Hviður allt að 50 metrum á sekúndu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2019 07:30 Vindaspáin í fyrramálið er ekki beint góð. veðurstofa íslands Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. Þannig mun gul viðvörun taka gildi á Suðurlandi klukkan átta í kvöld og er hún í gildi til miðnættis að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Spáð er austan stormi, 18 til 23 metrum á sekúndu, en hviður gæti náð 35 metrum á sekúndu undir Eyjafjöllum. Það gæti því verið varasamt að vera á ferð á þessum slóðum, ekki síst á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Á morgun er síðan gul viðvörun í gildi á Austurlandi að Glettingi, á Austfjörðum og á Suðausturlandi þar sem varað er við suðvestan roki með líkum á foktjóni og hættulegum akstursskilyrðum. Mismunandi er hvenær viðvörunin tekur gildi og hversu lengi hún varir en í öllum þessum landshlutum er spáð suðvestan stormi eða roki, 18 til 25 metrum á sekúndu. Líklega mun hann slá í ofsaveður með 25 til 30 metrum á sekúndu auk þess sem því er spáð að hviður nái yfir 50 metrum á sekúndu á stöku stað. Rétt er að geta þess að ennþá er smá óvissa varðand það hve kröpp lægðin verður og hvernig braut hennar mun liggja. Viðvaranir á vef Veðurstofunnar verða því uppfærðar eftir því sem nýjar upplýsingar berast og ætti fólk að fylgjast vel með.Veðurhorfur á landinu:Suðaustan 10-18 í dag, en hægari um landið A-vert. Rigning um tíma V-lands, annars úrkomulítið. Hiti 2 til 10 stig. Gengur í austan og suðaustan hvassviðri eða storm með rigningu í kvöld. Snýst í suðvestan 23-30 seint í nótt og fyrramálið, en mun hægari á Vestfjörðum. Fer að lægja síðdegis V-til og um kvöldið A-lands. Skúrir eða él og kólnandi veður.Á þriðjudag:Suðvestan 20-28 og rigning eða slydda, en talsvert hægari NV-til á landinu. Hiti 1 til 8 stig. Minnkandi vestanátt um kvöldið.Á miðvikudag:Hæg sunnanátt, skýjað og dálítil væta SV- og V-lands, annars þurrt og bjart veður. Hiti 1 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum á N- og A-landi.Á fimmtudag:Suðaustan 5-10, en austan 10-15 við S-ströndina. Dálítil rigning, en þurrt norðan heiða. Hiti breytist lítið.Á föstudag:Allhvöss suðaustanátt og rigning, einkum S-lands og á Austfjörðum. Hiti 3 til 8 stig. Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. Þannig mun gul viðvörun taka gildi á Suðurlandi klukkan átta í kvöld og er hún í gildi til miðnættis að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Spáð er austan stormi, 18 til 23 metrum á sekúndu, en hviður gæti náð 35 metrum á sekúndu undir Eyjafjöllum. Það gæti því verið varasamt að vera á ferð á þessum slóðum, ekki síst á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Á morgun er síðan gul viðvörun í gildi á Austurlandi að Glettingi, á Austfjörðum og á Suðausturlandi þar sem varað er við suðvestan roki með líkum á foktjóni og hættulegum akstursskilyrðum. Mismunandi er hvenær viðvörunin tekur gildi og hversu lengi hún varir en í öllum þessum landshlutum er spáð suðvestan stormi eða roki, 18 til 25 metrum á sekúndu. Líklega mun hann slá í ofsaveður með 25 til 30 metrum á sekúndu auk þess sem því er spáð að hviður nái yfir 50 metrum á sekúndu á stöku stað. Rétt er að geta þess að ennþá er smá óvissa varðand það hve kröpp lægðin verður og hvernig braut hennar mun liggja. Viðvaranir á vef Veðurstofunnar verða því uppfærðar eftir því sem nýjar upplýsingar berast og ætti fólk að fylgjast vel með.Veðurhorfur á landinu:Suðaustan 10-18 í dag, en hægari um landið A-vert. Rigning um tíma V-lands, annars úrkomulítið. Hiti 2 til 10 stig. Gengur í austan og suðaustan hvassviðri eða storm með rigningu í kvöld. Snýst í suðvestan 23-30 seint í nótt og fyrramálið, en mun hægari á Vestfjörðum. Fer að lægja síðdegis V-til og um kvöldið A-lands. Skúrir eða él og kólnandi veður.Á þriðjudag:Suðvestan 20-28 og rigning eða slydda, en talsvert hægari NV-til á landinu. Hiti 1 til 8 stig. Minnkandi vestanátt um kvöldið.Á miðvikudag:Hæg sunnanátt, skýjað og dálítil væta SV- og V-lands, annars þurrt og bjart veður. Hiti 1 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum á N- og A-landi.Á fimmtudag:Suðaustan 5-10, en austan 10-15 við S-ströndina. Dálítil rigning, en þurrt norðan heiða. Hiti breytist lítið.Á föstudag:Allhvöss suðaustanátt og rigning, einkum S-lands og á Austfjörðum. Hiti 3 til 8 stig.
Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira