SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2019 12:58 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA. vísir/vilhelm Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að það eitt að slíta viðræðum og hefja undirbúning atkvæðagreiðslna til boðunar verkfalla valdi samfélaginu öllu tjóni. Formenn verkalýðsfélaganna fjögurra og þar með viðræðunefnd þeirra í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara fengu allir umboð samninganefnda sinna seinni partinn í gær og í gærkvöldi umboð til að slíta viðræðunum. Á miðvikudag í síðustu viku lögðu atvinnurekendur fram tilboð um launahækkanir sem félögin höfnuðu með framlagningu gagntilboðs á föstudag sem viðræðunefndin hafnaði samdægurs. Eftir útspil stjórnvalda í tengslum við kjaraviðræður í fyrradag lýsti verkalýðsforystan öll yfir vonbrigðum með það sem stjórnvöld væru tilbúin að gera og lýstu og á laLenna markaðanum er verkalýðsforystan samstíga um að útspil stjórnvalda þýði að sækja þurfi harðar að Samtökum atvinnulífsins. Viðræðunefnd verkalýðsfélaganna fjögurra fundar með forystu atvinnurekenda hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö. Ef Samtök atvinnulífsins leggja ekki fram tilboð á þeim fundi sem formönnunum finnst þess virði að leggja fyrir samninganefndir sínar, er nánast öruggt að þeir slíti viðræðunum. Klukkan 15:30 funda atvinnurekendur síðan með viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins sem enn hefur ekki vísað sinni deilu til ríkissáttasemjara. En það gæti breyst slíti félögin fjögur sínum viðræðum.Ólíklegt að SA komi með tilboð sem afstýrir viðræðuslitum Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir allar líkur á að viðræðum félaganna fjögurra verði slitið á fundinum í dag, nema Samtök atvinnulífsins leggi fram tillögur sem komi verulega til móts við kröfur þeirra. „Samtök atvinnulífsins hafa hafnað okkar móttilboði og hafa ekki viljað teygja sig lengra að þeirra sögn. En það sem þeir hafa sett á borðið fyrir framan okkur höfum við lagt í dóm okar samninganefndar og kynnt fyrir okkar baklandi eins og trúnaðarráði. Afstaðan gagnvart því er alveg skýr. Þar við situr nema eitthvað annað gerist í dag sem geti breytt því. Sem ég er ekki bjartsýnn á að gerist,” segir Ragnar Þór. Þrátt fyrir að allt bendi til að verkalýðsfélögin fjögur hjá ríkissáttasemjara slíti viðræðum við Samtök atvinnulífsins á fundi eftir hádegi vonar Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri samtakanna í lengstu lög að það gerist ekki. „Ég skal ekki leggja neinn dóm á það annan en þann að það yrði mikið tjón fyrir samfélagið allt, einfaldlega að slíta viðræðum og hefja undirbúning atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. Veldur kostnaði fyrir atvinnulífið um leið. Það er allra tjón í samfélaginu og við skulum vona að það gerist ekki,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09 Fjórmenningarnir komnir með umboð til að slíta viðræðum Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur eru komnir með umboð frá sínum félagsmönnum um að slíta viðræðum. 21. febrúar 2019 00:15 Sólveig býst við viðræðuslitum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fengu í gær í gær umboð frá samninganefndum félaganna til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef þess þarf. 21. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að það eitt að slíta viðræðum og hefja undirbúning atkvæðagreiðslna til boðunar verkfalla valdi samfélaginu öllu tjóni. Formenn verkalýðsfélaganna fjögurra og þar með viðræðunefnd þeirra í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara fengu allir umboð samninganefnda sinna seinni partinn í gær og í gærkvöldi umboð til að slíta viðræðunum. Á miðvikudag í síðustu viku lögðu atvinnurekendur fram tilboð um launahækkanir sem félögin höfnuðu með framlagningu gagntilboðs á föstudag sem viðræðunefndin hafnaði samdægurs. Eftir útspil stjórnvalda í tengslum við kjaraviðræður í fyrradag lýsti verkalýðsforystan öll yfir vonbrigðum með það sem stjórnvöld væru tilbúin að gera og lýstu og á laLenna markaðanum er verkalýðsforystan samstíga um að útspil stjórnvalda þýði að sækja þurfi harðar að Samtökum atvinnulífsins. Viðræðunefnd verkalýðsfélaganna fjögurra fundar með forystu atvinnurekenda hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö. Ef Samtök atvinnulífsins leggja ekki fram tilboð á þeim fundi sem formönnunum finnst þess virði að leggja fyrir samninganefndir sínar, er nánast öruggt að þeir slíti viðræðunum. Klukkan 15:30 funda atvinnurekendur síðan með viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins sem enn hefur ekki vísað sinni deilu til ríkissáttasemjara. En það gæti breyst slíti félögin fjögur sínum viðræðum.Ólíklegt að SA komi með tilboð sem afstýrir viðræðuslitum Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir allar líkur á að viðræðum félaganna fjögurra verði slitið á fundinum í dag, nema Samtök atvinnulífsins leggi fram tillögur sem komi verulega til móts við kröfur þeirra. „Samtök atvinnulífsins hafa hafnað okkar móttilboði og hafa ekki viljað teygja sig lengra að þeirra sögn. En það sem þeir hafa sett á borðið fyrir framan okkur höfum við lagt í dóm okar samninganefndar og kynnt fyrir okkar baklandi eins og trúnaðarráði. Afstaðan gagnvart því er alveg skýr. Þar við situr nema eitthvað annað gerist í dag sem geti breytt því. Sem ég er ekki bjartsýnn á að gerist,” segir Ragnar Þór. Þrátt fyrir að allt bendi til að verkalýðsfélögin fjögur hjá ríkissáttasemjara slíti viðræðum við Samtök atvinnulífsins á fundi eftir hádegi vonar Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri samtakanna í lengstu lög að það gerist ekki. „Ég skal ekki leggja neinn dóm á það annan en þann að það yrði mikið tjón fyrir samfélagið allt, einfaldlega að slíta viðræðum og hefja undirbúning atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. Veldur kostnaði fyrir atvinnulífið um leið. Það er allra tjón í samfélaginu og við skulum vona að það gerist ekki,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09 Fjórmenningarnir komnir með umboð til að slíta viðræðum Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur eru komnir með umboð frá sínum félagsmönnum um að slíta viðræðum. 21. febrúar 2019 00:15 Sólveig býst við viðræðuslitum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fengu í gær í gær umboð frá samninganefndum félaganna til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef þess þarf. 21. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
„Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09
Fjórmenningarnir komnir með umboð til að slíta viðræðum Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur eru komnir með umboð frá sínum félagsmönnum um að slíta viðræðum. 21. febrúar 2019 00:15
Sólveig býst við viðræðuslitum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fengu í gær í gær umboð frá samninganefndum félaganna til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef þess þarf. 21. febrúar 2019 07:00