Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 12:00 Gistihús og veitingastaðir í Reykjavík færu ekki varhluta af verkfalli. Vísir/vilhelm Fyrstu verkfallsaðgerðir verkalýðsfélaganna fjögurra sem slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær munu hafa áhrif á starfsemi bróðurhluta allra gisti- og veitingastaða á landinu. En hundruð starfsmanna við þrif og ræstingar munu leggja niður störf í tæpan sólahring eftir þrjár vikur verði verkfall samþykkt í atkvæðagreiðslu félagsmanna í næstu viku. Almenn rafræn og leynileg atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hluta starfsmanna Eflingar hefst klukkan tíu á mánudagsmorgun og lýkur klukkan tíu að kveldi fimmtudagsins næstkomandi. Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis; allra þrifa, hreingerninga og frágangs herbergja og annarrar gistiaðstöðu þ.m.t. á göngum, salernum og í sameiginlegu rými, á öllum hótelum og gistihúsum á því félagssvæði Eflingar sem tekur til starfa á veitinga- og gistihúsum. Þetta mun hafa áhrif á veitinga- og gistihús í Reykjavík, Kópavogi, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ og Kjósarsýslu að Botnsá, í Grímsnes- og Grafningshreppi, Hveragerði og sveitarfélagsinu Ölfusi auk Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir að ef af verkfallinu verði muni nokkur hundruð manns leggja niður störf. Þörf verði á nokkuð umfangsmikilli verkfallsvörslu. „En við reiknum hins vegar ekki með öðru en að þetta verði verkfall sem muni njóta víðtæks stuðnings. Það er okkar upplegg og hugmyndin með þessu. Þannig að verkfallsvarsla mun þá vonandi bara felast í því að greiða úr misskilningi og slíku sem getur komið upp varðandi félagsaðild fólks sem stundum getur verið eitthvað á reiki og slík atriði,” segir Viðar. Þeir sem geta tekið þátt í atkvæðagreiðslunni um verkfallið er starfsfólk á þeim kjarasamningum sem nefndir voru hér að framan og einfaldur meirihluti þeirra sem tekur þátt í atkvæðagreiðslunni ræður niðurstöðunni. Verkalýðsfélögin fjögur sem slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins boða röð verkfallsaðgerða. Viðar reiknar þó ekki með að önnur vinustöðvun en sú sem nú er fyrirhuguð hinn 8. mars geti átt sér stað fyrir þann tíma. „Nú er það þannig með verkfallsaðgerðir að það er ekki hlaupið að þeim. Þær þurfa að fara í gegnum ferli. Það þarf að vera fyrirvari frá því samninganefnd samþykkir þangað til atkvæðagreiðslu má ljúka. Svo er aftur frestur frá því verkfallsboðunin er kynnt fyrir ríkissáttasemjara og þeim sem aðgerðir beinast gegn. Þarna er annar sjö daga gluggi. Þannig að ég held að af þeirri ástæðu eingöngu sé nánast útilokað að aðgerðir geti hafist mikið fyrr.“ Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00 Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Fyrstu verkfallsaðgerðir verkalýðsfélaganna fjögurra sem slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær munu hafa áhrif á starfsemi bróðurhluta allra gisti- og veitingastaða á landinu. En hundruð starfsmanna við þrif og ræstingar munu leggja niður störf í tæpan sólahring eftir þrjár vikur verði verkfall samþykkt í atkvæðagreiðslu félagsmanna í næstu viku. Almenn rafræn og leynileg atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hluta starfsmanna Eflingar hefst klukkan tíu á mánudagsmorgun og lýkur klukkan tíu að kveldi fimmtudagsins næstkomandi. Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis; allra þrifa, hreingerninga og frágangs herbergja og annarrar gistiaðstöðu þ.m.t. á göngum, salernum og í sameiginlegu rými, á öllum hótelum og gistihúsum á því félagssvæði Eflingar sem tekur til starfa á veitinga- og gistihúsum. Þetta mun hafa áhrif á veitinga- og gistihús í Reykjavík, Kópavogi, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ og Kjósarsýslu að Botnsá, í Grímsnes- og Grafningshreppi, Hveragerði og sveitarfélagsinu Ölfusi auk Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir að ef af verkfallinu verði muni nokkur hundruð manns leggja niður störf. Þörf verði á nokkuð umfangsmikilli verkfallsvörslu. „En við reiknum hins vegar ekki með öðru en að þetta verði verkfall sem muni njóta víðtæks stuðnings. Það er okkar upplegg og hugmyndin með þessu. Þannig að verkfallsvarsla mun þá vonandi bara felast í því að greiða úr misskilningi og slíku sem getur komið upp varðandi félagsaðild fólks sem stundum getur verið eitthvað á reiki og slík atriði,” segir Viðar. Þeir sem geta tekið þátt í atkvæðagreiðslunni um verkfallið er starfsfólk á þeim kjarasamningum sem nefndir voru hér að framan og einfaldur meirihluti þeirra sem tekur þátt í atkvæðagreiðslunni ræður niðurstöðunni. Verkalýðsfélögin fjögur sem slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins boða röð verkfallsaðgerða. Viðar reiknar þó ekki með að önnur vinustöðvun en sú sem nú er fyrirhuguð hinn 8. mars geti átt sér stað fyrir þann tíma. „Nú er það þannig með verkfallsaðgerðir að það er ekki hlaupið að þeim. Þær þurfa að fara í gegnum ferli. Það þarf að vera fyrirvari frá því samninganefnd samþykkir þangað til atkvæðagreiðslu má ljúka. Svo er aftur frestur frá því verkfallsboðunin er kynnt fyrir ríkissáttasemjara og þeim sem aðgerðir beinast gegn. Þarna er annar sjö daga gluggi. Þannig að ég held að af þeirri ástæðu eingöngu sé nánast útilokað að aðgerðir geti hafist mikið fyrr.“
Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00 Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00
Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00
Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent