Razzie-verðlaunin: Trump og McCarthy valin verstu leikarar ársins Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 19:17 Melissa McCarthy og Donald Trump. Mynd/Samsett Donald Trump Bandaríkjaforseti var valinn versti leikari ársins á Razzie-verðlaunahátíðinni í dag. Þá var Óskarsverðlaunaleikkonan Melissa McCarthy valin versta leikkonan og kvikmyndin Holmes & Watson valin sú versta í sínum flokki. Allt það versta á kvikmyndaárinu er heiðrað á Razzie-hátíðinni sem haldin er ár hvert. Áðurnefnd Holmes & Watson, sem skartar Will Ferrell og John C. Reily í aðalhlutverkum, hlaut flest verðlaunin eða fern. Þá hlaut Trump verðlaunin fyrir „leik“ sinn í kvikmyndunum Death of a Nation og Farenheit 11/9 en hann kom fram í myndunum sem hann sjálfur. Melissa McCarthy var valin versta leikkona ársins fyrir kvikmyndirnar The Happytime Murders og Life of the Party. McCarthy hlaut þó einnig svokölluð „redeemer“-verðlaun, sem veitt eru þeim sem bætir fyrir laka frammistöðu sína, fyrir leik sinn í kvikmyndinni Can You Ever Forgive Me? en hún er einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt. Razzie-verðlaunahátíðin er iðulega haldin daginn fyrir Óskarsverðlaunahátíðina, sem fer einmitt fram í Los Angeles annað kvöld. Bíó og sjónvarp Razzie Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti var valinn versti leikari ársins á Razzie-verðlaunahátíðinni í dag. Þá var Óskarsverðlaunaleikkonan Melissa McCarthy valin versta leikkonan og kvikmyndin Holmes & Watson valin sú versta í sínum flokki. Allt það versta á kvikmyndaárinu er heiðrað á Razzie-hátíðinni sem haldin er ár hvert. Áðurnefnd Holmes & Watson, sem skartar Will Ferrell og John C. Reily í aðalhlutverkum, hlaut flest verðlaunin eða fern. Þá hlaut Trump verðlaunin fyrir „leik“ sinn í kvikmyndunum Death of a Nation og Farenheit 11/9 en hann kom fram í myndunum sem hann sjálfur. Melissa McCarthy var valin versta leikkona ársins fyrir kvikmyndirnar The Happytime Murders og Life of the Party. McCarthy hlaut þó einnig svokölluð „redeemer“-verðlaun, sem veitt eru þeim sem bætir fyrir laka frammistöðu sína, fyrir leik sinn í kvikmyndinni Can You Ever Forgive Me? en hún er einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt. Razzie-verðlaunahátíðin er iðulega haldin daginn fyrir Óskarsverðlaunahátíðina, sem fer einmitt fram í Los Angeles annað kvöld.
Bíó og sjónvarp Razzie Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein