Golf

Dustin Johnson í toppmálum fyrir lokahringinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Dustin Johnson
Dustin Johnson vísir/getty
Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson er í góðum málum fyrir lokahringinn á heimsmótinu sem fram fer í Mexíkó um helgina en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni í golfi.

Johnson lék á fimm höggum undir pari og er því á samtals 16 höggum undir pari fyrir lokahringinn. Næstur á eftir honum er Norður-Írinn Rory McIlroy á samtals 12 höggum undir pari.

Skærasta stjarna sögunnar í golfinu, Tiger Woods, er á meðal þátttakenda en hann er í 9.sæti á samtals sex höggum undir pari.

Sýnt verður beint frá lokahringnum á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 17:00.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×