Líklegt að verkalýðsfélögin fjögur slíti viðræðum á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2019 18:49 Mjög líklegt er að verkalýðsfélögin fjögur sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á morgun og fari að undirbúa aðgerðir. Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins ákvað hins vegar að vísa deilu sinni við atvinnurekendur ekki til ríkissáttasemjara eftir fund deiluaðila í dag. Töluverðs titrings gætir innan stjórnarliðsins og Samtaka atvinnulífsins eftir mjög hörð viðbrögð verkalýðsforystunnar við útspili stjórnvalda inn í kjaraviðræðurnar í gær. Það gæti allt eins gerst að verkalýðsfélögin fjögur sem búin eru að vísa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðunum á morgun. Samkvæmt okkar heimildum eru þau tilbúin með verkfallsáætlun komi til aðgerða. Forystufólk félaganna fjögurra hafa fundað sín í milli í allan dag og síðdegis hófust fundir einstakra formanna með samninganefndum þeirra og baklandi. Félögin mæta síðan til fundar hjá ríkissáttasemjara á morgun en staðan í viðræðum þeirra við atvinnurekendur var þegar orðin stirð eftir að tilboði og gagntilboði var hafnað í síðustu viku. Gangurinn er nokkur annar í viðræðum sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins við atvinnurekendur sem hittu samninganefnd sambandsins á fundi í dag. Þá voru líkur á að Starfsgreinasambandið vísaði deilu sinni til ríkissáttasemjara en niðurstaðan varð að halda viðræðum eitthvað áfram á morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, var vongóður eftir fundinn í dag. „Við ræddum aftur ýmis mál sem hafa verið að þroskast í umræðum okkar á milli undanfarna daga og vikur. Við munum taka afstöðu beggja vegna til ýmissra þátta,” segir Halldór Benjamín. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, útilokar ekki að deilu sambandsins verði vísað til ríkissáttasemjara en vill alla vega láta fundinn á morgun líða. „Við vorum að fara yfir okkar kröfugerð og þá punkta sem við höfum verið að ræða við Samtök atvinnulífsins á undanförnum vikum. Við vorum svona að skerpa á þeirri sýn. Það var niðurstaðan að við ætlum að hittast aftur á morgun,” segir Björn. Fundurinn með Starfsgreinasambandinu á morgun er að loknum fundi með verkalýðsfélögunum fjórum hjá ríkissáttasemjara. Ef þau slíta viðræðum sínum gæti Starfsgreinasambandið ákveðið að vísa sinni deilu einnig til ríkissáttasemjara. Kjaramál Tengdar fréttir Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Telur tillögur ríkisstjórnarinnar ábyrgar og raunsæjar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tillögur ríkisstjórnarinnar um mögulegar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum séu ábyrgar og raunsæjar. 19. febrúar 2019 14:01 Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart SA eftir útspil ríkisstjórnar Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins eftir útspil stjórnvalda í gær, sem forysta félaganna er einhuga um að ekki dugi til að liðka fyrir kjarasamningum. 20. febrúar 2019 12:30 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Mjög líklegt er að verkalýðsfélögin fjögur sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á morgun og fari að undirbúa aðgerðir. Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins ákvað hins vegar að vísa deilu sinni við atvinnurekendur ekki til ríkissáttasemjara eftir fund deiluaðila í dag. Töluverðs titrings gætir innan stjórnarliðsins og Samtaka atvinnulífsins eftir mjög hörð viðbrögð verkalýðsforystunnar við útspili stjórnvalda inn í kjaraviðræðurnar í gær. Það gæti allt eins gerst að verkalýðsfélögin fjögur sem búin eru að vísa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðunum á morgun. Samkvæmt okkar heimildum eru þau tilbúin með verkfallsáætlun komi til aðgerða. Forystufólk félaganna fjögurra hafa fundað sín í milli í allan dag og síðdegis hófust fundir einstakra formanna með samninganefndum þeirra og baklandi. Félögin mæta síðan til fundar hjá ríkissáttasemjara á morgun en staðan í viðræðum þeirra við atvinnurekendur var þegar orðin stirð eftir að tilboði og gagntilboði var hafnað í síðustu viku. Gangurinn er nokkur annar í viðræðum sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins við atvinnurekendur sem hittu samninganefnd sambandsins á fundi í dag. Þá voru líkur á að Starfsgreinasambandið vísaði deilu sinni til ríkissáttasemjara en niðurstaðan varð að halda viðræðum eitthvað áfram á morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, var vongóður eftir fundinn í dag. „Við ræddum aftur ýmis mál sem hafa verið að þroskast í umræðum okkar á milli undanfarna daga og vikur. Við munum taka afstöðu beggja vegna til ýmissra þátta,” segir Halldór Benjamín. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, útilokar ekki að deilu sambandsins verði vísað til ríkissáttasemjara en vill alla vega láta fundinn á morgun líða. „Við vorum að fara yfir okkar kröfugerð og þá punkta sem við höfum verið að ræða við Samtök atvinnulífsins á undanförnum vikum. Við vorum svona að skerpa á þeirri sýn. Það var niðurstaðan að við ætlum að hittast aftur á morgun,” segir Björn. Fundurinn með Starfsgreinasambandinu á morgun er að loknum fundi með verkalýðsfélögunum fjórum hjá ríkissáttasemjara. Ef þau slíta viðræðum sínum gæti Starfsgreinasambandið ákveðið að vísa sinni deilu einnig til ríkissáttasemjara.
Kjaramál Tengdar fréttir Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Telur tillögur ríkisstjórnarinnar ábyrgar og raunsæjar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tillögur ríkisstjórnarinnar um mögulegar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum séu ábyrgar og raunsæjar. 19. febrúar 2019 14:01 Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart SA eftir útspil ríkisstjórnar Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins eftir útspil stjórnvalda í gær, sem forysta félaganna er einhuga um að ekki dugi til að liðka fyrir kjarasamningum. 20. febrúar 2019 12:30 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34
Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42
Telur tillögur ríkisstjórnarinnar ábyrgar og raunsæjar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tillögur ríkisstjórnarinnar um mögulegar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum séu ábyrgar og raunsæjar. 19. febrúar 2019 14:01
Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart SA eftir útspil ríkisstjórnar Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins eftir útspil stjórnvalda í gær, sem forysta félaganna er einhuga um að ekki dugi til að liðka fyrir kjarasamningum. 20. febrúar 2019 12:30
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent