„Kærustur“ R. Kelly koma honum til varnar og skella skuldinni á foreldra sína Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. mars 2019 08:46 Joycelyn Savage og Azriel Clary mæta í réttarsal vegna máls R. Kelly í febrúar. Getty/Scott Olson Tvær konur sem búa með bandaríska tónlistarmanninum R. Kelly koma honum til varnar í viðtali á CBS-sjónvarpsstöðinni, sem sýnt verður í dag. Fjölskyldur kvennanna hafa sakað R. Kelly um að halda þeim nauðugum og heilaþvegið þær. Sjá einnig: Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ R. Kelly kynntist konunum, Azriel Clary og Joycelyn Savage, þegar þær voru undir lögaldri. Þær eru nú 21 og 23 ára en Clary sagði í viðtalinu að R. Kelly hefði staðið í þeirri trú að hún væri orðin átján ára þegar þau hittust fyrst. Hún heldur því jafnframt fram að foreldrar sínir hafi hvatt hana til að segjast vera eldri en hún var til að komast í mjúkinn hjá Kelly. Savage tók í sama streng og sagði foreldra sína einnig hafa hvatt sig til að hefja samband við tónlistarmanninn í gróðaskyni. „Foreldrar okkar beggja eru að reyna að afla sér peninga og svindla. [..] Og þau eru bara í miklu uppnámi.“ Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. WATCH: @GayleKing spoke to Joycelyn Savage & Azriel Clary about living with R. Kelly."When I first met Robert, my parents told me to lie about my age." -- ClaryBoth families have denied receiving any payments from Kelly.See more on @CBSThisMorning Thursday. pic.twitter.com/yg05KUh2BS— CBS This Morning (@CBSThisMorning) March 6, 2019 Foreldrar Clary og Savage halda því fram að Kelly hafi heilaþvegið dætur þeirra og haldi þeim nauðugum á heimili sínu. Í yfirlýsingu sem lögmenn foreldranna sendu frá sér í gær kemur fram að þau hafi aldrei beðið um eða þegið fé frá Kelly. Þá þvertaka þau einnig fyrir það að hafa selt R. Kelly dætur sínar, líkt og hann hélt fram í viðtali við CBS í gær. Kelly hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum en þrjár þeirra voru undir lögaldri þegar hann á að hafa brotið gegn þeim. Hann lýsti sig saklausan og sagði ásakanirnar fáránlegar í viðtalinu í gær. Þá var hann handtekinn og fangelsaður í annað sinn á skömmum tíma í gærkvöldi vegna vanskila á meðlagi. Hann skuldar fyrrverandi eiginkonu sinni, Andreu Kelly, ríflega nítján milljónir króna í meðlag með börnum þeirra. Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly handtekinn í Chicago R. Kelly var handtekinn í Chicago í gærkvöldi. 23. febrúar 2019 09:54 Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Tvær konur sem búa með bandaríska tónlistarmanninum R. Kelly koma honum til varnar í viðtali á CBS-sjónvarpsstöðinni, sem sýnt verður í dag. Fjölskyldur kvennanna hafa sakað R. Kelly um að halda þeim nauðugum og heilaþvegið þær. Sjá einnig: Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ R. Kelly kynntist konunum, Azriel Clary og Joycelyn Savage, þegar þær voru undir lögaldri. Þær eru nú 21 og 23 ára en Clary sagði í viðtalinu að R. Kelly hefði staðið í þeirri trú að hún væri orðin átján ára þegar þau hittust fyrst. Hún heldur því jafnframt fram að foreldrar sínir hafi hvatt hana til að segjast vera eldri en hún var til að komast í mjúkinn hjá Kelly. Savage tók í sama streng og sagði foreldra sína einnig hafa hvatt sig til að hefja samband við tónlistarmanninn í gróðaskyni. „Foreldrar okkar beggja eru að reyna að afla sér peninga og svindla. [..] Og þau eru bara í miklu uppnámi.“ Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. WATCH: @GayleKing spoke to Joycelyn Savage & Azriel Clary about living with R. Kelly."When I first met Robert, my parents told me to lie about my age." -- ClaryBoth families have denied receiving any payments from Kelly.See more on @CBSThisMorning Thursday. pic.twitter.com/yg05KUh2BS— CBS This Morning (@CBSThisMorning) March 6, 2019 Foreldrar Clary og Savage halda því fram að Kelly hafi heilaþvegið dætur þeirra og haldi þeim nauðugum á heimili sínu. Í yfirlýsingu sem lögmenn foreldranna sendu frá sér í gær kemur fram að þau hafi aldrei beðið um eða þegið fé frá Kelly. Þá þvertaka þau einnig fyrir það að hafa selt R. Kelly dætur sínar, líkt og hann hélt fram í viðtali við CBS í gær. Kelly hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum en þrjár þeirra voru undir lögaldri þegar hann á að hafa brotið gegn þeim. Hann lýsti sig saklausan og sagði ásakanirnar fáránlegar í viðtalinu í gær. Þá var hann handtekinn og fangelsaður í annað sinn á skömmum tíma í gærkvöldi vegna vanskila á meðlagi. Hann skuldar fyrrverandi eiginkonu sinni, Andreu Kelly, ríflega nítján milljónir króna í meðlag með börnum þeirra.
Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly handtekinn í Chicago R. Kelly var handtekinn í Chicago í gærkvöldi. 23. febrúar 2019 09:54 Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30
R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45