Tilbúnir matarpakkar sendir frítt heim að dyrum Einn og tveir og elda kynnir 26. febrúar 2019 08:45 Hægt er að velja um ljúffenga og einfalda rétti hjá Einn, tveir og elda og fá senda heim að dyrum. Einn, tveir og elda Hvað á að hafa á í matinn? Þessi spurning eltir okkur hvern einasta dag, allan ársins hring og veldur oft miklu hugarangri og stressi á heimilum. Einn, tveir og elda er með lausnina, heimsenda matarpakka með hollum og fljótlegum réttum. Í hverri sendingu er nákvæmlega mælt hráefni í þrjá ákveðna rétti, uppskriftir að réttunum og myndskreyttar leiðbeiningar. „Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytt úrval í hverri viku og flesta réttina tekur um og innan við 30 mínútur að útbúa. Hjá okkur er enginn sendingarkostnaður, við keyrum pakkann frítt heim að dyrum og afhendum á öllu höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri og í Reykjanesbæ,“ útskýrir Jenný Sif Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Einn, tveir og elda. Jenný Sif Ólafsdóttir, verkefnastjóri Einn, tveir og elda. VilhelmHún segir æ fleiri nýta sér þennan möguleika til að auðvelda daglegt líf en ekki síður til þess að fá hollustu og fjölbreytileika í matarvenjurnar á heimilinu. „Það eru ekki allir færir í því að elda og öll könnumst við að elda það sama aftur og aftur. Fólk brýtur upp matseðilinn með því að panta hjá okkur viku og viku og margir eru í fastri áskrift og fá sendingar í hverri einustu viku. Ef fólk er ekki heima þegar við komum skiljum við pakkann eftir við útidyrnar, en í öllum kössunum eru kælimottur svo hráefnið helst ferskt,“ segir Jenný.Lágkolvetna, vegan og klassískir réttir„Við bjóðum upp á þrenns konar pakka; Lágkolvetna pakka, Vegan pakka og Klassískan pakka. Í hverjum pakka eru þrír réttir en í klassíska pakkanum er hægt að velja úr sex réttum. Klassíski pakkinn er mjög vinsæll hjá fjölskyldufólki, enda gott að geta sest niður með krökkunum og valið úr þegar erfitt er að gera öllum til hæfis. Þá er Lágkolvetna pakkinn afar vinsæll núna en margar uppskriftanna í lágkolvetna pakkanum ganga einnig upp í Keto lífsstílnum. Búið er prófa alla réttina af matreiðslumanni og reikna út næringargildi þeirra og þá fylgja einnig ýtarlegar innihaldslýsingar. Leiðbeiningarnar eru einfaldar og myndskreyttar skref fyrir skref svo krakkarnir geta jafnvel séð um eldamennskuna.“Hvernig virkar þetta?„Fólk fer einfaldlega inn á heimasíðuna, stofnar aðgang og skráir inn heimilisfang og auka upplýsingar ef senda á pakkann eitthvert annað, til dæmis ef fólk vill fá sendinguna til sín í vinnuna. Á síðunni skoðar fólk matseðla vikunnar, velur pakka og fyrir hversu marga það ætlar að panta. Pantanir þurfa að berast fyrir klukkan 13 á fimmtudegi fyrir næstu viku. Það er einfaldlega svo við höfum tíma til að panta hráefnið frá okkar birgjum og tryggja ferskleika.“Hagkvæmara og minni matarsóunJenný segir fyrirkomulagið að fá nákvæmlega samsetta pakka og uppskriftir stuðla að betri nýtingu á hráefni. Þá fækki ferðunum sem fólk fer í búðina en það er kunnuglegt stef að hendast sársvöng í búð eftir vinnu og enda með fulla körfu af allskonar óþarfa. „Við teljum þetta minnka matarsóun á heimilum. Allt er mælt í hárrétta skammta svo allt nýtist. Við þekkjum það að þurfa að kaupa heilt búnt af spínati í einhvern rétt sem við ætlum að elda og gleyma svo restinni í ísskápnum svo hún skemmist. Þá reynum við einnig að vera sem umhverfisvænust og lágmarka plast og magn umbúða. Bílstjórarnir geta tekið umbúðirnar frá fyrri sendingum til baka þegar þeir koma með nýja og við sjáum um að koma öllu í endurvinnslu.“Matseldin verður að gæðastundEinn, tveir og elda hóf starfsemi fyrir rúmu ári og segir Jenný viðtökurnar hafa verið frábærar. Þægindin og hagræðið sem þessu fylgi hafa mikið að segja fyrir upptekið fólk. Þá verði matseldin einnig skemmtilegri. „Við fáum að heyra frá viðskiptavinum okkar að krakkarnir vilji taka þátt í eldamennskunni því leiðbeiningarnar eru svo skemmtilegar. Þannig verður til skemmtileg samverustund og í stað þess að ergja sig á því að hvað á að hafa í matinn og þurfa að elda, hlakkar fólk til að græja kvöldmatinn með krökkunum og prófa það sem kemur upp úr kassanum,“ segir Jenný.Dæmi um uppskrift að hollum rétti úr smiðju Einn, tveir og elda:Keto kjúklingasalat með stökku beikoniÚrbeinuð kjúklingalæri 400 gr Beikon 4 sneiðar Avókadó 1 stk Rauðlaukur ½ stk Salatblanda 200 gr Majónes 60 gr sýrður rjómi 60 gr Rifinn parmesan ostur 20 gr Salt, pipar og ólífuolíaAðferð:Hitið ólífuolíu á pönnu og skerið kjúkling í litla bita. Steikið kjúklinginn í um það bil 5 mínútur og kryddið með salti og pipar.Skerið beikonið í litla bita og bætið því útá pönnuna, steikið með kjúklingnum þar til orðið stökkt.Blandið saman sýrðum rjóma, majónesi, parmesan og ½ tsk af salti og pipar. Saxið niður rauðlauk.Skolið salatið og skerið avókadóið í sundur langsum, fjarlægjið steininn og hýðið og skerið í litla teninga.Setjið salat í fallega skál og dreifið kjúkling og beikoni, rauðlauk, avókadó og sesardressingu yfir. Njótið vel! Sjá nánar á www.einntveir.isÞessi kynning er unnin í samstarfi við Einn, tveir og elda. Matur Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sjá meira
Hvað á að hafa á í matinn? Þessi spurning eltir okkur hvern einasta dag, allan ársins hring og veldur oft miklu hugarangri og stressi á heimilum. Einn, tveir og elda er með lausnina, heimsenda matarpakka með hollum og fljótlegum réttum. Í hverri sendingu er nákvæmlega mælt hráefni í þrjá ákveðna rétti, uppskriftir að réttunum og myndskreyttar leiðbeiningar. „Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytt úrval í hverri viku og flesta réttina tekur um og innan við 30 mínútur að útbúa. Hjá okkur er enginn sendingarkostnaður, við keyrum pakkann frítt heim að dyrum og afhendum á öllu höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri og í Reykjanesbæ,“ útskýrir Jenný Sif Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Einn, tveir og elda. Jenný Sif Ólafsdóttir, verkefnastjóri Einn, tveir og elda. VilhelmHún segir æ fleiri nýta sér þennan möguleika til að auðvelda daglegt líf en ekki síður til þess að fá hollustu og fjölbreytileika í matarvenjurnar á heimilinu. „Það eru ekki allir færir í því að elda og öll könnumst við að elda það sama aftur og aftur. Fólk brýtur upp matseðilinn með því að panta hjá okkur viku og viku og margir eru í fastri áskrift og fá sendingar í hverri einustu viku. Ef fólk er ekki heima þegar við komum skiljum við pakkann eftir við útidyrnar, en í öllum kössunum eru kælimottur svo hráefnið helst ferskt,“ segir Jenný.Lágkolvetna, vegan og klassískir réttir„Við bjóðum upp á þrenns konar pakka; Lágkolvetna pakka, Vegan pakka og Klassískan pakka. Í hverjum pakka eru þrír réttir en í klassíska pakkanum er hægt að velja úr sex réttum. Klassíski pakkinn er mjög vinsæll hjá fjölskyldufólki, enda gott að geta sest niður með krökkunum og valið úr þegar erfitt er að gera öllum til hæfis. Þá er Lágkolvetna pakkinn afar vinsæll núna en margar uppskriftanna í lágkolvetna pakkanum ganga einnig upp í Keto lífsstílnum. Búið er prófa alla réttina af matreiðslumanni og reikna út næringargildi þeirra og þá fylgja einnig ýtarlegar innihaldslýsingar. Leiðbeiningarnar eru einfaldar og myndskreyttar skref fyrir skref svo krakkarnir geta jafnvel séð um eldamennskuna.“Hvernig virkar þetta?„Fólk fer einfaldlega inn á heimasíðuna, stofnar aðgang og skráir inn heimilisfang og auka upplýsingar ef senda á pakkann eitthvert annað, til dæmis ef fólk vill fá sendinguna til sín í vinnuna. Á síðunni skoðar fólk matseðla vikunnar, velur pakka og fyrir hversu marga það ætlar að panta. Pantanir þurfa að berast fyrir klukkan 13 á fimmtudegi fyrir næstu viku. Það er einfaldlega svo við höfum tíma til að panta hráefnið frá okkar birgjum og tryggja ferskleika.“Hagkvæmara og minni matarsóunJenný segir fyrirkomulagið að fá nákvæmlega samsetta pakka og uppskriftir stuðla að betri nýtingu á hráefni. Þá fækki ferðunum sem fólk fer í búðina en það er kunnuglegt stef að hendast sársvöng í búð eftir vinnu og enda með fulla körfu af allskonar óþarfa. „Við teljum þetta minnka matarsóun á heimilum. Allt er mælt í hárrétta skammta svo allt nýtist. Við þekkjum það að þurfa að kaupa heilt búnt af spínati í einhvern rétt sem við ætlum að elda og gleyma svo restinni í ísskápnum svo hún skemmist. Þá reynum við einnig að vera sem umhverfisvænust og lágmarka plast og magn umbúða. Bílstjórarnir geta tekið umbúðirnar frá fyrri sendingum til baka þegar þeir koma með nýja og við sjáum um að koma öllu í endurvinnslu.“Matseldin verður að gæðastundEinn, tveir og elda hóf starfsemi fyrir rúmu ári og segir Jenný viðtökurnar hafa verið frábærar. Þægindin og hagræðið sem þessu fylgi hafa mikið að segja fyrir upptekið fólk. Þá verði matseldin einnig skemmtilegri. „Við fáum að heyra frá viðskiptavinum okkar að krakkarnir vilji taka þátt í eldamennskunni því leiðbeiningarnar eru svo skemmtilegar. Þannig verður til skemmtileg samverustund og í stað þess að ergja sig á því að hvað á að hafa í matinn og þurfa að elda, hlakkar fólk til að græja kvöldmatinn með krökkunum og prófa það sem kemur upp úr kassanum,“ segir Jenný.Dæmi um uppskrift að hollum rétti úr smiðju Einn, tveir og elda:Keto kjúklingasalat með stökku beikoniÚrbeinuð kjúklingalæri 400 gr Beikon 4 sneiðar Avókadó 1 stk Rauðlaukur ½ stk Salatblanda 200 gr Majónes 60 gr sýrður rjómi 60 gr Rifinn parmesan ostur 20 gr Salt, pipar og ólífuolíaAðferð:Hitið ólífuolíu á pönnu og skerið kjúkling í litla bita. Steikið kjúklinginn í um það bil 5 mínútur og kryddið með salti og pipar.Skerið beikonið í litla bita og bætið því útá pönnuna, steikið með kjúklingnum þar til orðið stökkt.Blandið saman sýrðum rjóma, majónesi, parmesan og ½ tsk af salti og pipar. Saxið niður rauðlauk.Skolið salatið og skerið avókadóið í sundur langsum, fjarlægjið steininn og hýðið og skerið í litla teninga.Setjið salat í fallega skál og dreifið kjúkling og beikoni, rauðlauk, avókadó og sesardressingu yfir. Njótið vel! Sjá nánar á www.einntveir.isÞessi kynning er unnin í samstarfi við Einn, tveir og elda.
Matur Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sjá meira