Leggja til umfangsmiklar breytingar á staðgreiðslukerfinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. febrúar 2019 18:36 Axel Hall, formaður sérfræðingahóps kynnti nýja skýrslu um tekjuskatts- og bótakerfið í fjármálaráðuneytinu í dag. Vísir/Egill Vaxtabótakerfið er í eðli sínu flókið og ógangsætt samkvæmt nýrri skýrslu en sérfræðihópur á vegum fjármálaráðuneytisins leggur til að það verði einfaldað. Hópurinn leggur jafnframt til einhverjar mestu breyting á staðgreiðslukerfinu frá því að núverandi staðgreiðslukerfi var tekið upp. Hópur sem skipaður var af fjármálaráðherra í kynnti í dag niðurstöður umfangsmikillar skýrslu um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfa hjá einstaklingum og fjölskyldum. Hópnum var falið að skoða hvernig nýta megi þá fjármuni sem markaðir eru í fjármálaáætlun 2019-2023 til hagsbóta fyrir þá sem hafa lágar og lægri tekjur og leggja til útfærslur í breytingu á skattkerfinu. „Það sem við leggjum til er að búið verði til nýtt neðsta þrep og þegar að aðlögunartíma þess líkur þá verði fyrsta þrep í skattkerfinu fjórum prósentustigum lægra en nú er,“ segir Axel Hall, formaður sérfræðingahópsins. Neðra þrepið myndi þannig nema 32,94%. Þá gerir hópurinn tillögur húsnæðisstuðningi í gegnum skattkerfið. Axel segir tvennt standa upp úr sem hópurinn skoðaði hvað varðar húsnæðismál.Húsnæðismarkaðurinn unga fólkinu erfiðastur „Vaxtabótakerfið er í eðli sínu flókið og ógagnsætt. Við skoðuðum einfaldaða útgáfu þess. Ef að stjórnvöld vilja halda áfram með stuðning í vaxtabótum þá leggjum við til að stuðningurinn verði tímabundinn og bundinn við fyrstu kaup. Enda er það þannig að ungt fólk á sífellt erfiðara með að fóta sig á fasteignamarkaði,“ útskýrir Axel. Þá er hins vegar lagt til að stjórnvöld mæti tekjulágum með skattaafslætti til að spara fasta fjárhæð til viðbótar við séreignasparnaðarúrræði til fyrstu fasteignakaupa. Vísir/EgillEin stærsta breytingin sem hópurinn leggur til er að skattleysismörk og persónuafsláttur og tekjumörk skattþrepa verði látin fylgja þróun breytinga á vísitölu neysluverðs og þróun framleiðni. Slík tenging myndi samkvæmt skýrslunni tryggja að tekjujöfnunareiginleikar skattkerfisins haldist yfir tíma, án þess að skerða hagstjórnaráhrif um of. „Það yrði veruleg breyting frá því sem nú er og ef að hún yrði tekin upp sú breyting þá yrði það ein sú mesta breyting á kerfi staðgreiðslunnar frá því að kerfið var tekið upp,“ segir Axel.Skattleysismörkin há hér á landi Hópurinn skoðaði einnig barnabótakerfið en í skýrslunni er meðal annars gerð grein fyrir því hvernig dregið hafi úr stuðningi við sambúðarfólk að undanförnu en greiðslur hafi í ríkari mæli farið til einstæðra foreldra. Þá var tekjuskattskerfið jafnframt borið saman við það sem gengur og gerist á Norðurlöndum. „Hvað heildarskattbyrðina varðar, þegar maður tekur launafólk og vinnuveitendur til samans, þá erum við yfir nær allt litróf tekna og fjölskyldutegunda lægst. En þegar horft er á launþegan einan og sér þá verður niðurstaðan ekki einhlít og samanburðurinn ekki alltaf hagfelldur,“ segir Axel. Þannig eru skattleysismorkin hér á landi há í norrænum samanburði, fyrsta grunnprósentan hæst og þrepin fæst. Skattbyrði launafólks hér á landi er mjög svipuð og í Noregi en heilt yfir eru jaðarskattar launafólks og heildarjaðarskattar lágir og oft lægstir hér á landi. Einstæðir foreldrar á lágum launum hafa lægri skattbyrði hér að því er fram kemur í skýrslunni en þeir búa ekki við tekjuskerðingu barnabóta og há skattleysismörk hér á landi vega þungt í því sambandi. Skýrslu sérfræðingahópsins í heild sinni má finna hér. Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Vaxtabótakerfið er í eðli sínu flókið og ógangsætt samkvæmt nýrri skýrslu en sérfræðihópur á vegum fjármálaráðuneytisins leggur til að það verði einfaldað. Hópurinn leggur jafnframt til einhverjar mestu breyting á staðgreiðslukerfinu frá því að núverandi staðgreiðslukerfi var tekið upp. Hópur sem skipaður var af fjármálaráðherra í kynnti í dag niðurstöður umfangsmikillar skýrslu um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfa hjá einstaklingum og fjölskyldum. Hópnum var falið að skoða hvernig nýta megi þá fjármuni sem markaðir eru í fjármálaáætlun 2019-2023 til hagsbóta fyrir þá sem hafa lágar og lægri tekjur og leggja til útfærslur í breytingu á skattkerfinu. „Það sem við leggjum til er að búið verði til nýtt neðsta þrep og þegar að aðlögunartíma þess líkur þá verði fyrsta þrep í skattkerfinu fjórum prósentustigum lægra en nú er,“ segir Axel Hall, formaður sérfræðingahópsins. Neðra þrepið myndi þannig nema 32,94%. Þá gerir hópurinn tillögur húsnæðisstuðningi í gegnum skattkerfið. Axel segir tvennt standa upp úr sem hópurinn skoðaði hvað varðar húsnæðismál.Húsnæðismarkaðurinn unga fólkinu erfiðastur „Vaxtabótakerfið er í eðli sínu flókið og ógagnsætt. Við skoðuðum einfaldaða útgáfu þess. Ef að stjórnvöld vilja halda áfram með stuðning í vaxtabótum þá leggjum við til að stuðningurinn verði tímabundinn og bundinn við fyrstu kaup. Enda er það þannig að ungt fólk á sífellt erfiðara með að fóta sig á fasteignamarkaði,“ útskýrir Axel. Þá er hins vegar lagt til að stjórnvöld mæti tekjulágum með skattaafslætti til að spara fasta fjárhæð til viðbótar við séreignasparnaðarúrræði til fyrstu fasteignakaupa. Vísir/EgillEin stærsta breytingin sem hópurinn leggur til er að skattleysismörk og persónuafsláttur og tekjumörk skattþrepa verði látin fylgja þróun breytinga á vísitölu neysluverðs og þróun framleiðni. Slík tenging myndi samkvæmt skýrslunni tryggja að tekjujöfnunareiginleikar skattkerfisins haldist yfir tíma, án þess að skerða hagstjórnaráhrif um of. „Það yrði veruleg breyting frá því sem nú er og ef að hún yrði tekin upp sú breyting þá yrði það ein sú mesta breyting á kerfi staðgreiðslunnar frá því að kerfið var tekið upp,“ segir Axel.Skattleysismörkin há hér á landi Hópurinn skoðaði einnig barnabótakerfið en í skýrslunni er meðal annars gerð grein fyrir því hvernig dregið hafi úr stuðningi við sambúðarfólk að undanförnu en greiðslur hafi í ríkari mæli farið til einstæðra foreldra. Þá var tekjuskattskerfið jafnframt borið saman við það sem gengur og gerist á Norðurlöndum. „Hvað heildarskattbyrðina varðar, þegar maður tekur launafólk og vinnuveitendur til samans, þá erum við yfir nær allt litróf tekna og fjölskyldutegunda lægst. En þegar horft er á launþegan einan og sér þá verður niðurstaðan ekki einhlít og samanburðurinn ekki alltaf hagfelldur,“ segir Axel. Þannig eru skattleysismorkin hér á landi há í norrænum samanburði, fyrsta grunnprósentan hæst og þrepin fæst. Skattbyrði launafólks hér á landi er mjög svipuð og í Noregi en heilt yfir eru jaðarskattar launafólks og heildarjaðarskattar lágir og oft lægstir hér á landi. Einstæðir foreldrar á lágum launum hafa lægri skattbyrði hér að því er fram kemur í skýrslunni en þeir búa ekki við tekjuskerðingu barnabóta og há skattleysismörk hér á landi vega þungt í því sambandi. Skýrslu sérfræðingahópsins í heild sinni má finna hér.
Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent