Búið að slíta viðræðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 14:39 Frá fundinum sem hófst klukkan 14 og stóð yfir í um hálftíma. vísir/sigurjón Búið er að slíta kjaraviðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Fundur deiluaðila hófst klukkan 14 í dag og stóð því yfir í um hálftíma. Eftir að fundi deiluaðila lauk funduðu þeir áfram í sitthvoru lagi í húsakynnum sáttasemjara. Fastlega má búast við því að félögin hefji nú undirbúning atkvæðagreiðslna um boðun verkfalla en það tekur um hálfan mánuð að undirbúa verkföll eins og fjallað var um í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Félögin fjögur sem vísað höfðu kjaradeilunni til sáttasemjara hafa undanfarna daga lýst yfir miklum vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar í skattamálum sem kynntar voru í byrjun vikunnar og var ætlað að liðka fyrir kjaraviðræðum. Hér má sjá viðtal við Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, í kjölfar viðræðuslitanna.Klippa: Halldór Benjamín um viðræðuslit Hér má sjá viðtal við Sólveigu Önnu og Ragnar Þór í kjölfar viðræðuslitanna.Klippa: Sólveig Anna og Ragnar Þór um viðræðuslit Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsingu Eflingar sem birt var á vef félagsins eftir að viðræðum var slitið: Í dag var viðræðum Eflingar og samflotsfélaga við SA slitið hjá Ríkissáttasemjara. Þar með hefur félagið fengið heimild til að hefja verkfallsaðgerðir.Verkafólk á Íslandi hefur of lengi þurft að þola láglaunastefnu og stjórnlausan ójöfnuð. Verkafólk hefur skapað góðæri síðustu ára með vinnu sinni. Atvinnurekendur hafa þó neitað að ganga að sanngjörnum kröfum Eflingar og samflotsfélaga. Verkfall er þaulreynd og lögvarin aðferð stéttarfélaga til að jafna hlut vinnandi fólks gagnvart atvinnurekendum.Mikilvægt er að félagsmenn séu upplýstir um eftirfarandi atriði varðandi verkföll:• Allar verkfallsaðgerðir þarf að samþykkja í kosningu meðal þeirra félagsmanna sem verkfall tekur til. Félagið mun senda allar nauðsynlegar upplýsingar til félagsmanna varðandi verkfallskosningu með eins miklum fyrirvara og hægt er.• Félagsmenn eru hvattir til að láta félagið hafa réttar upplýsingar um netfang þeirra og símanúmer, til að auðvelt sé að ná sambandi við þá. Senda má póst á efling@efling.is og láta þar koma fram kennitölu, netfang og símanúmer. Efling fer með slíkar upplýsingar í samræmi við persónuverndarlög.• Félagsmenn eru hvattir til að setja sig í samband við trúnaðarmann á sínum vinnustað, þar sem trúnaðarmaður er fyrir hendi.• Svar við algengustu spurningum um verkföll má finna á samningavef Eflingar is• Félagsmenn eru að lokum hvattir til að fylgjast vel með öllum fréttum á samningavef, heimasíðu og Facebook síðu Nýjustu upplýsingar um viðræður og verkföll birtast að jafnaði fyrst á samningavefnum.Fréttin var uppfærð klukkan 15:08. Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig býst við viðræðuslitum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fengu í gær í gær umboð frá samninganefndum félaganna til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef þess þarf. 21. febrúar 2019 07:00 SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58 Tekur um hálfan mánuð að undirbúa verkfall Það tekur allajafna rúman hálfan mánuð að undirbúa stór verkföll, en verkfall má framkvæma með ýmsum hætti. Stéttarfélögin hafa í valdi sínu hversu víðtæk þau eru. 21. febrúar 2019 13:06 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Búið er að slíta kjaraviðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Fundur deiluaðila hófst klukkan 14 í dag og stóð því yfir í um hálftíma. Eftir að fundi deiluaðila lauk funduðu þeir áfram í sitthvoru lagi í húsakynnum sáttasemjara. Fastlega má búast við því að félögin hefji nú undirbúning atkvæðagreiðslna um boðun verkfalla en það tekur um hálfan mánuð að undirbúa verkföll eins og fjallað var um í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Félögin fjögur sem vísað höfðu kjaradeilunni til sáttasemjara hafa undanfarna daga lýst yfir miklum vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar í skattamálum sem kynntar voru í byrjun vikunnar og var ætlað að liðka fyrir kjaraviðræðum. Hér má sjá viðtal við Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, í kjölfar viðræðuslitanna.Klippa: Halldór Benjamín um viðræðuslit Hér má sjá viðtal við Sólveigu Önnu og Ragnar Þór í kjölfar viðræðuslitanna.Klippa: Sólveig Anna og Ragnar Þór um viðræðuslit Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsingu Eflingar sem birt var á vef félagsins eftir að viðræðum var slitið: Í dag var viðræðum Eflingar og samflotsfélaga við SA slitið hjá Ríkissáttasemjara. Þar með hefur félagið fengið heimild til að hefja verkfallsaðgerðir.Verkafólk á Íslandi hefur of lengi þurft að þola láglaunastefnu og stjórnlausan ójöfnuð. Verkafólk hefur skapað góðæri síðustu ára með vinnu sinni. Atvinnurekendur hafa þó neitað að ganga að sanngjörnum kröfum Eflingar og samflotsfélaga. Verkfall er þaulreynd og lögvarin aðferð stéttarfélaga til að jafna hlut vinnandi fólks gagnvart atvinnurekendum.Mikilvægt er að félagsmenn séu upplýstir um eftirfarandi atriði varðandi verkföll:• Allar verkfallsaðgerðir þarf að samþykkja í kosningu meðal þeirra félagsmanna sem verkfall tekur til. Félagið mun senda allar nauðsynlegar upplýsingar til félagsmanna varðandi verkfallskosningu með eins miklum fyrirvara og hægt er.• Félagsmenn eru hvattir til að láta félagið hafa réttar upplýsingar um netfang þeirra og símanúmer, til að auðvelt sé að ná sambandi við þá. Senda má póst á efling@efling.is og láta þar koma fram kennitölu, netfang og símanúmer. Efling fer með slíkar upplýsingar í samræmi við persónuverndarlög.• Félagsmenn eru hvattir til að setja sig í samband við trúnaðarmann á sínum vinnustað, þar sem trúnaðarmaður er fyrir hendi.• Svar við algengustu spurningum um verkföll má finna á samningavef Eflingar is• Félagsmenn eru að lokum hvattir til að fylgjast vel með öllum fréttum á samningavef, heimasíðu og Facebook síðu Nýjustu upplýsingar um viðræður og verkföll birtast að jafnaði fyrst á samningavefnum.Fréttin var uppfærð klukkan 15:08.
Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig býst við viðræðuslitum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fengu í gær í gær umboð frá samninganefndum félaganna til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef þess þarf. 21. febrúar 2019 07:00 SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58 Tekur um hálfan mánuð að undirbúa verkfall Það tekur allajafna rúman hálfan mánuð að undirbúa stór verkföll, en verkfall má framkvæma með ýmsum hætti. Stéttarfélögin hafa í valdi sínu hversu víðtæk þau eru. 21. febrúar 2019 13:06 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Sólveig býst við viðræðuslitum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fengu í gær í gær umboð frá samninganefndum félaganna til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef þess þarf. 21. febrúar 2019 07:00
SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58
Tekur um hálfan mánuð að undirbúa verkfall Það tekur allajafna rúman hálfan mánuð að undirbúa stór verkföll, en verkfall má framkvæma með ýmsum hætti. Stéttarfélögin hafa í valdi sínu hversu víðtæk þau eru. 21. febrúar 2019 13:06