Innlent

Engin kennsla í Þelamerkurskóla vegna veðurs

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það munu eflaust mörg útiföt hanga uppi á snaga í dag, enda fólki ráðlagt að vera ekki mikið á ferðinni utandyra.
Það munu eflaust mörg útiföt hanga uppi á snaga í dag, enda fólki ráðlagt að vera ekki mikið á ferðinni utandyra. Vísir/vilhelm
Skólahald í Þelamerkurskóla í Hörgársveit fellur niður í dag vegna veðurs. Í tilkynningu á vef skólans segir að vegna hvassviðris og appelsínugulrar viðvörunar er fólk beðið um að vera ekki á ferðinni í dag og veður á eftir að versna hratt á næstu klukkustundum. Af þeim sökum falli skólahald niður í dag.

Vegna veðurs má reikna með að skólahald falli niður víða á landinu í dag. Hafirðu ábendingu um slíkt geturðu sent okkur tölvupóst á ritstjorn@visir.is og við komum því til skila.


Tengdar fréttir

Rétt að vera við öllu búin í óveðrinu

Nú er skollið á óveður á ríflega helmingi landsins og segir veðurfræðingur að það megi „nánast draga línu frá Suðurlandi til norðausturs af Tröllaskaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×