Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. mars 2019 12:03 Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. fbl/ernir Fjórir hafa greinst með mislinga hér á landi undanfarna daga, tveir fullorðnir og tvö börn. Á þriðjudag sendi sóttvarnalæknir foreldrum sem sóttu barnalæknaþjónustu Domus Medica síðastliðinn sunnudag bréf vegna þess að annað tveggja barna sem þegar hafa greinst var þar á sama tíma. „Við reyndum að hafa rúman fjölda þeirra sem voru fyrir og eftir að þetta barn var á vaktinni og þetta voru alls tuttugu einstaklingar,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir en segir aðra sem voru á barnalæknaþjónustunni á sunnudag þurfi ekki að hafa áhyggjur. Þórólfur Guðnason segir að brugðist hafi verið hratt við og bréfin send mjög fljótlega eftir að í ljós kom að umrætt barn væri með mislinga enda áhyggjuefni að smitað barn hafi verið á biðstofu þar sem önnur ung börn voru einnig. „Því við höfum ítrekað bent á hvað þetta er smitandi. Barn sem er í flugvél og smitast þar getur líka smitast á biðstofu þar sem krakkar eru hver ofan í öðru.“ Í bréfinu eru þeir sem voru á barnalæknaþjónustunni umrætt sinn beðnir um að vera heima með óbólusett börn frá föstudeginum 8. mars til mánudagsins 25. mars, eða í sautján daga. Það er sá tími sem þau geta mögulega smitað aðra hafi þau sýkst. Engin ný mislingasmit hafa komið fram í gær en Þórólfur segir að heilbrigðisyfirvöld vakti nú tugi einstaklinga sem gætu hafa smitast af mislingum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknirvísir/valliHvað eru margir í sóttkví? „Það eru einhverjir tugir myndi ég halda.“Mistök á túlkun á prófi Þórólfur er þó ekki með nákvæma tölu um það. Annað barnanna sem hafa greinst var á ungbarnaleikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ en tuttugu börnum á leikskólanum, sem eru óbólusett vegna aldurs eða af öðrum ástæðum, hefur verið gert að vera heima í rúmar tvær vikur. Þórólfur segir að það sé ekki við foreldrana að sakast. Þau höfðu fengið staðfest með mislingaprófi að barnið hefði ekki smitast og fóru þess vegna með það á leikskólann. „Það var ekki alveg rétt. Prófið var tekið það snemma að það var ekki hægt að segja með vissu að það væri hægt að útiloka mislingasmit. Þetta eru mistök sem ber að harma og hefðu svo sem ekki átt að koma fram.“ Um sé að ræða mistök á túlkun heilbrigðisstarfsmanna á mislingaprófinu. „Þannig að menn stóðu í þeirri trú að prófið væri það gott að það myndi greina mislinga á þessu stigi en við höfum verið að leggja áherslu á það við heilbrigðisstarfsmenn og aðra að prófið er ekki öruggt fyrr en einkenni koma fram og það er ekki fyrr en eftir svona fyrstu vikuna eftir að viðkomandi er útsettur.“ Þetta séu upplýsingar sem greinilega þurfi að hamra betur á. „Þetta eru hlutir sem menn hreinlega áttuðu sig ekki á á þessum tímapunkti,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Fréttin hefur verið uppfærð. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Fjórir hafa greinst með mislinga hér á landi undanfarna daga, tveir fullorðnir og tvö börn. Á þriðjudag sendi sóttvarnalæknir foreldrum sem sóttu barnalæknaþjónustu Domus Medica síðastliðinn sunnudag bréf vegna þess að annað tveggja barna sem þegar hafa greinst var þar á sama tíma. „Við reyndum að hafa rúman fjölda þeirra sem voru fyrir og eftir að þetta barn var á vaktinni og þetta voru alls tuttugu einstaklingar,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir en segir aðra sem voru á barnalæknaþjónustunni á sunnudag þurfi ekki að hafa áhyggjur. Þórólfur Guðnason segir að brugðist hafi verið hratt við og bréfin send mjög fljótlega eftir að í ljós kom að umrætt barn væri með mislinga enda áhyggjuefni að smitað barn hafi verið á biðstofu þar sem önnur ung börn voru einnig. „Því við höfum ítrekað bent á hvað þetta er smitandi. Barn sem er í flugvél og smitast þar getur líka smitast á biðstofu þar sem krakkar eru hver ofan í öðru.“ Í bréfinu eru þeir sem voru á barnalæknaþjónustunni umrætt sinn beðnir um að vera heima með óbólusett börn frá föstudeginum 8. mars til mánudagsins 25. mars, eða í sautján daga. Það er sá tími sem þau geta mögulega smitað aðra hafi þau sýkst. Engin ný mislingasmit hafa komið fram í gær en Þórólfur segir að heilbrigðisyfirvöld vakti nú tugi einstaklinga sem gætu hafa smitast af mislingum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknirvísir/valliHvað eru margir í sóttkví? „Það eru einhverjir tugir myndi ég halda.“Mistök á túlkun á prófi Þórólfur er þó ekki með nákvæma tölu um það. Annað barnanna sem hafa greinst var á ungbarnaleikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ en tuttugu börnum á leikskólanum, sem eru óbólusett vegna aldurs eða af öðrum ástæðum, hefur verið gert að vera heima í rúmar tvær vikur. Þórólfur segir að það sé ekki við foreldrana að sakast. Þau höfðu fengið staðfest með mislingaprófi að barnið hefði ekki smitast og fóru þess vegna með það á leikskólann. „Það var ekki alveg rétt. Prófið var tekið það snemma að það var ekki hægt að segja með vissu að það væri hægt að útiloka mislingasmit. Þetta eru mistök sem ber að harma og hefðu svo sem ekki átt að koma fram.“ Um sé að ræða mistök á túlkun heilbrigðisstarfsmanna á mislingaprófinu. „Þannig að menn stóðu í þeirri trú að prófið væri það gott að það myndi greina mislinga á þessu stigi en við höfum verið að leggja áherslu á það við heilbrigðisstarfsmenn og aðra að prófið er ekki öruggt fyrr en einkenni koma fram og það er ekki fyrr en eftir svona fyrstu vikuna eftir að viðkomandi er útsettur.“ Þetta séu upplýsingar sem greinilega þurfi að hamra betur á. „Þetta eru hlutir sem menn hreinlega áttuðu sig ekki á á þessum tímapunkti,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira