Íslenski boltinn

Valur marði Fram á Hlíðarenda

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Valsmenn höfðu betur í kvöld
Valsmenn höfðu betur í kvöld
Valur vann eins marks sigur á Fram, Fylkir hafði betur gegn Njarðvík og FH vann Hauka í Lengjubikar karla í kvöld.

Íslandsmeistararnir þurftu tvö víti til þess að hafa betur gegn Frömurum í kvöld. Gary Martin skoraði úr því fyrra á 25. mínútu en Helgi Guðjónsson jafnaði fyrir Fram í upphafi seinni hálfleiks.

Garðar Gunnlaugsson tryggði Völsurum sigurinn á 83. mínútu.

Það var Hafnarfjarðarslagur á Ásvöllum. Steven Lennon kom þeim svarthvítu yfir á 18. mínútu en það tók heimamenn aðeins tvær mínútur að jafna þegar Guðmundur Kristjánsson skallaði boltann í eigið net.

Björn Daníel Sverrisson kom FH hins vegar aftur yfir áður en flautað var til hálfleiks og Steven Lennon gulltryggði sigur FH úr vítaspyrnu.

Í Árbænum mætti Fylkir Njarðvík. Heimamenn skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik og lögðu þar með grunninn að sigri sínum. Alexander Helgason skoraði sárabótamark fyrir Njarðvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×