Þetta er stærsta tap Golden State undir stjórn Steve Kerr á heimavelli en liðið hefur farið með himinnskautum allt frá því hann tók við og unnið NBA-deildina þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum.
Gordon Hayward fór á kostum í leiknum en hann skoraði 30 stig af bekknum. Kyrie Irving skoraði 19 stig og tók ellefu fráköst fyrir Boston en í liðið Golden State var Stephen Curry stigahæstur með 23 stig.
Golden State er sem fyrr á toppnum í vestrinu með 44 sigra og 20 töp en Boston er áfram í fimmta sæti vesturdeildarinnar með 39 stigra og 26 tapleiki.
Houston var með mikið forskot nánast allan leikinn en Toronto átti fín áhlaup í fjórða leikhluta. Það var bara ekki nóg fyrir gestina sem eru áfram í öðru sætinu í austurdeildinni.
James Harden skoraði 35 stig og þar af 18 stig í fjórða leikhlutanum en hann hitti úr þremur af níu vítaskotum sínum og öllum átta vítaskotunum.
KAT skoraði 41 stig og tók fjórtán fráköst fyrir heimamenn sem unnu góðan sigur þrátt fyrir að Paul George sneri aftur í lið OKC eftir meiðsli.
Russell Westbrook skoraði 38 stig og tók þrettán fráköst fyrir Thunder en Paul George skoraði 25 stig.
Indiana Pacers - Chicago Bulls 105-96
Philadelphia 76ers - Orlando Magic 114-106
Toronto Raptors - Houston Rockets 95-107
Memphis Grizzlies - Portland Trail Blazers 120-111
Minnesota Timberwolves - OKC Thunder 95-128
Golden State Warriors - Boston Celtics 95-128