar líði þannig að þeir séu utanveltu.

Kosningaþátttaka var ekki mikil og á stöku stað mældist hún einungis 18 prósent. Kosningarnar hafa einkennst af ofbeldisverkum víða um landið þar sem á sjötta tug manna hafa látist. Ákveðið var að fresta kosningunum um viku vegna tíðra árása í aðdraganda kosninganna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×