Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Kristín Ólafsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 6. mars 2019 11:30 R Kelly í viðtalinu við Gayle King. Bandaríski tónlistarmaðurinn R Kelly þvertekur fyrir það að hafa misnotað konur og stúlkur áratugum saman og segir að ásakanirnar gegn honum séu „heimskulegar,“ „ekki sannar“ og „ósanngjarnar.“ Þetta kemur fram í viðtali við hann við CBS News sem birtist í tveimur hlutum í dag og á morgun. Kelly hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum en þrjár þeirra voru undir lögaldri þegar hann á að hafa brotið gegn þeim. Fjallað er um viðtalið á vef The Guardian en hér fyrir neðan má sjá brot úr því sem CBS birti á Youtube í gær. Konurnar sem undanfarið hafa sakað Kelly um að hafa brotið gegn sér hafa meðal annars sagt frá því að hann hafi brotið gegn þeim kynferðislega sem og beitt þær andlegu ofbeldi. „Þetta er ekki satt! Ekki satt! Hvort sem það eru gamlir orðrómar, nýir orðrómar, framtíðarorðrómar. Ekki sannir!“ segir Kelly í viðtalinu sem blaðamaðurinn Gayle King tekur. King spyr Kelly meðal annars út í það hvort hann hafi haldið stúlkum nauðugum en ásakanirnar snúa meðal annars að því að tónlistarmaðurinn hafi haldið úti nokkurs konar sértrúarsöfnuði, heilaþvegið hóp kvenna og beitt þær harðræði og ofbeldi. Kelly svaraði því til að hann þyrfti ekki að halda konum nauðugum. „Af hverju myndi ég gera það? Hversu heimskulegt væri það fyrir R. Kelly, eftir allt sem ég hef gengið í gegnum í fjarlægri fortíð? […] Hversu heimskur þyrfti ég að vera til að gera það?“ Tónlistarmanninum varð síðan heitt í hamsi, röddin brast og hann táraðist. „Ég gerði þetta ekki. Þetta er ekki ég. Ég er að berjast fyrir fjárans lífi mínu.“ Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir „Öllum var sama því við vorum svartar stelpur“ Fjöldi kvenna hefur undanfarin misseri stigið fram og sakað bandaríska R&B-tónlistarmanninn R Kelly um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. 18. janúar 2019 11:45 R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45 R. Kelly ekki látinn laus nema gegn milljón dollara tryggingu Kelly var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. 23. febrúar 2019 21:53 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn R Kelly þvertekur fyrir það að hafa misnotað konur og stúlkur áratugum saman og segir að ásakanirnar gegn honum séu „heimskulegar,“ „ekki sannar“ og „ósanngjarnar.“ Þetta kemur fram í viðtali við hann við CBS News sem birtist í tveimur hlutum í dag og á morgun. Kelly hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum en þrjár þeirra voru undir lögaldri þegar hann á að hafa brotið gegn þeim. Fjallað er um viðtalið á vef The Guardian en hér fyrir neðan má sjá brot úr því sem CBS birti á Youtube í gær. Konurnar sem undanfarið hafa sakað Kelly um að hafa brotið gegn sér hafa meðal annars sagt frá því að hann hafi brotið gegn þeim kynferðislega sem og beitt þær andlegu ofbeldi. „Þetta er ekki satt! Ekki satt! Hvort sem það eru gamlir orðrómar, nýir orðrómar, framtíðarorðrómar. Ekki sannir!“ segir Kelly í viðtalinu sem blaðamaðurinn Gayle King tekur. King spyr Kelly meðal annars út í það hvort hann hafi haldið stúlkum nauðugum en ásakanirnar snúa meðal annars að því að tónlistarmaðurinn hafi haldið úti nokkurs konar sértrúarsöfnuði, heilaþvegið hóp kvenna og beitt þær harðræði og ofbeldi. Kelly svaraði því til að hann þyrfti ekki að halda konum nauðugum. „Af hverju myndi ég gera það? Hversu heimskulegt væri það fyrir R. Kelly, eftir allt sem ég hef gengið í gegnum í fjarlægri fortíð? […] Hversu heimskur þyrfti ég að vera til að gera það?“ Tónlistarmanninum varð síðan heitt í hamsi, röddin brast og hann táraðist. „Ég gerði þetta ekki. Þetta er ekki ég. Ég er að berjast fyrir fjárans lífi mínu.“
Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir „Öllum var sama því við vorum svartar stelpur“ Fjöldi kvenna hefur undanfarin misseri stigið fram og sakað bandaríska R&B-tónlistarmanninn R Kelly um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. 18. janúar 2019 11:45 R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45 R. Kelly ekki látinn laus nema gegn milljón dollara tryggingu Kelly var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. 23. febrúar 2019 21:53 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
„Öllum var sama því við vorum svartar stelpur“ Fjöldi kvenna hefur undanfarin misseri stigið fram og sakað bandaríska R&B-tónlistarmanninn R Kelly um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. 18. janúar 2019 11:45
R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45
R. Kelly ekki látinn laus nema gegn milljón dollara tryggingu Kelly var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. 23. febrúar 2019 21:53
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent