Ríkisstjórn Finnlands segir af sér eftir skipbrot heilbrigðisumbóta Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2019 08:19 Gamanið er búið hjá ríkisstjórn Juha Sipilä í bili. Vísir/EPA Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, ætlar að færa forseta landsins afsagnarbréf eftir að miðhægri ríkisstjórn hans féll frá meiriháttar umbótum á heilbrigðiskerfinu og félagsþjónustu í dag. Umbæturnar voru stærsta málið á dagskrá ríkisstjórnarinnar áður en kosið verður til þings í næsta mánuði.Finnska ríkisútvarpið YLE segir að ríkisstjórnin hafi boðað til blaðamannafundar við forsetahöllina klukkan 8:45 á íslenskum tíma. Sipilä ætlaði að afhenda forsetanum afsagnarbréf ríkisstjórnar sinnar klukkan 8:00. Financial Times segir að Sauli Niinistö forseti hafi fallist á afsögnina og beðið Sipilä um að stýra ríkisstjórninni fram að kosningnum 14. apríl. Þrír flokkar hafa unnið saman í ríkisstjórn Finnlands frá því í maí árið 2015. Auk Miðflokks Sipilä sitja Þjóðarbandalagið og Blái umbótaflokkurinn í ríkisstjórninni. Síðastnefndi flokkurinn varð til þegar nítján þingmenn sögðu skilið við hægriflokkinn Sanna Finna árið 2017 í kjölfar innanflokksátaka. Skoðanakannanir benda til þess að Sósíaldemókratar bæti við sig mestu fylgi í kosningunum í næsta mánuði og fengi um fimmtung atkvæða. Miðflokkur Sipilä fengi fjórtán prósent ef kosið yrði nú. Lengi hefur staðið til að hrista upp í heilbrigðiskerfi Finnlands enda eru Finnar á meðal þeirra þjóða sem eldast hvað hraðast. Erfitt hefur þó reynst að koma slíkum breytingum í gegnum finnska þingið. Tilraunin nú er sögð hafa strandað á því að ríkisstjórn Sipilä bætti við umbótum á lögum um sveitarstjórnir sem reyndust umdeildar. Finnland Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Sjá meira
Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, ætlar að færa forseta landsins afsagnarbréf eftir að miðhægri ríkisstjórn hans féll frá meiriháttar umbótum á heilbrigðiskerfinu og félagsþjónustu í dag. Umbæturnar voru stærsta málið á dagskrá ríkisstjórnarinnar áður en kosið verður til þings í næsta mánuði.Finnska ríkisútvarpið YLE segir að ríkisstjórnin hafi boðað til blaðamannafundar við forsetahöllina klukkan 8:45 á íslenskum tíma. Sipilä ætlaði að afhenda forsetanum afsagnarbréf ríkisstjórnar sinnar klukkan 8:00. Financial Times segir að Sauli Niinistö forseti hafi fallist á afsögnina og beðið Sipilä um að stýra ríkisstjórninni fram að kosningnum 14. apríl. Þrír flokkar hafa unnið saman í ríkisstjórn Finnlands frá því í maí árið 2015. Auk Miðflokks Sipilä sitja Þjóðarbandalagið og Blái umbótaflokkurinn í ríkisstjórninni. Síðastnefndi flokkurinn varð til þegar nítján þingmenn sögðu skilið við hægriflokkinn Sanna Finna árið 2017 í kjölfar innanflokksátaka. Skoðanakannanir benda til þess að Sósíaldemókratar bæti við sig mestu fylgi í kosningunum í næsta mánuði og fengi um fimmtung atkvæða. Miðflokkur Sipilä fengi fjórtán prósent ef kosið yrði nú. Lengi hefur staðið til að hrista upp í heilbrigðiskerfi Finnlands enda eru Finnar á meðal þeirra þjóða sem eldast hvað hraðast. Erfitt hefur þó reynst að koma slíkum breytingum í gegnum finnska þingið. Tilraunin nú er sögð hafa strandað á því að ríkisstjórn Sipilä bætti við umbótum á lögum um sveitarstjórnir sem reyndust umdeildar.
Finnland Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Sjá meira