Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla í Skjaldarvík á Akureyri í dag vegna veðurs. Skólahald fellur einnig niður í Þelamerkurskóla í Hörgársveit eins og Vísir greindi frá í morgun en afar slæmu veðri er spáð í dag norðan- og austanlands.
Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi víða um land og má búast við að veðrið nái hámarki á milli klukkan 9 og 14 í dag samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.
Vegna veðurs má reikna með að skólahald falli niður víða á landinu í dag. Hafirðu ábendingu um slíkt geturðu sent okkur tölvupóst á ritstjorn@visir.is og við komum því til skila.
