Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. febrúar 2019 20:00 Fjármálaráðherra segir dapurt að niðurstaðan eftir margra mánaða kjaraviðræður sé nánast engin. Formaður VR svarar þeim ummælum og segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögunum að kenna. Hann boðar sameiginlega aðgerðaráætlun félaganna, en fari allt á versta veg gætu allsherjarverkföll hafist um mánaðarmótin mars-apríl. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ræddi um stöðuna á vinnumarkaði í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar sagðist hann gáttaður yfir viðræðum. „Vandamálið er að þeir sem eiga að semja eru, eftir margra mánaða viðræður, ekki einu sinni sammála um það sem þeir voru að tala um. Það er vandamálið. Maður hefur þessa óþægilegu tilfinningu að það sé sjálfstætt markmið að fara í átök. Hvaða aðrar ályktanir á maður að draga þegar niðurstaðan eftir margra mánaða viðræður er nánast engin,“ sagði Bjarni Benediktsson í þættinum Sprengisandi í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. „Hins vegar hefur það kannski meira staðið í okkar viðsemjendum að vilja fara með viðræður út og suður eða rangtúlka þær með eins miklum hætti og hugsast getur,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. „Ég kalla þetta bara vonbrigði og við hefðum gjarnan viljað tala okkur nær hvort öðru heldur en við erum í dag. Það er greinilegt að það ber verulega á milli. Í mínum huga skiptir engu máli hvort við erum að tala um 40 eða 90 prósenta hækkun. Það er bara eitthvað sem atvinnulífið ræður ekki við,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.Eyjólfur Árni Rafnsson er formaður Samtaka atvinnulífsinsMynd/baldurÞá hafði fjármálaráðherra þau ummæli uppi að tilfinningin væri sú að það hafi verið sjálfstætt markmið frá upphafi að til átaka kæmi. „Ég vísa því algjörlega á bug. Það hefur alltaf verið markmið okkar frá upphafi að ná kjarasamningum. Góðum kjarasamningum,“ sagði Ragnar Þór. Ragnar segir að lokatilboð þeirra viðsemjenda vera kaupmáttarrýrnun sem félögin sætti sig ekki við. „Þá hljóta allir að sjá að þessi pattstaða er ekki okkur að kenna. Við höfum sýnt viðleitnina en viðsemjendur okkar ekki,“ sagði Ragnar Þór.Hvað með verkfallsaðgerðir? „Við höfum fundað alla helgina og skipulagt aðgerðaráætlun. Það mun beinast gegn stórum fyrirtækjum í ferðaþjónustunni,“ sagði Ragnar Þór. Aðgerðaráætlunin verður kynnt á föstudaginn og þá munu kosningar hefjast meðal þeirra félagsmanna sem aðgerðirnar ná yfir. Ragnar vildi ekki fara nánar út í aðgerðirnar, en fari allt á versta veg gæti allsherjarverkfall hafist mánaðarmótin mars/apríl. Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02 „Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. 24. febrúar 2019 12:45 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Fjármálaráðherra segir dapurt að niðurstaðan eftir margra mánaða kjaraviðræður sé nánast engin. Formaður VR svarar þeim ummælum og segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögunum að kenna. Hann boðar sameiginlega aðgerðaráætlun félaganna, en fari allt á versta veg gætu allsherjarverkföll hafist um mánaðarmótin mars-apríl. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ræddi um stöðuna á vinnumarkaði í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar sagðist hann gáttaður yfir viðræðum. „Vandamálið er að þeir sem eiga að semja eru, eftir margra mánaða viðræður, ekki einu sinni sammála um það sem þeir voru að tala um. Það er vandamálið. Maður hefur þessa óþægilegu tilfinningu að það sé sjálfstætt markmið að fara í átök. Hvaða aðrar ályktanir á maður að draga þegar niðurstaðan eftir margra mánaða viðræður er nánast engin,“ sagði Bjarni Benediktsson í þættinum Sprengisandi í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. „Hins vegar hefur það kannski meira staðið í okkar viðsemjendum að vilja fara með viðræður út og suður eða rangtúlka þær með eins miklum hætti og hugsast getur,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. „Ég kalla þetta bara vonbrigði og við hefðum gjarnan viljað tala okkur nær hvort öðru heldur en við erum í dag. Það er greinilegt að það ber verulega á milli. Í mínum huga skiptir engu máli hvort við erum að tala um 40 eða 90 prósenta hækkun. Það er bara eitthvað sem atvinnulífið ræður ekki við,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.Eyjólfur Árni Rafnsson er formaður Samtaka atvinnulífsinsMynd/baldurÞá hafði fjármálaráðherra þau ummæli uppi að tilfinningin væri sú að það hafi verið sjálfstætt markmið frá upphafi að til átaka kæmi. „Ég vísa því algjörlega á bug. Það hefur alltaf verið markmið okkar frá upphafi að ná kjarasamningum. Góðum kjarasamningum,“ sagði Ragnar Þór. Ragnar segir að lokatilboð þeirra viðsemjenda vera kaupmáttarrýrnun sem félögin sætti sig ekki við. „Þá hljóta allir að sjá að þessi pattstaða er ekki okkur að kenna. Við höfum sýnt viðleitnina en viðsemjendur okkar ekki,“ sagði Ragnar Þór.Hvað með verkfallsaðgerðir? „Við höfum fundað alla helgina og skipulagt aðgerðaráætlun. Það mun beinast gegn stórum fyrirtækjum í ferðaþjónustunni,“ sagði Ragnar Þór. Aðgerðaráætlunin verður kynnt á föstudaginn og þá munu kosningar hefjast meðal þeirra félagsmanna sem aðgerðirnar ná yfir. Ragnar vildi ekki fara nánar út í aðgerðirnar, en fari allt á versta veg gæti allsherjarverkfall hafist mánaðarmótin mars/apríl.
Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02 „Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. 24. febrúar 2019 12:45 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02
„Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. 24. febrúar 2019 12:45
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent