Menning

Kristín Ei­ríks­dóttir og Kristín Ómars­dóttir til­nefndar til Bók­mennta­verð­launa Norður­landa­ráðs

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Nöfnurnar Kristín Ómarsdóttir og Kristín Eiríksdóttir eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Nöfnurnar Kristín Ómarsdóttir og Kristín Eiríksdóttir eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Rithöfundarnir Kristín Eiríksdóttir og Kristín Ómarsdóttir eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár fyrir hönd Íslands en greint var frá því hverjir eru tilnefndir til verðlaunanna í dag. Verðlaunin verða veitt í Stokkhólmi í haust. Auður Ava Ólafsdóttir hlaut verðlaunin í fyrra fyrir skáldsögu sína Ör.

Kristín Eiríksdóttir er tilnefnd fyrir skáldsögu sína Elín, ýmislegt en hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í fagurbókmenntum árið 2018 fyrir bókina. Þá er Kristín Ómarsdóttir tilnefnd fyrir ljóðabókina Kóngulær í sýningargluggum.

Alls eru þrettán skáldverk tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár en verkin eru eftirfarandi:

Danmörk:

Efter solen eftir Jonas Eika. Smásagnasafn.

de eftir Helle Helle. Skáldsaga.

Finnland:

Tristania eftir Mariönnu Kurtto. Skáldsaga.

Där musiken började eftir Lars Sund. Skáldsaga.

Grænland:

Arpaatit quqortut eftir Pivinnguaq Mørch. Smásögur og ljóð.

Ísland:

Elín, ýmislegt eftir Kristín Eiríksdóttur. Skáldsaga.

Kóngulær í sýningargluggum eftir Kristínu Ómarsdóttur. Ljóð.

Noregur:

Det er berre eit spørsmål om tid eftir Eldrid Lunden. Ljóðabók.

Jeg lever et liv some ligner deres eftir Jan Grue. Sjálfsævisögulegur prósi.

Samíska tungumálsvæðið:

Li dát leat dat eana eftir Inga Ravna Eira. Ljóðabók.

Svíþjóð:

Nonsensprinsessans dagbok. En sjukskrivning eftir Isabella Nilsson. Ljóðabók.

Människan är den vackraste staden eftir Sami Said. Skáldsaga.

Álandseyjar:

Det finns inga monster eftir Liselott Willén. Skáldsaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×