Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Andri Eysteinsson skrifar 21. febrúar 2019 22:56 Kristófer Oliversson segir stöðuna sem komin er upp mjög alvarlega. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur boðað til atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun. Samsett/Vilhelm/Eyþór Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu.Samninganefnd Eflingar samþykkti á fundi sínum í kvöld að láta fara fram atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar á veitinga- og gistihúsum 8. Mars næstkomandi. Vinnustöðvunin næði til allra þrifa og hreingerninga og stæði yfir frá morgni til kvölds á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. „Í sjálfu sér skiptir mestu máli hvað verður í framhaldinu en auðvitað hafa allir áhyggjur af þessu,“ sagði Kristófer í samtali við Fréttastofu. „Ég vona bara að fólk fari að snúa sér að því að semja.“Segir aðgerðirnar búhnykk fyrir skuggahagkerfið Kristófer segir enn fremur að aðgerðirnar komi sér ekki á óvart. „Það hefur legið í loftinu um nokkuð skeið að Efling hyggst beita sér gegn hótelgeiranum svo þetta kemur ekki á óvart. Það er engu að síður mjög alvarlegt að þessi staða sé komin upp,“ Kristófer segist einnig hafa viljað sjá aðgerðum beitt gegn leyfislausri starfsemi. „Það má ekki gleyma því að um helmingur framboðinna herbergja í miðborg Reykjavíkur er ýmiss konar íbúðagisting, sem er að langstærstum hluta leyfislaus. Aðgerðir gegn löglega reknum fyrirtækjum verður væntanlega búhnykkur fyrir skuggahagkerfið,“ segir Kristófer. Eins og áður segir næði vinnustöðvunin til starfsfólks sem sinnir þrifum, hreingerningu og frágangi herbergja í gistiaðstöðu á stórum hluta suðvesturhornsins, komi til stöðvunarinnar munu herbergin því ekki vera þrifin.Sendir alvarleg skilaboð út í markaðinnFramkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), Jóhannes Þór Skúlason, sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 að þar sem bókunartími fyrir háannatímann í ferðaþjónustunni standi nú yfir gætu verkfallsaðgerðir haft slæm áhrif á orðspor ferðaþjónustunnar. Kristófer segir að ekki sé hægt að fullyrða um hvort að svo verði komi til vinnustöðvunar 8.mars. „Það sem er alvarlegt í þessu er að þetta sendir þau skilaboð út í markaðinn að verkföll séu hafin á Íslandi, sem er mjög alvarlegt“, segir Kristófer. Kristófer telur að líklega sé ekki ætlun Eflingar að setja ferðaþjónustuna á hliðina með vinnustöðvuninni, frekar sé ætlunin að kanna styrkinn og liðsheildina. Kjaramál Tengdar fréttir Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59 SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58 Vonar að deiluaðilar nýti tímann vel Forsætisráðherra segir stjórnvöld til samtals um frekari aðkomu að lausn kjaradeilunnar. 21. febrúar 2019 20:08 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu.Samninganefnd Eflingar samþykkti á fundi sínum í kvöld að láta fara fram atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar á veitinga- og gistihúsum 8. Mars næstkomandi. Vinnustöðvunin næði til allra þrifa og hreingerninga og stæði yfir frá morgni til kvölds á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. „Í sjálfu sér skiptir mestu máli hvað verður í framhaldinu en auðvitað hafa allir áhyggjur af þessu,“ sagði Kristófer í samtali við Fréttastofu. „Ég vona bara að fólk fari að snúa sér að því að semja.“Segir aðgerðirnar búhnykk fyrir skuggahagkerfið Kristófer segir enn fremur að aðgerðirnar komi sér ekki á óvart. „Það hefur legið í loftinu um nokkuð skeið að Efling hyggst beita sér gegn hótelgeiranum svo þetta kemur ekki á óvart. Það er engu að síður mjög alvarlegt að þessi staða sé komin upp,“ Kristófer segist einnig hafa viljað sjá aðgerðum beitt gegn leyfislausri starfsemi. „Það má ekki gleyma því að um helmingur framboðinna herbergja í miðborg Reykjavíkur er ýmiss konar íbúðagisting, sem er að langstærstum hluta leyfislaus. Aðgerðir gegn löglega reknum fyrirtækjum verður væntanlega búhnykkur fyrir skuggahagkerfið,“ segir Kristófer. Eins og áður segir næði vinnustöðvunin til starfsfólks sem sinnir þrifum, hreingerningu og frágangi herbergja í gistiaðstöðu á stórum hluta suðvesturhornsins, komi til stöðvunarinnar munu herbergin því ekki vera þrifin.Sendir alvarleg skilaboð út í markaðinnFramkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), Jóhannes Þór Skúlason, sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 að þar sem bókunartími fyrir háannatímann í ferðaþjónustunni standi nú yfir gætu verkfallsaðgerðir haft slæm áhrif á orðspor ferðaþjónustunnar. Kristófer segir að ekki sé hægt að fullyrða um hvort að svo verði komi til vinnustöðvunar 8.mars. „Það sem er alvarlegt í þessu er að þetta sendir þau skilaboð út í markaðinn að verkföll séu hafin á Íslandi, sem er mjög alvarlegt“, segir Kristófer. Kristófer telur að líklega sé ekki ætlun Eflingar að setja ferðaþjónustuna á hliðina með vinnustöðvuninni, frekar sé ætlunin að kanna styrkinn og liðsheildina.
Kjaramál Tengdar fréttir Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59 SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58 Vonar að deiluaðilar nýti tímann vel Forsætisráðherra segir stjórnvöld til samtals um frekari aðkomu að lausn kjaradeilunnar. 21. febrúar 2019 20:08 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59
SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58
Vonar að deiluaðilar nýti tímann vel Forsætisráðherra segir stjórnvöld til samtals um frekari aðkomu að lausn kjaradeilunnar. 21. febrúar 2019 20:08