Setja alla orkuna í næsta verkfall ef málið tapast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. mars 2019 15:03 Sólveig Anna Jónsdóttir við kosningaskutlu Eflingar í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar segir að talsverður hópur félagsmanna hafi haft samband og kvartað undan óeðlilegum afskiptum atvinnurekenda af atkvæðagreiðslu Eflingar um verkföll. Efling ætli að halda áfram með sína dagskrá á föstudaginn í Gamla bíó þó Félagsdómur dæmi atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun þann dag ólöglega. Von er á niðurstöðu á morgun. Samtök atvinnulífsins höfðuðu mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu í síðustu viku þar sem þess er krafist að verkfall sem á að hefjast á föstudaginn verði dæmt ólögmætt. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ef dómurinn kveði á um að atkvæðagreiðslan hafi verið ólögleg muni félagið halda áfram með boðaða dagskrá í Gamla bíó á föstudaginn og nota daginn daginn til að hafa samband við félagsmenn. „Þetta verkfall var náttúrulega boðað til að eiga sér stað á þessum merka baráttudegi láglaunakvenna. Mér finnst líklegt að ef dómur fellur okkur í óhag þá höldum við bara áfram með undirbúning að öðrum verkföllum sem eru í uppsiglingu. Við setjum bara alla orkuna okkar þangað,“ segir Sólveig Anna. Efling sendi tilkynningu frá sér í gær þar sem kom fram að félagsmenn hefði haft samband og tilkynnt um að atvinnurekendur á félagsvæði Eflingar hefðu haft óðelileg afskipti af þátttöku félagsmanna um verkfallsboðun. Sólveig segir að þetta snúist fyrst og fremst um hræðsluáróður. „Þetta er sem sagt töluverður hópur frá nokkrum fyrirtækjum sem hafa haft samband við okkur. Þar sem því hefur verið lýst hvernig yfirmenn að okkar mati eru að reyna að hafa óeðlileg áhrif á hvernig fólk greiðir í þessari verkfallskosningu. Við sáum það í síðustu viku að þar var verið að reyna að koma í veg fyrir að fólk greiddi atkvæði en þetta snýst um það að hræðsluáróðri sé beitt í þeim tilgangi að hafa áhrif á hvernig fólk greiðir í kosningunum.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/VilhelmSamtök atvinnulífsins sendu jafnframt frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að atvinnurekendum væri skylt að upplýsa starfsmenn um stöðu og horfur í atvinnumálum í fyrirtækjum þar sem starfa 50 eða fleiri. Hins vegar væri þeim óheimilt að hóta starfsmönnum uppsögn tækju þeir þátt í atkvæðagreiðslu. „Það er mikilvægt að árétta fyrir öllum hvort sem það eru atvinnurekendur eða verkalýðishreyfingin að það er mikilvægt á þessum tímum að gæta hófs í yfirlýsingum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. „Ég myndi segja að þarna væri sannarlega farið út fyrir velsæmismörk. Það er eitt að upplýsa um stöðu fyrirtækisins en annað að fara fram með hræðsluáróður í þeim markvissa tilgangi að grafa undan þeim eðlilega rétti að taka þátt í atkvæðagreiðslu sem þessari,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að haldið sé utan um allar ábendingar sem berast, þær séu teknar alvarlega. Framkvæmdastjóri Eflingar Viðar Þorsteinsson hafi haft samband við forsvarsmenn þessara fyrirtækja og útskýrt málið fyrir þeim. „Við erum á fullu í að undirbúa föstudaginn. Við höldum honum markvisst áfram. Aðgerðaráætlun felst í að ef Félagsdómur dæmir atkvæðagreiðsluna ólöglega munum við engu að síður halda okkar fund í Gamla bió á föstudaginn og nota þennan dag til að halda áfram og setja okkur í samband við félagsmenn okkar.“ Kjaramál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Sjá meira
Formaður Eflingar segir að talsverður hópur félagsmanna hafi haft samband og kvartað undan óeðlilegum afskiptum atvinnurekenda af atkvæðagreiðslu Eflingar um verkföll. Efling ætli að halda áfram með sína dagskrá á föstudaginn í Gamla bíó þó Félagsdómur dæmi atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun þann dag ólöglega. Von er á niðurstöðu á morgun. Samtök atvinnulífsins höfðuðu mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu í síðustu viku þar sem þess er krafist að verkfall sem á að hefjast á föstudaginn verði dæmt ólögmætt. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ef dómurinn kveði á um að atkvæðagreiðslan hafi verið ólögleg muni félagið halda áfram með boðaða dagskrá í Gamla bíó á föstudaginn og nota daginn daginn til að hafa samband við félagsmenn. „Þetta verkfall var náttúrulega boðað til að eiga sér stað á þessum merka baráttudegi láglaunakvenna. Mér finnst líklegt að ef dómur fellur okkur í óhag þá höldum við bara áfram með undirbúning að öðrum verkföllum sem eru í uppsiglingu. Við setjum bara alla orkuna okkar þangað,“ segir Sólveig Anna. Efling sendi tilkynningu frá sér í gær þar sem kom fram að félagsmenn hefði haft samband og tilkynnt um að atvinnurekendur á félagsvæði Eflingar hefðu haft óðelileg afskipti af þátttöku félagsmanna um verkfallsboðun. Sólveig segir að þetta snúist fyrst og fremst um hræðsluáróður. „Þetta er sem sagt töluverður hópur frá nokkrum fyrirtækjum sem hafa haft samband við okkur. Þar sem því hefur verið lýst hvernig yfirmenn að okkar mati eru að reyna að hafa óeðlileg áhrif á hvernig fólk greiðir í þessari verkfallskosningu. Við sáum það í síðustu viku að þar var verið að reyna að koma í veg fyrir að fólk greiddi atkvæði en þetta snýst um það að hræðsluáróðri sé beitt í þeim tilgangi að hafa áhrif á hvernig fólk greiðir í kosningunum.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/VilhelmSamtök atvinnulífsins sendu jafnframt frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að atvinnurekendum væri skylt að upplýsa starfsmenn um stöðu og horfur í atvinnumálum í fyrirtækjum þar sem starfa 50 eða fleiri. Hins vegar væri þeim óheimilt að hóta starfsmönnum uppsögn tækju þeir þátt í atkvæðagreiðslu. „Það er mikilvægt að árétta fyrir öllum hvort sem það eru atvinnurekendur eða verkalýðishreyfingin að það er mikilvægt á þessum tímum að gæta hófs í yfirlýsingum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. „Ég myndi segja að þarna væri sannarlega farið út fyrir velsæmismörk. Það er eitt að upplýsa um stöðu fyrirtækisins en annað að fara fram með hræðsluáróður í þeim markvissa tilgangi að grafa undan þeim eðlilega rétti að taka þátt í atkvæðagreiðslu sem þessari,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að haldið sé utan um allar ábendingar sem berast, þær séu teknar alvarlega. Framkvæmdastjóri Eflingar Viðar Þorsteinsson hafi haft samband við forsvarsmenn þessara fyrirtækja og útskýrt málið fyrir þeim. „Við erum á fullu í að undirbúa föstudaginn. Við höldum honum markvisst áfram. Aðgerðaráætlun felst í að ef Félagsdómur dæmir atkvæðagreiðsluna ólöglega munum við engu að síður halda okkar fund í Gamla bió á föstudaginn og nota þennan dag til að halda áfram og setja okkur í samband við félagsmenn okkar.“
Kjaramál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Sjá meira