Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 17:00 Smollett gaf sig fram við lögreglu snemma í morgun og er nú í haldi. AP/Lögreglan í Chicago Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. Smollett er sagður hafa sett árásina á svið vegna þess að hann var óánægður með laun sín en hann er þekktastur fyrir leik í sjónvarpsþáttunum Empire. Árásin hefur verið nær stöðugt til umfjöllunar í fjölmiðlum vestanhafs síðustu þrjár vikur. Smollett hélt því fram að tveir einstaklingar hefðu ráðist á hann og haft uppi fordómafull ummæli sem sneru að kynþætti og kynhneigð hans, en hann er dökkur á hörund og samkynhneigður. Þá sagði Smollett árásarmennina hafa hrópað slagorð, „MAGA“ [Make America Great Again]. Sjá einnig: Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Eddie Johnson lögreglustjóri hjá lögreglunni í Chicago sagði á blaðamannafundi vegna málsins í dag að Smollett hefði misnotað sársaukann sem fylgir kynþáttafordómum, sér og starfsferli sínum til framdráttar. Lögreglustjórinn Eddie Johnson á blaðamannafundinum í dag.Vísir/AP Johnson var harðorður í garð leikarans á blaðamannafundinum og krafðist þess að hann bæði Chicago-borg afsökunar. Þá gæti athæfið haft áhrif á raunveruleg fórnarlömb hatursglæpa og fælt þau frá því að stíga fram. Smollett hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að lögreglu en hann er grunaður um að hafa greitt nígerískum bræðrum 3.500 Bandaríkjadali, eða um 400 þúsund íslenskar krónur, fyrir að ráðast á sig. Þá stóð hann sjálfur að sendingu bréfs, lituðu kynþáttafordómum, sem hann tjáði lögreglu að aðili tengdur árásinni hefði sent sér. Smollett gaf sig fram við lögreglu snemma í morgun og er nú í haldi. Gert er ráð fyrir að hann verði leiddur fyrir dómara síðar í dag. Fljótlega eftir að Smollett greindi frá árásinni vöknuðu efasemdaraddir um fullyrðingar hans, einkum vegna þess að hvorki fundust vitni að árásinni né upptökur úr öryggismyndavélum. Í gær var svo greint frá því að Smollett hefði formlega réttarstöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, grunaður um að hafa logið að lögreglu. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Empire-leikarinn með stöðu grunaðs manns Lögregla í Chicago hefur staðfest að leikarinn Jussie Smollett sé nú formlega með stöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, en hann er grunaður um að hafa logið að lögreglu. 20. febrúar 2019 23:30 Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46 Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Lögmaður Jussie Smollett segir allt tal um að leikarinn hafi tekið þátt í sviðsetningu vera lygi. 17. febrúar 2019 08:50 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. Smollett er sagður hafa sett árásina á svið vegna þess að hann var óánægður með laun sín en hann er þekktastur fyrir leik í sjónvarpsþáttunum Empire. Árásin hefur verið nær stöðugt til umfjöllunar í fjölmiðlum vestanhafs síðustu þrjár vikur. Smollett hélt því fram að tveir einstaklingar hefðu ráðist á hann og haft uppi fordómafull ummæli sem sneru að kynþætti og kynhneigð hans, en hann er dökkur á hörund og samkynhneigður. Þá sagði Smollett árásarmennina hafa hrópað slagorð, „MAGA“ [Make America Great Again]. Sjá einnig: Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Eddie Johnson lögreglustjóri hjá lögreglunni í Chicago sagði á blaðamannafundi vegna málsins í dag að Smollett hefði misnotað sársaukann sem fylgir kynþáttafordómum, sér og starfsferli sínum til framdráttar. Lögreglustjórinn Eddie Johnson á blaðamannafundinum í dag.Vísir/AP Johnson var harðorður í garð leikarans á blaðamannafundinum og krafðist þess að hann bæði Chicago-borg afsökunar. Þá gæti athæfið haft áhrif á raunveruleg fórnarlömb hatursglæpa og fælt þau frá því að stíga fram. Smollett hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að lögreglu en hann er grunaður um að hafa greitt nígerískum bræðrum 3.500 Bandaríkjadali, eða um 400 þúsund íslenskar krónur, fyrir að ráðast á sig. Þá stóð hann sjálfur að sendingu bréfs, lituðu kynþáttafordómum, sem hann tjáði lögreglu að aðili tengdur árásinni hefði sent sér. Smollett gaf sig fram við lögreglu snemma í morgun og er nú í haldi. Gert er ráð fyrir að hann verði leiddur fyrir dómara síðar í dag. Fljótlega eftir að Smollett greindi frá árásinni vöknuðu efasemdaraddir um fullyrðingar hans, einkum vegna þess að hvorki fundust vitni að árásinni né upptökur úr öryggismyndavélum. Í gær var svo greint frá því að Smollett hefði formlega réttarstöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, grunaður um að hafa logið að lögreglu.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Empire-leikarinn með stöðu grunaðs manns Lögregla í Chicago hefur staðfest að leikarinn Jussie Smollett sé nú formlega með stöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, en hann er grunaður um að hafa logið að lögreglu. 20. febrúar 2019 23:30 Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46 Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Lögmaður Jussie Smollett segir allt tal um að leikarinn hafi tekið þátt í sviðsetningu vera lygi. 17. febrúar 2019 08:50 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Empire-leikarinn með stöðu grunaðs manns Lögregla í Chicago hefur staðfest að leikarinn Jussie Smollett sé nú formlega með stöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, en hann er grunaður um að hafa logið að lögreglu. 20. febrúar 2019 23:30
Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46
Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Lögmaður Jussie Smollett segir allt tal um að leikarinn hafi tekið þátt í sviðsetningu vera lygi. 17. febrúar 2019 08:50