RÚV með tuttugu prósent af samanlögðum tekjum fjölmiðla Jakob Bjarnar skrifar 5. mars 2019 10:35 Samanlagðar tekjur fjölmiðla námu 27,9 milljörðum króna. visir/vilhelm Tuttugu prósent af öllum tekjum sem fjölmiðlar hafa úr að spila renna til Ríkisútvarpsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Þá kemur jafnframt fram að tekjur íslenskra fjölmiðla hafi lækkað á árinu 2017 frá fyrra ári, eða um tvo hundraðshluta reiknað á föstu verðlagi. „Samanlagðar tekjur fjölmiðla námu 27,9 milljörðum króna. Tekjur af notendagjöldum voru tæpir 15 milljarðar og af auglýsingum og kostun rúmlega 13 milljarður króna. Samanlagðar tekjur fjölmiðla árið 2017 eru um 18 af hundraði lægri en er best lét árin 2006 og 2007.“ Í athugun Hagstofu kemur fram að helmingur tekna fjölmiðla falla til sjónvarps og fjórðungur til dagblaða og vikublaða. „Hlutdeild einkarekinna fjölmiðla nam 78 prósent af samanlögðum tekjum á fjölmiðlamarkaði og 84 prósent af auglýsingatekjum á móti 22 og 16 prósenta hlut Ríkisútvarpsins.“ Verulegur samdráttur varð í tekjum prentmiðla í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Frá árunum 2007 til 2010 lækkuðu tekjur fjölmiðla um ríflega fjórðung reiknað á verðlagi ársins 2017. Þær hafa síðan aukist en óverulega og eru á pari við það sem var í kringum aldamót.Hér getur að líta hlutfall auglýsingatekna og kostunar, en frá aldamótum hefur RÚV aukið mjög sókn sína hvað kostun varðar.hagstofanÞessi tafla er athyglisverð en þar má sjá eindregna þróun hlutfallslega. Hlutdeild prentmiðla minnkar nánast ár frá ári meðan netmiðlar sækja í sig veðrið, líklega þó hægar en efni standa til. Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV er fíllinn í stofunni Blaðamennska er sjúkdómur, segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Óli Björn, Kolbeinn Proppé, VG og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, eru öll fyrrverandi blaðamenn. Sammála um að ef ekkert verði gert muni fækka í flóru sjálfstæðra fjölmiðla. 2. mars 2019 15:00 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Sjá meira
Tuttugu prósent af öllum tekjum sem fjölmiðlar hafa úr að spila renna til Ríkisútvarpsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Þá kemur jafnframt fram að tekjur íslenskra fjölmiðla hafi lækkað á árinu 2017 frá fyrra ári, eða um tvo hundraðshluta reiknað á föstu verðlagi. „Samanlagðar tekjur fjölmiðla námu 27,9 milljörðum króna. Tekjur af notendagjöldum voru tæpir 15 milljarðar og af auglýsingum og kostun rúmlega 13 milljarður króna. Samanlagðar tekjur fjölmiðla árið 2017 eru um 18 af hundraði lægri en er best lét árin 2006 og 2007.“ Í athugun Hagstofu kemur fram að helmingur tekna fjölmiðla falla til sjónvarps og fjórðungur til dagblaða og vikublaða. „Hlutdeild einkarekinna fjölmiðla nam 78 prósent af samanlögðum tekjum á fjölmiðlamarkaði og 84 prósent af auglýsingatekjum á móti 22 og 16 prósenta hlut Ríkisútvarpsins.“ Verulegur samdráttur varð í tekjum prentmiðla í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Frá árunum 2007 til 2010 lækkuðu tekjur fjölmiðla um ríflega fjórðung reiknað á verðlagi ársins 2017. Þær hafa síðan aukist en óverulega og eru á pari við það sem var í kringum aldamót.Hér getur að líta hlutfall auglýsingatekna og kostunar, en frá aldamótum hefur RÚV aukið mjög sókn sína hvað kostun varðar.hagstofanÞessi tafla er athyglisverð en þar má sjá eindregna þróun hlutfallslega. Hlutdeild prentmiðla minnkar nánast ár frá ári meðan netmiðlar sækja í sig veðrið, líklega þó hægar en efni standa til.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV er fíllinn í stofunni Blaðamennska er sjúkdómur, segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Óli Björn, Kolbeinn Proppé, VG og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, eru öll fyrrverandi blaðamenn. Sammála um að ef ekkert verði gert muni fækka í flóru sjálfstæðra fjölmiðla. 2. mars 2019 15:00 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Sjá meira
RÚV er fíllinn í stofunni Blaðamennska er sjúkdómur, segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Óli Björn, Kolbeinn Proppé, VG og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, eru öll fyrrverandi blaðamenn. Sammála um að ef ekkert verði gert muni fækka í flóru sjálfstæðra fjölmiðla. 2. mars 2019 15:00