Friðjón og Gunnar Smári munu ræða kjaramálin við stjórnendur þáttarins en Friðjón var afdráttarlaus í skoðunum sínum í Facebook-færslu í gær. Sagðist hann telja verkalýðshreyfinguna vaða uppi með ofbeldi og svívirðingum. Það geri hún undir forystu Gunnars Smára og skósveina hans.
Sagði Friðjón að enginn hefði lagt í framboð til formanns VR af ótta við Gunnar Smára.
Viðræðum fjögurra verkalýðshreyfinga við Samtök atvinnulífsins var slitið í gær og virðast verkfallsaðgerðir handan við hornið.
Hér fyrir neðan má hlusta á upptöku af umræðunni í Harmageddon.