Magnaður hringur hjá Valdísi Þóru sem er efst í Ástralíu Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2019 09:30 Valdís Þóra Jónsdóttir fór á kostum í nótt. mynd/LET Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, fór á kostum í nótt á fyrsta hring NSW Open-mótsins sem fram fer í Ástralíu en hún er með þriggja högga forskot á toppnum eftir fyrstu 18 holurnar. Mótið er sameiginlegt verkefni Evrópumótaraðarinnar og áströlsku mótaraðarinnar en evrópska mótaröðin er sú efsta í Evrópu í kvennaflokki. Skagamærin spilaði fyrsta hringinn á átta höggum undir pari en hún fékk fugl strax á níunu braut þar sem að hún hóf leik. Hún bætti strax við öðrum fugli og var komin fjórum undir eftir fimm holur. Í heildina fékk Valdís Þóra sjö fugla, einn örn og einn skolla og spilaði hringinn í heildina á 63 höggum eða átta höggum undir pari vallarins. Næstar á eftir Valdísi Þóru eru Rebecca Artis frá Astralíu og Carmen Alonso frá Spáni en þær spiluðu báðar fyrsta hringinn á fjórum höggum undir pari. Valdís Þóra fer af stað á öðrum hring klukkan 21.30 að íslenskum tíma í kvöld. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, fór á kostum í nótt á fyrsta hring NSW Open-mótsins sem fram fer í Ástralíu en hún er með þriggja högga forskot á toppnum eftir fyrstu 18 holurnar. Mótið er sameiginlegt verkefni Evrópumótaraðarinnar og áströlsku mótaraðarinnar en evrópska mótaröðin er sú efsta í Evrópu í kvennaflokki. Skagamærin spilaði fyrsta hringinn á átta höggum undir pari en hún fékk fugl strax á níunu braut þar sem að hún hóf leik. Hún bætti strax við öðrum fugli og var komin fjórum undir eftir fimm holur. Í heildina fékk Valdís Þóra sjö fugla, einn örn og einn skolla og spilaði hringinn í heildina á 63 höggum eða átta höggum undir pari vallarins. Næstar á eftir Valdísi Þóru eru Rebecca Artis frá Astralíu og Carmen Alonso frá Spáni en þær spiluðu báðar fyrsta hringinn á fjórum höggum undir pari. Valdís Þóra fer af stað á öðrum hring klukkan 21.30 að íslenskum tíma í kvöld.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira