Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. febrúar 2019 20:00 Fjármálaráðherra segir dapurt að niðurstaðan eftir margra mánaða kjaraviðræður sé nánast engin. Formaður VR svarar þeim ummælum og segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögunum að kenna. Hann boðar sameiginlega aðgerðaráætlun félaganna, en fari allt á versta veg gætu allsherjarverkföll hafist um mánaðarmótin mars-apríl. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ræddi um stöðuna á vinnumarkaði í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar sagðist hann gáttaður yfir viðræðum. „Vandamálið er að þeir sem eiga að semja eru, eftir margra mánaða viðræður, ekki einu sinni sammála um það sem þeir voru að tala um. Það er vandamálið. Maður hefur þessa óþægilegu tilfinningu að það sé sjálfstætt markmið að fara í átök. Hvaða aðrar ályktanir á maður að draga þegar niðurstaðan eftir margra mánaða viðræður er nánast engin,“ sagði Bjarni Benediktsson í þættinum Sprengisandi í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. „Hins vegar hefur það kannski meira staðið í okkar viðsemjendum að vilja fara með viðræður út og suður eða rangtúlka þær með eins miklum hætti og hugsast getur,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. „Ég kalla þetta bara vonbrigði og við hefðum gjarnan viljað tala okkur nær hvort öðru heldur en við erum í dag. Það er greinilegt að það ber verulega á milli. Í mínum huga skiptir engu máli hvort við erum að tala um 40 eða 90 prósenta hækkun. Það er bara eitthvað sem atvinnulífið ræður ekki við,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.Eyjólfur Árni Rafnsson er formaður Samtaka atvinnulífsinsMynd/baldurÞá hafði fjármálaráðherra þau ummæli uppi að tilfinningin væri sú að það hafi verið sjálfstætt markmið frá upphafi að til átaka kæmi. „Ég vísa því algjörlega á bug. Það hefur alltaf verið markmið okkar frá upphafi að ná kjarasamningum. Góðum kjarasamningum,“ sagði Ragnar Þór. Ragnar segir að lokatilboð þeirra viðsemjenda vera kaupmáttarrýrnun sem félögin sætti sig ekki við. „Þá hljóta allir að sjá að þessi pattstaða er ekki okkur að kenna. Við höfum sýnt viðleitnina en viðsemjendur okkar ekki,“ sagði Ragnar Þór.Hvað með verkfallsaðgerðir? „Við höfum fundað alla helgina og skipulagt aðgerðaráætlun. Það mun beinast gegn stórum fyrirtækjum í ferðaþjónustunni,“ sagði Ragnar Þór. Aðgerðaráætlunin verður kynnt á föstudaginn og þá munu kosningar hefjast meðal þeirra félagsmanna sem aðgerðirnar ná yfir. Ragnar vildi ekki fara nánar út í aðgerðirnar, en fari allt á versta veg gæti allsherjarverkfall hafist mánaðarmótin mars/apríl. Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02 „Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. 24. febrúar 2019 12:45 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Ríkið greiðir húsaleigu fyrir ónothæft meðferðaheimili Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Sjá meira
Fjármálaráðherra segir dapurt að niðurstaðan eftir margra mánaða kjaraviðræður sé nánast engin. Formaður VR svarar þeim ummælum og segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögunum að kenna. Hann boðar sameiginlega aðgerðaráætlun félaganna, en fari allt á versta veg gætu allsherjarverkföll hafist um mánaðarmótin mars-apríl. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ræddi um stöðuna á vinnumarkaði í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar sagðist hann gáttaður yfir viðræðum. „Vandamálið er að þeir sem eiga að semja eru, eftir margra mánaða viðræður, ekki einu sinni sammála um það sem þeir voru að tala um. Það er vandamálið. Maður hefur þessa óþægilegu tilfinningu að það sé sjálfstætt markmið að fara í átök. Hvaða aðrar ályktanir á maður að draga þegar niðurstaðan eftir margra mánaða viðræður er nánast engin,“ sagði Bjarni Benediktsson í þættinum Sprengisandi í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. „Hins vegar hefur það kannski meira staðið í okkar viðsemjendum að vilja fara með viðræður út og suður eða rangtúlka þær með eins miklum hætti og hugsast getur,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. „Ég kalla þetta bara vonbrigði og við hefðum gjarnan viljað tala okkur nær hvort öðru heldur en við erum í dag. Það er greinilegt að það ber verulega á milli. Í mínum huga skiptir engu máli hvort við erum að tala um 40 eða 90 prósenta hækkun. Það er bara eitthvað sem atvinnulífið ræður ekki við,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.Eyjólfur Árni Rafnsson er formaður Samtaka atvinnulífsinsMynd/baldurÞá hafði fjármálaráðherra þau ummæli uppi að tilfinningin væri sú að það hafi verið sjálfstætt markmið frá upphafi að til átaka kæmi. „Ég vísa því algjörlega á bug. Það hefur alltaf verið markmið okkar frá upphafi að ná kjarasamningum. Góðum kjarasamningum,“ sagði Ragnar Þór. Ragnar segir að lokatilboð þeirra viðsemjenda vera kaupmáttarrýrnun sem félögin sætti sig ekki við. „Þá hljóta allir að sjá að þessi pattstaða er ekki okkur að kenna. Við höfum sýnt viðleitnina en viðsemjendur okkar ekki,“ sagði Ragnar Þór.Hvað með verkfallsaðgerðir? „Við höfum fundað alla helgina og skipulagt aðgerðaráætlun. Það mun beinast gegn stórum fyrirtækjum í ferðaþjónustunni,“ sagði Ragnar Þór. Aðgerðaráætlunin verður kynnt á föstudaginn og þá munu kosningar hefjast meðal þeirra félagsmanna sem aðgerðirnar ná yfir. Ragnar vildi ekki fara nánar út í aðgerðirnar, en fari allt á versta veg gæti allsherjarverkfall hafist mánaðarmótin mars/apríl.
Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02 „Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. 24. febrúar 2019 12:45 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Ríkið greiðir húsaleigu fyrir ónothæft meðferðaheimili Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Sjá meira
Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02
„Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. 24. febrúar 2019 12:45