Hugnast ekki skattalækkanir á launaháa bankastjóra og kjörna fulltrúa Birgir Olgeirsson skrifar 22. febrúar 2019 12:48 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm „Mikil er ábyrgð þeirra sem hafa leyft misréttinu að aukast síðustu ár og áratugi þannig að hagsældin í okkar ríka landi hefur ekki skilað sér til allra. Þeirra er ábyrgðin á því að nú stefnir í hörðustu átök á vinnumarkaði í áratugi,“ skrifar Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í föstudagspistli sem hún birtir á vef sambandsins. Þar segir hún þernur á hóteli vinna erfiðasta starf sem hægt er að finna og lágmarkslaunin hjá þeim séu 300 þúsund krónur eftir sex mánuði í starfi. „Eftir skatt fær viðkomandi 236.000 krónur í vasann sem dugir ekki fyrir leigu á þriggja herbergja íbúð. Á mánudaginn hefst atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun hótelþerna, sem ráðgert er að hefjist á baráttudegi kvenna 8. mars, til að knýja á um mannsæmandi laun,“ segir Drífa. Hún segir að það sé vissulega rétt að deilurnar séu á milli vinnandi fólks og atvinnurekenda. „Hins vegar er ekki hægt að horfa fram hjá því að stjórnvöld hafa tækið í höndunum til að jafna kjör og tryggja velferð. Að skattkerfið hafi fengið að þróast með þeim hætti að hinir ríkari fái skattalækkanir á meðan skattbyrðin eykst hjá hinum tekjulægstu er uppskriftin að deilum á vinnumarkaði. Það var því ekkert nema eðlilegt að verkalýðshreyfingin gæfi stjórnvöldum tækifæri til að afstýra átökum með því að laga skattkerfið,“ segir Drífa. Þegar hún rekur ástæður þessar deilna nefnir hún skattalækkun á alla. „Þar með talið bankastjórana sem hafa fengið ríflegar launahækkanir undanfarið, svo ekki sé minnst á kjörnu fulltrúana sem kjararáð hefur verið svo rausnarlegt við. Skattalækkunin nemur svo tæplega sjö þúsund krónum sem eiga að koma til framkvæmda einhvern tímann á næstu þremur árum. Þetta voru mikil vonbrigði. Réttlætiskenndinni er greinilega ekki fyrir að fara við ríkisstjórnarborðið. En nú er ljóst að vinnandi fólk þarf að einbeita sér að atvinnurekendum til að ná fram réttlæti og sanngirni,“ segir Drífa. Hún segir tíma sanngirni runninn upp, vinnandi fólk sé tilbúið að sækja það sem því ber, lífsgæði, velferð og réttlátt kaup fyrir sína vinnu. Kjaramál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira
„Mikil er ábyrgð þeirra sem hafa leyft misréttinu að aukast síðustu ár og áratugi þannig að hagsældin í okkar ríka landi hefur ekki skilað sér til allra. Þeirra er ábyrgðin á því að nú stefnir í hörðustu átök á vinnumarkaði í áratugi,“ skrifar Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í föstudagspistli sem hún birtir á vef sambandsins. Þar segir hún þernur á hóteli vinna erfiðasta starf sem hægt er að finna og lágmarkslaunin hjá þeim séu 300 þúsund krónur eftir sex mánuði í starfi. „Eftir skatt fær viðkomandi 236.000 krónur í vasann sem dugir ekki fyrir leigu á þriggja herbergja íbúð. Á mánudaginn hefst atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun hótelþerna, sem ráðgert er að hefjist á baráttudegi kvenna 8. mars, til að knýja á um mannsæmandi laun,“ segir Drífa. Hún segir að það sé vissulega rétt að deilurnar séu á milli vinnandi fólks og atvinnurekenda. „Hins vegar er ekki hægt að horfa fram hjá því að stjórnvöld hafa tækið í höndunum til að jafna kjör og tryggja velferð. Að skattkerfið hafi fengið að þróast með þeim hætti að hinir ríkari fái skattalækkanir á meðan skattbyrðin eykst hjá hinum tekjulægstu er uppskriftin að deilum á vinnumarkaði. Það var því ekkert nema eðlilegt að verkalýðshreyfingin gæfi stjórnvöldum tækifæri til að afstýra átökum með því að laga skattkerfið,“ segir Drífa. Þegar hún rekur ástæður þessar deilna nefnir hún skattalækkun á alla. „Þar með talið bankastjórana sem hafa fengið ríflegar launahækkanir undanfarið, svo ekki sé minnst á kjörnu fulltrúana sem kjararáð hefur verið svo rausnarlegt við. Skattalækkunin nemur svo tæplega sjö þúsund krónum sem eiga að koma til framkvæmda einhvern tímann á næstu þremur árum. Þetta voru mikil vonbrigði. Réttlætiskenndinni er greinilega ekki fyrir að fara við ríkisstjórnarborðið. En nú er ljóst að vinnandi fólk þarf að einbeita sér að atvinnurekendum til að ná fram réttlæti og sanngirni,“ segir Drífa. Hún segir tíma sanngirni runninn upp, vinnandi fólk sé tilbúið að sækja það sem því ber, lífsgæði, velferð og réttlátt kaup fyrir sína vinnu.
Kjaramál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira