Ætlar að ná langt í CrossFit Elín Albertsdóttir skrifar 1. mars 2019 15:00 Mæðginin, Rökkvi og Margrét, eru mjög spennt fyrir fermingardeginum sem verður í lok mars. Rökkvi fermist borgaralega. FBL/Ernir Rökkvi Guðnason ákvað að fermast borgaralega eins og eldri systir hans gerði. Hann verður fermdur 31. mars og hlakkar mikið til. Foreldrar Rökkva eru Margrét Benediktsdóttir förðunarfræðingur og Guðni Finnsson tónlistarmaður sem flestir þekkja úr Pollapönkurum. Margrét segir að Rökkvi hafi ekki gert miklar kröfur fyrir fermingardaginn. „Undirbúningurinn er þægilegur, maður gerir þetta smátt og smátt. Frekar létt og þægilegt. Hann er ekki mikill jakkafatamaður svo við völdum einfaldan og sportlegan klæðnað. Í veislunni sem haldin verður heima ætlum við að bjóða upp á smárétti og tertur, jafnvel sushi. Við eigum von á milli 40-50 gestum,“ segir Margrét þegar við forvitnuðumst um væntanlega fermingu. „Rökkvi valdi sjálfur myndina á boðskortið og var með í að skipuleggja veisluna. Annars fannst honum ferming systur sinnar mjög fín og ætlar að hafa þetta svipað,“ segir Margrét og bætir við að Rökkvi hafi gaman af því að prófa alls kyns rétti. „Hins vegar borðar hann ekki sælgæti svo það verður enginn nammibar en í staðinn bjóðum við upp á franskar makkarónur og konfekt.“Rökkvi æfir CrossFit stíft og stefnir langt í þeirri grein. Fyrst ætlar hann þó að fermast borgaralega. FBL/ErnirMargrét segist hafa límt upp myndir af systur Rökkva, Álfrúnu, á fermingardegi hennar. Ég geri það líka fyrir Rökkva ef hann leyfir það,“ segir hún. „Mér finnst mjög gaman að undirbúa heimilið fyrir veislu og gaman að taka á móti gestum. Ég er minna fyrir að kokka, maðurinn minn er betri í því. Þar sem hann hefur lítinn tíma núna þá finnst okkur ágætt að fá matreiðslumann til aðstoðar,“ segir hún. Rökkvi segist fara í fermingarfræðslu á hverjum mánudegi sem passar honum þó misvel vegna íþróttaæfinga hans. Rökkvi æfir CrossFit og er að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í sínum aldursflokki. Hann hefur þó ekkert á móti fermingarfræðslunni, segir hana áhugaverða en hún snúist að mestu um heimspeki. „Það er alltaf gaman í þessum tímum,“ segir hann. „Líf mitt snýst annars um CrossFit sem ég stunda fimm sinnum í viku. Hina dagana fer ég í léttara sport eins og sund,“ segir Rökkvi sem stefnir á að verða heimsmeistari í sinni grein. „Það eru mjög margir unglingar að æfa CrossFit enda er þetta mjög vinsælt sport. Ég var í fótbolta en finnst skemmtilegra að vera í einstaklingsíþróttum,“ segir Rökkvi og viðurkennir að vera orðinn nokkuð sterkur þegar hann er spurður. „Ég hlakka mikið til fermingardagsins, get ekki neitað því að það er alltaf gaman að fá gjafir. Mér fannst fermingardagur systur minnar mjög skemmtilegur og hlakka til að upplifa þetta sjálfur,“ segir fermingardrengurinn sem stefnir á Verzlunarskóla Íslands eftir tíunda bekk. „Ég hef mjög mikinn áhuga á heilsu, hollu fæði og góðum lífsstíl. Mig langar í einhvers konar heilsutengt nám í framtíðinni.“ CrossFit Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Rökkvi Guðnason ákvað að fermast borgaralega eins og eldri systir hans gerði. Hann verður fermdur 31. mars og hlakkar mikið til. Foreldrar Rökkva eru Margrét Benediktsdóttir förðunarfræðingur og Guðni Finnsson tónlistarmaður sem flestir þekkja úr Pollapönkurum. Margrét segir að Rökkvi hafi ekki gert miklar kröfur fyrir fermingardaginn. „Undirbúningurinn er þægilegur, maður gerir þetta smátt og smátt. Frekar létt og þægilegt. Hann er ekki mikill jakkafatamaður svo við völdum einfaldan og sportlegan klæðnað. Í veislunni sem haldin verður heima ætlum við að bjóða upp á smárétti og tertur, jafnvel sushi. Við eigum von á milli 40-50 gestum,“ segir Margrét þegar við forvitnuðumst um væntanlega fermingu. „Rökkvi valdi sjálfur myndina á boðskortið og var með í að skipuleggja veisluna. Annars fannst honum ferming systur sinnar mjög fín og ætlar að hafa þetta svipað,“ segir Margrét og bætir við að Rökkvi hafi gaman af því að prófa alls kyns rétti. „Hins vegar borðar hann ekki sælgæti svo það verður enginn nammibar en í staðinn bjóðum við upp á franskar makkarónur og konfekt.“Rökkvi æfir CrossFit stíft og stefnir langt í þeirri grein. Fyrst ætlar hann þó að fermast borgaralega. FBL/ErnirMargrét segist hafa límt upp myndir af systur Rökkva, Álfrúnu, á fermingardegi hennar. Ég geri það líka fyrir Rökkva ef hann leyfir það,“ segir hún. „Mér finnst mjög gaman að undirbúa heimilið fyrir veislu og gaman að taka á móti gestum. Ég er minna fyrir að kokka, maðurinn minn er betri í því. Þar sem hann hefur lítinn tíma núna þá finnst okkur ágætt að fá matreiðslumann til aðstoðar,“ segir hún. Rökkvi segist fara í fermingarfræðslu á hverjum mánudegi sem passar honum þó misvel vegna íþróttaæfinga hans. Rökkvi æfir CrossFit og er að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í sínum aldursflokki. Hann hefur þó ekkert á móti fermingarfræðslunni, segir hana áhugaverða en hún snúist að mestu um heimspeki. „Það er alltaf gaman í þessum tímum,“ segir hann. „Líf mitt snýst annars um CrossFit sem ég stunda fimm sinnum í viku. Hina dagana fer ég í léttara sport eins og sund,“ segir Rökkvi sem stefnir á að verða heimsmeistari í sinni grein. „Það eru mjög margir unglingar að æfa CrossFit enda er þetta mjög vinsælt sport. Ég var í fótbolta en finnst skemmtilegra að vera í einstaklingsíþróttum,“ segir Rökkvi og viðurkennir að vera orðinn nokkuð sterkur þegar hann er spurður. „Ég hlakka mikið til fermingardagsins, get ekki neitað því að það er alltaf gaman að fá gjafir. Mér fannst fermingardagur systur minnar mjög skemmtilegur og hlakka til að upplifa þetta sjálfur,“ segir fermingardrengurinn sem stefnir á Verzlunarskóla Íslands eftir tíunda bekk. „Ég hef mjög mikinn áhuga á heilsu, hollu fæði og góðum lífsstíl. Mig langar í einhvers konar heilsutengt nám í framtíðinni.“
CrossFit Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira