Bandarískum fréttamönnum vísað frá Venesúela Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2019 14:05 Ramos sýnir myndbandið sem fór svo fyrir brjóstið á Maduro forseta. Vísir/AP Hópi fréttamanna frá bandarísku sjónvarpsstöðinni Univision verður vísað frá Venesúela eftir að honum var haldið í skamman tíma í forsetahöllinni. Nicolas Maduro, forseti, er sagður hafa reiðst við spurningar sem fréttamaður stöðvarinnar bar upp við hann. Univision er spænskumælandi sjónvarpsstöð. Jorge Ramos, einn reyndasti fréttamaður stöðvarinnar, fékk viðtal við Maduro í forsetahöllinni í gær. Stöðin segir að Ramos og fimm manna tökuliði hafi verið haldið í meira en tvær klukkustundir í Miraflores-höllinni eftir að Maduro lýsti óánægju með spurningarnar. Ramos sagði að hópsins hefði beðið vopnaðir leyniþjónustumenn þegar hann kom aftur upp á hótelið sitt.Reuters-fréttastofan segir að Ramos hafi spurt Maduro um skort á lýðræði í Venesúela, pyntingar á pólitískum föngum og mannúðarneyðarástand í landinu. Maduro hafi stöðvað viðtalið þegar Ramos sýndi honum myndband af ungu fólki að borða aftan úr ruslabíl. „Þeir lögðu hald á allan búnaðinn okkar. Þeir eru með viðtalið,“ sagði Ramos við fréttamenn. Þeim hefði verið sagt að þeim yrði vísað úr landi í dag. Upplýsingamálaráðherra Venesúela segir að ríkisstjórnin hafi tekið við hundruðum fréttamanna í forsetahöllinni en að hún hafi ekki verið tilbúin að líða „ódýrar sýningar“ sem hafi verið settar á svið með hjálp bandaríska utanríkisráðuneytisins. Maduro hefur sakað Bandaríkjastjórn um að leggja á ráðin um valdarán í landinu. Efnahagur Venesúela er rjúkandi rúst en ríkisstjórn Maduro hefur reynt að koma í veg fyrir að sendingar á neyðargögnum frá erlendum ríkis berist inn í landið. Hersveitir hans hafa meðal annars skotið á stjórnarandstæðinga. Fjölmiðlar Venesúela Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira
Hópi fréttamanna frá bandarísku sjónvarpsstöðinni Univision verður vísað frá Venesúela eftir að honum var haldið í skamman tíma í forsetahöllinni. Nicolas Maduro, forseti, er sagður hafa reiðst við spurningar sem fréttamaður stöðvarinnar bar upp við hann. Univision er spænskumælandi sjónvarpsstöð. Jorge Ramos, einn reyndasti fréttamaður stöðvarinnar, fékk viðtal við Maduro í forsetahöllinni í gær. Stöðin segir að Ramos og fimm manna tökuliði hafi verið haldið í meira en tvær klukkustundir í Miraflores-höllinni eftir að Maduro lýsti óánægju með spurningarnar. Ramos sagði að hópsins hefði beðið vopnaðir leyniþjónustumenn þegar hann kom aftur upp á hótelið sitt.Reuters-fréttastofan segir að Ramos hafi spurt Maduro um skort á lýðræði í Venesúela, pyntingar á pólitískum föngum og mannúðarneyðarástand í landinu. Maduro hafi stöðvað viðtalið þegar Ramos sýndi honum myndband af ungu fólki að borða aftan úr ruslabíl. „Þeir lögðu hald á allan búnaðinn okkar. Þeir eru með viðtalið,“ sagði Ramos við fréttamenn. Þeim hefði verið sagt að þeim yrði vísað úr landi í dag. Upplýsingamálaráðherra Venesúela segir að ríkisstjórnin hafi tekið við hundruðum fréttamanna í forsetahöllinni en að hún hafi ekki verið tilbúin að líða „ódýrar sýningar“ sem hafi verið settar á svið með hjálp bandaríska utanríkisráðuneytisins. Maduro hefur sakað Bandaríkjastjórn um að leggja á ráðin um valdarán í landinu. Efnahagur Venesúela er rjúkandi rúst en ríkisstjórn Maduro hefur reynt að koma í veg fyrir að sendingar á neyðargögnum frá erlendum ríkis berist inn í landið. Hersveitir hans hafa meðal annars skotið á stjórnarandstæðinga.
Fjölmiðlar Venesúela Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira