Fréttamenn gætu verið fangelsaðir eftir dóm yfir kardinála Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2019 12:16 Ástralskir fjölmiðlar máttu ekki fjalla um dóminn yfir Pell kardinála þegar hann féll í desember vegna lögbanns sem átti að tryggja sanngirni áframhaldandi réttarhalda yfir honum. Vísir/EPA Tugir fréttamanna og ritstjóra í Ástralíu gætu verið ákærðir fyrir umfjöllun sína um mál George Pell, kardinála kaþólsku kirkjunnar, sem var fundinn sekur um kynferðisbrot gegn ungum drengum. Dómari hafði lagt lögbann við fréttaflutningi af réttarhöldum yfir Pell. Pell var fundinn sekur um brot sín í desember en ástralskir fjölmiðlar máttu ekki segja frá niðurstöðunni. Ástæðan var sú að dómari í málinu lagði á lögbann á meðan réttað var aftur yfir Pell vegna fleiri brota að beiðni saksóknara. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir að fréttaflutningur hefði áhrif á kviðdómendur í málinu. Sumir fjölmiðlar birtu engu að síður frásagnir af réttarhöldum þar sem ónefndur en hátt settur einstaklingur hefði verið dæmdur sekur um alvarlega glæpi í desember, meðal annars undir fyrirsögninni „RITSKOÐAГ.Reuters-fréttastofan segir að dómarinn í málinu hafi ekki dulið óánægju sína með fjölmiðla. Hann sagði saksóknurum og verjendum að hann væri þeirrar skoðunar að margir í fjölmiðlum gætu átt umtalsverða fangelsisvist í vændum. Ákærurnar sem eftir stóðu á hendur Pell voru felldar niður í dag og var lögbanninu því aflétt. Sögðu fjölmiðlar því loks frá því að það hefði verið Pell sem var sakfelldur í desember. Erlendir fjölmiðlar höfðu þó sagt frá dómnum yfir Pell á sínum tíma og fóru þær fréttir vítt og breitt um samfélagsmiðla í Ástralíu. Vísir sagði meðal annars frá því að Pell hefði verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum og hafði upp úr bandaríska blaðinu Washington Post daginn sem dómurinn féll. Réttarhöldin voru einnig opin en afrit af lögbannsskipuninni hékk á dyrum dómsalsins. Fréttamönnum og ritstjórum hafa verið send bréf þar sem þeir eru beðnir um rökstuðning fyrir því hvers vegna ætti ekki að ákæra þá fyrir að lítilsvirða dómstólinn. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að lítilsvirða dómstóla í Viktoríuríki þar sem réttarhöldin fóru fram. Talskona ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, sem er einn fjölmiðlanna sem fengu bréf af þessu tagi, segir að stöðin standi með fréttaflutningi sínum. Hún hafi hafnað ásökunum um að hafa brotið lög. Ástralía Fjölmiðlar Tengdar fréttir Einn valdamesti maður kaþólsku kirkjunnar sakfelldur vegna kynferðisbrota Dómsmálið gegn áströlskum kardinála fer fram með leynd því dómstóllinn lagði lögbann við fréttaflutningi af því. 13. desember 2018 07:34 Kardinálinn Pell fundinn sekur um kynferðisbrot gegn drengjum George Pell er sá hæst setti innan kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu sem fengið hefur slíkan dóm. 26. febrúar 2019 07:32 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Tugir fréttamanna og ritstjóra í Ástralíu gætu verið ákærðir fyrir umfjöllun sína um mál George Pell, kardinála kaþólsku kirkjunnar, sem var fundinn sekur um kynferðisbrot gegn ungum drengum. Dómari hafði lagt lögbann við fréttaflutningi af réttarhöldum yfir Pell. Pell var fundinn sekur um brot sín í desember en ástralskir fjölmiðlar máttu ekki segja frá niðurstöðunni. Ástæðan var sú að dómari í málinu lagði á lögbann á meðan réttað var aftur yfir Pell vegna fleiri brota að beiðni saksóknara. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir að fréttaflutningur hefði áhrif á kviðdómendur í málinu. Sumir fjölmiðlar birtu engu að síður frásagnir af réttarhöldum þar sem ónefndur en hátt settur einstaklingur hefði verið dæmdur sekur um alvarlega glæpi í desember, meðal annars undir fyrirsögninni „RITSKOÐAГ.Reuters-fréttastofan segir að dómarinn í málinu hafi ekki dulið óánægju sína með fjölmiðla. Hann sagði saksóknurum og verjendum að hann væri þeirrar skoðunar að margir í fjölmiðlum gætu átt umtalsverða fangelsisvist í vændum. Ákærurnar sem eftir stóðu á hendur Pell voru felldar niður í dag og var lögbanninu því aflétt. Sögðu fjölmiðlar því loks frá því að það hefði verið Pell sem var sakfelldur í desember. Erlendir fjölmiðlar höfðu þó sagt frá dómnum yfir Pell á sínum tíma og fóru þær fréttir vítt og breitt um samfélagsmiðla í Ástralíu. Vísir sagði meðal annars frá því að Pell hefði verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum og hafði upp úr bandaríska blaðinu Washington Post daginn sem dómurinn féll. Réttarhöldin voru einnig opin en afrit af lögbannsskipuninni hékk á dyrum dómsalsins. Fréttamönnum og ritstjórum hafa verið send bréf þar sem þeir eru beðnir um rökstuðning fyrir því hvers vegna ætti ekki að ákæra þá fyrir að lítilsvirða dómstólinn. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að lítilsvirða dómstóla í Viktoríuríki þar sem réttarhöldin fóru fram. Talskona ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, sem er einn fjölmiðlanna sem fengu bréf af þessu tagi, segir að stöðin standi með fréttaflutningi sínum. Hún hafi hafnað ásökunum um að hafa brotið lög.
Ástralía Fjölmiðlar Tengdar fréttir Einn valdamesti maður kaþólsku kirkjunnar sakfelldur vegna kynferðisbrota Dómsmálið gegn áströlskum kardinála fer fram með leynd því dómstóllinn lagði lögbann við fréttaflutningi af því. 13. desember 2018 07:34 Kardinálinn Pell fundinn sekur um kynferðisbrot gegn drengjum George Pell er sá hæst setti innan kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu sem fengið hefur slíkan dóm. 26. febrúar 2019 07:32 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Einn valdamesti maður kaþólsku kirkjunnar sakfelldur vegna kynferðisbrota Dómsmálið gegn áströlskum kardinála fer fram með leynd því dómstóllinn lagði lögbann við fréttaflutningi af því. 13. desember 2018 07:34
Kardinálinn Pell fundinn sekur um kynferðisbrot gegn drengjum George Pell er sá hæst setti innan kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu sem fengið hefur slíkan dóm. 26. febrúar 2019 07:32