Tók golfhögg á nærbuxunum út í vatni | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2019 11:00 Allt lagt undir. Stefani á nærbuxunum út í vatni. Bandaríski kylfingurinn Shawn Stefani lagði bókstaflega allt undir er hann tók eitt af eftirminnilegustu höggum ársins á eftirminnilegu móti af Honda Classic. Hann hafði slegið boltann út í vatn á mótinu árið 2017 en vatnið var grunnt og legan ágæt. Stefani vildi ekki taka víti og vippaði sér því úr fötunum og fór á nærbuxunum einum saman út í vatnið til þess að taka höggið.Whatever. It. Takes. Bold move from Shawn Stefani. #TOURVaultpic.twitter.com/aUKcxypoPv — PGA TOUR (@PGATOUR) February 26, 2019 „Vonandi varð konan mín ekki fyrir vonbrigðum. Ég var að berjast fyrir fjölskyldu mína. Ég var að berjast fyrir því að komast í gegnum niðurskurðinn,“ sagði Stefani en gæti hann hugsað sér að verða nærfatamódel? „Ég var í Calvin Klein nærbuxum. Vonandi leit ég vel út. Ég hef verið duglegur að fara í ræktina.“ Höggið úr vatninu heppnaðist vel en hann náði þó ekki að bjarga pari á holunni og varð að sætta sig við skolla. Að lokum dugðu þessi hetjulegu tilþrif ekki til þess að komast í gegnum niðurskurðinn. Stefani var tveimur höggum frá honum en sló þó í gegn. Spurning hvað gerist svo á þessu skemmtilega móti þetta árið. Mótið verður í beinni á Golfstöðinni og hefst það á morgun. Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Shawn Stefani lagði bókstaflega allt undir er hann tók eitt af eftirminnilegustu höggum ársins á eftirminnilegu móti af Honda Classic. Hann hafði slegið boltann út í vatn á mótinu árið 2017 en vatnið var grunnt og legan ágæt. Stefani vildi ekki taka víti og vippaði sér því úr fötunum og fór á nærbuxunum einum saman út í vatnið til þess að taka höggið.Whatever. It. Takes. Bold move from Shawn Stefani. #TOURVaultpic.twitter.com/aUKcxypoPv — PGA TOUR (@PGATOUR) February 26, 2019 „Vonandi varð konan mín ekki fyrir vonbrigðum. Ég var að berjast fyrir fjölskyldu mína. Ég var að berjast fyrir því að komast í gegnum niðurskurðinn,“ sagði Stefani en gæti hann hugsað sér að verða nærfatamódel? „Ég var í Calvin Klein nærbuxum. Vonandi leit ég vel út. Ég hef verið duglegur að fara í ræktina.“ Höggið úr vatninu heppnaðist vel en hann náði þó ekki að bjarga pari á holunni og varð að sætta sig við skolla. Að lokum dugðu þessi hetjulegu tilþrif ekki til þess að komast í gegnum niðurskurðinn. Stefani var tveimur höggum frá honum en sló þó í gegn. Spurning hvað gerist svo á þessu skemmtilega móti þetta árið. Mótið verður í beinni á Golfstöðinni og hefst það á morgun.
Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira