Henrik Mortensen snýr aftur með kastnámskeið Karl Lúðvíksson skrifar 7. mars 2019 12:19 Henrik Mortensen Flugukastkennararnir Henrik og Thomas snúa aftur til Íslands í maí. Haldin voru 8 námskeið í maí í fyrra sem tókust með miklum ágætum enda miklir snillingar hér á ferð. Henrik Mortensen þekkja nú flestir íslenskir veiðimenn. Henrik er flugukastkennari, hönnuður veiðitækja og hefur gefið út fjölda kennslu DVD diska og bóka um fluguköst. Henrik hefur starfað fyrir stærstu veiðivöruframleiðendur heims og hannar nú fyrir sitt eigið merki, www.salmologic.is . Thomas Thaarup er reyndur flugukastkennari sem hefur starfað með Henrik í fjöldamörg ár. Thomas er „ambassador“ fyrir Salmologic og frábær flugukastari og kennari. Kastnámskeiðin verða með sama sniði og áður en kennt verður í 4 klukkustundir. Henrik mun útskýra fræðin á bakvið fluguköst og fluguveiði og mikilvægi þess að raða veiðigræjunum rétt saman. Svo munu allir fá tilsögn frá þeim félögum. Námskeiðin henta byrjendum sem lengra komnum. Salmologic stangir verða á staðnum en fólk er hvatt til að koma með sínar eigin stangir og það getur fengið að prófa Salmologic línur við stangirnar sínar. Þú finnur allar nánari upplýsingar um námskeiðið hér. Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði
Flugukastkennararnir Henrik og Thomas snúa aftur til Íslands í maí. Haldin voru 8 námskeið í maí í fyrra sem tókust með miklum ágætum enda miklir snillingar hér á ferð. Henrik Mortensen þekkja nú flestir íslenskir veiðimenn. Henrik er flugukastkennari, hönnuður veiðitækja og hefur gefið út fjölda kennslu DVD diska og bóka um fluguköst. Henrik hefur starfað fyrir stærstu veiðivöruframleiðendur heims og hannar nú fyrir sitt eigið merki, www.salmologic.is . Thomas Thaarup er reyndur flugukastkennari sem hefur starfað með Henrik í fjöldamörg ár. Thomas er „ambassador“ fyrir Salmologic og frábær flugukastari og kennari. Kastnámskeiðin verða með sama sniði og áður en kennt verður í 4 klukkustundir. Henrik mun útskýra fræðin á bakvið fluguköst og fluguveiði og mikilvægi þess að raða veiðigræjunum rétt saman. Svo munu allir fá tilsögn frá þeim félögum. Námskeiðin henta byrjendum sem lengra komnum. Salmologic stangir verða á staðnum en fólk er hvatt til að koma með sínar eigin stangir og það getur fengið að prófa Salmologic línur við stangirnar sínar. Þú finnur allar nánari upplýsingar um námskeiðið hér.
Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði