Toronto skellti Boston Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. febrúar 2019 07:30 Kawhi Leonard vísir/getty Vandræði Boston Celtics halda áfram en liðið steinlá fyrir Toronto Raptors á útivelli í nótt. Pascal Siakam skoraði 25 stig fyrir Toronto og Kawhi Leonard 21 í 118-95 sigri. Grunnurinn að sigrinum var lagður í öðrum leikhluta þegar heimamenn völtuðu yfir þá grænu. Gestirnir skoruðu aðeins 13 stig en leyfðu heimamönnum að setja 36 á meðan. Þetta var þriðji tapleikur Celtics í röð sem hefur ekki unnið leik síðan hlé var gert á deildinni vegna Stjörnuleiksins. Marcus Smart segir liðið ekki nógu tengt. „Við erum ekki að vinna þetta saman. Allir verða að vera á sömu blaðsíðu og gera sömu hlutina á sama tíma.“Kawhi Leonard (21 PTS) & @pskills43 (25 PTS) lead the @Raptors to the W in Toronto! #WeTheNorthpic.twitter.com/2efdYByz4L — NBA (@NBA) February 27, 2019 Leikmenn New York Knicks náðu loksins að vinna á heimavelli í fyrri nótt og nú geta þeir ekki hætt því liðið vann endurkomusigur á Orlando Magic í nótt. Emmanuel Mudiay, Mitchell Robinson og restin af varamönnum New York sáu til þess að Knicks færi með sigur en bekkur Knicks skoraði 75 stig af þeim 108 sem liðið gerði í leiknum. Á meðan setti bekkurinn hjá Orlando bara 7. Heimamenn eltu allan leikinn þar til aðeins um þrjár mínútur voru eftir og Robinson kom þeim yfir af vítalínunni 101-100. Leikurinn endaði í 108-103 sigri.17 PTS. 14 REB. 3 STL. 6 BLK. @23savage____ leads the @nyknicks to victory at MSG! #NewYorkForeverpic.twitter.com/HsoD4afFpb — NBA (@NBA) February 27, 2019 Í Denver fóru heimamenn í Nuggets með sigur á Oklahoma City Thunder í toppslag í Vesturdeildinni. Nikola Jokic skoraði 36 stig fyrir Denver, þar af fimm af vítalínunni í lokin. Hann var hársbreidd frá þrennu með 10 stoðsendingar og 9 fráköst. Þetta var fimmti sigur Denver í röð sem er sigri á eftir Golden State Warriors á toppi Vesturdeildarinnar.36 PTS | 9 REB | 10 AST Nikola Jokic & the @nuggets improve to 42-18 on the season! #MileHighBasketballpic.twitter.com/JvkBtr4Dac — NBA (@NBA) February 27, 2019Úrslit næturinnar: New York Knicks - Orlando Magic 108-103 Toronto Raptors - Boston Celtics 118-95 Denver Nuggets - Oklahoma City Thunder 121-112 NBA Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjá meira
Vandræði Boston Celtics halda áfram en liðið steinlá fyrir Toronto Raptors á útivelli í nótt. Pascal Siakam skoraði 25 stig fyrir Toronto og Kawhi Leonard 21 í 118-95 sigri. Grunnurinn að sigrinum var lagður í öðrum leikhluta þegar heimamenn völtuðu yfir þá grænu. Gestirnir skoruðu aðeins 13 stig en leyfðu heimamönnum að setja 36 á meðan. Þetta var þriðji tapleikur Celtics í röð sem hefur ekki unnið leik síðan hlé var gert á deildinni vegna Stjörnuleiksins. Marcus Smart segir liðið ekki nógu tengt. „Við erum ekki að vinna þetta saman. Allir verða að vera á sömu blaðsíðu og gera sömu hlutina á sama tíma.“Kawhi Leonard (21 PTS) & @pskills43 (25 PTS) lead the @Raptors to the W in Toronto! #WeTheNorthpic.twitter.com/2efdYByz4L — NBA (@NBA) February 27, 2019 Leikmenn New York Knicks náðu loksins að vinna á heimavelli í fyrri nótt og nú geta þeir ekki hætt því liðið vann endurkomusigur á Orlando Magic í nótt. Emmanuel Mudiay, Mitchell Robinson og restin af varamönnum New York sáu til þess að Knicks færi með sigur en bekkur Knicks skoraði 75 stig af þeim 108 sem liðið gerði í leiknum. Á meðan setti bekkurinn hjá Orlando bara 7. Heimamenn eltu allan leikinn þar til aðeins um þrjár mínútur voru eftir og Robinson kom þeim yfir af vítalínunni 101-100. Leikurinn endaði í 108-103 sigri.17 PTS. 14 REB. 3 STL. 6 BLK. @23savage____ leads the @nyknicks to victory at MSG! #NewYorkForeverpic.twitter.com/HsoD4afFpb — NBA (@NBA) February 27, 2019 Í Denver fóru heimamenn í Nuggets með sigur á Oklahoma City Thunder í toppslag í Vesturdeildinni. Nikola Jokic skoraði 36 stig fyrir Denver, þar af fimm af vítalínunni í lokin. Hann var hársbreidd frá þrennu með 10 stoðsendingar og 9 fráköst. Þetta var fimmti sigur Denver í röð sem er sigri á eftir Golden State Warriors á toppi Vesturdeildarinnar.36 PTS | 9 REB | 10 AST Nikola Jokic & the @nuggets improve to 42-18 on the season! #MileHighBasketballpic.twitter.com/JvkBtr4Dac — NBA (@NBA) February 27, 2019Úrslit næturinnar: New York Knicks - Orlando Magic 108-103 Toronto Raptors - Boston Celtics 118-95 Denver Nuggets - Oklahoma City Thunder 121-112
NBA Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjá meira