Lára stal mat vegna matarfíknar: Erfitt að útskýra vanlíðanina í neyslunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2019 12:46 Lára Kristín Pedersen í leik með Stjörnunni síðasta sumar. vísir/bára „Þetta lýsir sér í óeðlilegu sambandi við mat, óeðlilegri hegðun í kringum mat og óeðlilegri löngun. Þetta er ekki bara það að þér finnist gott að borða. Þú breytir allri þinni hegðun í kringum mat.“ Þetta segir Lára Kristín Pedersen, leikmaður Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna, um matarfíknina sem hún glímir við í opinskáu viðtali í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolti.net í umsjá Magnúsar Más Einarssonar. Lára Kristín er uppalin hjá Aftureldingu en gekk í raðir Stjörnunnar árið 2014 þar sem að hún varð tvívegis Íslandsmeistari en hún samdi við Þór/KA eftir síðasta tímabil. Þessi 24 ára gamli miðjumaður segir frá því þegar að hún var 16-17 ára gömul að aka upp að Hafravatni, ein í bíl, til þess að boða pítsu í laumi. „Ég hélt að ég vildi einveru og frið og eitthvað. Síðan fer þetta stigmagnandi og þetta verður verra og verra. Loturnar í átinu verða oftar og oftar og þetta fer að taka yfir meira af lífi manns [...] Ég á enn þá erfitt með að útskýra fyrir fólki hversu illa manni líður þegar maður er í sinni neyslu,“ segir Lára sem fór í bandarískan háskóla að spila fótbolta.Lára Kristín með Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum sem þær töpuðu.vísir/vilhelm„Ég bjó með sjö öðrum stelpum þarna. Öll mín dvöl snerist um að það væri enginn annar væri staddur í húsinu svo ég gæti borðað allt sem ég vildi borða. Þetta var ekki hollur matur. Þú ert að troða í því sem veitir þér mesta „kickið“,“ segir Lára Kristín sem segist hafa stolið mat af sambýlingum sínum sem og fjölskyldumeðlimum.Lára las viðtal á Fótbolti.net við Þórð Ingason, markvörð Fjölnis í Pepsi-deild karla, þar sem að hann opnaði sig um áfengisfíkn sína en það fékk hana til að opna augun fyrir vandamálinu. Lára hafði bæði misst af Evrópuleik og verið tekin út úr byrjunarliðinu fyrir úrslitaleik bikarsins 2015 vegna vandræða tengdum matarfíkninni. „Ég hugsaði: „Guð minn góður, hann er að lýsa mínu sumri.“ Þú þarft bara að setja inn Lára í staðinn fyrir Þórður og matur í staðinn fyrir áfengi. Þá hugsaði ég að þetta myndi ekki ganga svona áfram og í kjölfarið byrjaði mitt ferli í að leita aðstoðar við þessu en ekki einhverju öðru sem ég hélt að væri að mér,“ segir Lára sem að leitaði sér hjálpar. Hún mætir reglulega á fundi og hefur misst af æfingum vegna þeirra. Hún viðurkennir að hafa dottið í sjálfsvorkunn vegna þess en hún veit hvað þetta gerir henni gott. „Ég er ánægð hvar ég stend í dag. Bæði hvað kemur af fótboltanum og hvar ég er stödd með þetta,“ segir Lára Kristín Pedersen.Allt viðtalið má heyra hér. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Fleiri fréttir „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
„Þetta lýsir sér í óeðlilegu sambandi við mat, óeðlilegri hegðun í kringum mat og óeðlilegri löngun. Þetta er ekki bara það að þér finnist gott að borða. Þú breytir allri þinni hegðun í kringum mat.“ Þetta segir Lára Kristín Pedersen, leikmaður Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna, um matarfíknina sem hún glímir við í opinskáu viðtali í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolti.net í umsjá Magnúsar Más Einarssonar. Lára Kristín er uppalin hjá Aftureldingu en gekk í raðir Stjörnunnar árið 2014 þar sem að hún varð tvívegis Íslandsmeistari en hún samdi við Þór/KA eftir síðasta tímabil. Þessi 24 ára gamli miðjumaður segir frá því þegar að hún var 16-17 ára gömul að aka upp að Hafravatni, ein í bíl, til þess að boða pítsu í laumi. „Ég hélt að ég vildi einveru og frið og eitthvað. Síðan fer þetta stigmagnandi og þetta verður verra og verra. Loturnar í átinu verða oftar og oftar og þetta fer að taka yfir meira af lífi manns [...] Ég á enn þá erfitt með að útskýra fyrir fólki hversu illa manni líður þegar maður er í sinni neyslu,“ segir Lára sem fór í bandarískan háskóla að spila fótbolta.Lára Kristín með Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum sem þær töpuðu.vísir/vilhelm„Ég bjó með sjö öðrum stelpum þarna. Öll mín dvöl snerist um að það væri enginn annar væri staddur í húsinu svo ég gæti borðað allt sem ég vildi borða. Þetta var ekki hollur matur. Þú ert að troða í því sem veitir þér mesta „kickið“,“ segir Lára Kristín sem segist hafa stolið mat af sambýlingum sínum sem og fjölskyldumeðlimum.Lára las viðtal á Fótbolti.net við Þórð Ingason, markvörð Fjölnis í Pepsi-deild karla, þar sem að hann opnaði sig um áfengisfíkn sína en það fékk hana til að opna augun fyrir vandamálinu. Lára hafði bæði misst af Evrópuleik og verið tekin út úr byrjunarliðinu fyrir úrslitaleik bikarsins 2015 vegna vandræða tengdum matarfíkninni. „Ég hugsaði: „Guð minn góður, hann er að lýsa mínu sumri.“ Þú þarft bara að setja inn Lára í staðinn fyrir Þórður og matur í staðinn fyrir áfengi. Þá hugsaði ég að þetta myndi ekki ganga svona áfram og í kjölfarið byrjaði mitt ferli í að leita aðstoðar við þessu en ekki einhverju öðru sem ég hélt að væri að mér,“ segir Lára sem að leitaði sér hjálpar. Hún mætir reglulega á fundi og hefur misst af æfingum vegna þeirra. Hún viðurkennir að hafa dottið í sjálfsvorkunn vegna þess en hún veit hvað þetta gerir henni gott. „Ég er ánægð hvar ég stend í dag. Bæði hvað kemur af fótboltanum og hvar ég er stödd með þetta,“ segir Lára Kristín Pedersen.Allt viðtalið má heyra hér.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Fleiri fréttir „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira