Sjáðu beinu CrossFit útsendinguna frá Perlunni í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2019 12:00 Annie Mist Þórisdóttir og Evert Víglundsson í Perlunni í nótt. Skjámynd/Fésbókin Það var mikið um að vera í Perlunni í nótt þegar CrossFit samtökin voru með beina útsendingu frá kynningu á þriðju æfingunni í CrossFit Games Open. Fyrir þá sem misstu af fjörinu þá er hægt að horfa aftur á þessa fróðlegu útsendingu. Stórt alþjóðlegt mót í CrossFit fer fram í Reykjavík í byrjun maí og í tengslum við það var þriðja æfingin í CrossFit Games Open hluta heimsleikanna gerð opinber í Perlunni í nótt. Tvær af fimm æfingum hafa verið kynntar og framkvæmdar og sem stendur er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir efst, Annie Mist Þórisdóttir í sjötta sæti og Katrín Tanja Davíðsdóttir í fjórtánda sæti í kvennaflokki. Ísland er eitt af risunum í CrossFit heiminum eftir frábæra frammistöðu íslensku keppendanna á síðustu árum. Einkum eru það CrossFit dæturnar sem hafa aukið hróður landsins með því að vinna heimsleikana fjórum sinnum, Annie Mist Þórisdóttir tvisvar og Katrín Tanja Davíðsdóttir tvisvar. Á síðasta ári var líka ein af æfingunum það árið opinberuð á Íslandi og var það í fyrsta skipti sem það var gert. Þá kepptu dæturnar þrjár, Katrín Tanja, Annie Mist og Ragnheiður Sara, sín á milli í húsakynnum CrossFit Reykjavík og horfðu 3,2 milljónir manna á beina útsendingu á netinu. Að þessu sinni var komið að þeim Björgvini Karli Guðmundssyni og Frederik Aegidius að reyna sig við æfinguna á snúningsgólfinu á efstu hæð í Perlunni. Það var mjög vel mætt á viðburðinn og fullt hús í Perlunni þrátt fyrir að hann færi fram klukkan eitt eftir miðnætti. Ástæðan fyrir tímasetningunni var að þetta var allt sent út í beinni til Bandaríkjanna. Íslenska CrossFit drottningin Annie Mist Þórisdóttir var í aðalhlutverki í útsendingunni og byrjaði hana á að bjóða upp á skemmtilega landkynningu þar sem jökklarnir og eldfjöllin á Íslandi fengu flotta kynningu. Annie Mist viðurkenndi þó að geta ekki svarað algengustu spurningunni sem hún fær erlendis því hún hafi ekki hugmynd um hvað sé í vatninu á Íslandi. Annie Mist Þórisdóttir kynnti síðan æfinguna ásamt Evert Víglundssyni sem er yfirþjálfari hjá CrossFit Reykjavík. Annie Mist og Evert sendu svo boltann yfir á Björgvin Karl Guðmundsson og Frederik Aegidius sem reyndu við æfinguna. Það var reyndar mikið hlegið í Perlunni þegar Annie Mist leiðrétti Evert um að Frederik Aegidius væri bara kærasti hennar en ekki unnusti. Björgvin Karl Guðmundsson hefur verið að ná frábærum árangri í CrossFit og hann kláraði æfinguna á undan Frederik Aegidius. Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna frá Perlunni í nótt. CrossFit Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ Sjá meira
Það var mikið um að vera í Perlunni í nótt þegar CrossFit samtökin voru með beina útsendingu frá kynningu á þriðju æfingunni í CrossFit Games Open. Fyrir þá sem misstu af fjörinu þá er hægt að horfa aftur á þessa fróðlegu útsendingu. Stórt alþjóðlegt mót í CrossFit fer fram í Reykjavík í byrjun maí og í tengslum við það var þriðja æfingin í CrossFit Games Open hluta heimsleikanna gerð opinber í Perlunni í nótt. Tvær af fimm æfingum hafa verið kynntar og framkvæmdar og sem stendur er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir efst, Annie Mist Þórisdóttir í sjötta sæti og Katrín Tanja Davíðsdóttir í fjórtánda sæti í kvennaflokki. Ísland er eitt af risunum í CrossFit heiminum eftir frábæra frammistöðu íslensku keppendanna á síðustu árum. Einkum eru það CrossFit dæturnar sem hafa aukið hróður landsins með því að vinna heimsleikana fjórum sinnum, Annie Mist Þórisdóttir tvisvar og Katrín Tanja Davíðsdóttir tvisvar. Á síðasta ári var líka ein af æfingunum það árið opinberuð á Íslandi og var það í fyrsta skipti sem það var gert. Þá kepptu dæturnar þrjár, Katrín Tanja, Annie Mist og Ragnheiður Sara, sín á milli í húsakynnum CrossFit Reykjavík og horfðu 3,2 milljónir manna á beina útsendingu á netinu. Að þessu sinni var komið að þeim Björgvini Karli Guðmundssyni og Frederik Aegidius að reyna sig við æfinguna á snúningsgólfinu á efstu hæð í Perlunni. Það var mjög vel mætt á viðburðinn og fullt hús í Perlunni þrátt fyrir að hann færi fram klukkan eitt eftir miðnætti. Ástæðan fyrir tímasetningunni var að þetta var allt sent út í beinni til Bandaríkjanna. Íslenska CrossFit drottningin Annie Mist Þórisdóttir var í aðalhlutverki í útsendingunni og byrjaði hana á að bjóða upp á skemmtilega landkynningu þar sem jökklarnir og eldfjöllin á Íslandi fengu flotta kynningu. Annie Mist viðurkenndi þó að geta ekki svarað algengustu spurningunni sem hún fær erlendis því hún hafi ekki hugmynd um hvað sé í vatninu á Íslandi. Annie Mist Þórisdóttir kynnti síðan æfinguna ásamt Evert Víglundssyni sem er yfirþjálfari hjá CrossFit Reykjavík. Annie Mist og Evert sendu svo boltann yfir á Björgvin Karl Guðmundsson og Frederik Aegidius sem reyndu við æfinguna. Það var reyndar mikið hlegið í Perlunni þegar Annie Mist leiðrétti Evert um að Frederik Aegidius væri bara kærasti hennar en ekki unnusti. Björgvin Karl Guðmundsson hefur verið að ná frábærum árangri í CrossFit og hann kláraði æfinguna á undan Frederik Aegidius. Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna frá Perlunni í nótt.
CrossFit Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti