Tiger meiddur og ekki með um helgina: Vonast til að verða klár fyrir Players Anton Ingi Leifsson skrifar 5. mars 2019 08:30 Tiger er kominn aftur á meiðslalistann. vísir/getty Kylfingurinn Tiger Woods mun ekki keppa á Arnold Palmer mótinu í vikunni en hann hefur dregið sig úr mótinu vegna meiðsla á háls. Woods hefur keppt á þremur mótum það sem af er árinu 2019 og átti samkvæmt dagskrá að keppa á Arnold Palmer mótinu um helgina en nú er það úr sögunni. „Vegna álagsmeiðsla á háls sem ég hef haft í nokkrar vikur þarf ég því miður að draga mig úr keppni á Arnold Palmer mótinu,“ sagði Tiger á Twitter-síðu sína. „Ég hef fengið meðhöndlun en er ekki orðinn nógu góður til þess að spila. Bakið er fínt og þetta eru ekki langvarandi meiðsli og ég vona að ég verði klár fyrir The Players.“ Tiger hefur oftar en ekki gert það gott á þessu tiltekna móti en hann hefur unnið það átta sinnum, sex sinnum oftar en næsti maður. „Ég sendi afsökunarbeiðni á Palmer-fjölskylduna og stuðningsmennina í Orlando. Tengingin við Arnold gerir þetta af einu af mínu uppáhalds móti og ég er ósáttur að missa af því,“ skrifaði Tiger. Woods snéri til baka á síðasta ári eftir löng meiðsli í baki og gerði sér lítð fyrir og vann sinn fyrsta sigur á PGA-túrnum í fimm ár er hann vann Tour Championship mótið í Atlanta í september síðastliðnum. Á þessu ári hefur Tiger endað í 20., 15., og tíunda sæti og er hann talinn fimmti líklegasti kylfingurinn til þess að vinna The Masters sem fer fram í næsta mánuði. Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Kylfingurinn Tiger Woods mun ekki keppa á Arnold Palmer mótinu í vikunni en hann hefur dregið sig úr mótinu vegna meiðsla á háls. Woods hefur keppt á þremur mótum það sem af er árinu 2019 og átti samkvæmt dagskrá að keppa á Arnold Palmer mótinu um helgina en nú er það úr sögunni. „Vegna álagsmeiðsla á háls sem ég hef haft í nokkrar vikur þarf ég því miður að draga mig úr keppni á Arnold Palmer mótinu,“ sagði Tiger á Twitter-síðu sína. „Ég hef fengið meðhöndlun en er ekki orðinn nógu góður til þess að spila. Bakið er fínt og þetta eru ekki langvarandi meiðsli og ég vona að ég verði klár fyrir The Players.“ Tiger hefur oftar en ekki gert það gott á þessu tiltekna móti en hann hefur unnið það átta sinnum, sex sinnum oftar en næsti maður. „Ég sendi afsökunarbeiðni á Palmer-fjölskylduna og stuðningsmennina í Orlando. Tengingin við Arnold gerir þetta af einu af mínu uppáhalds móti og ég er ósáttur að missa af því,“ skrifaði Tiger. Woods snéri til baka á síðasta ári eftir löng meiðsli í baki og gerði sér lítð fyrir og vann sinn fyrsta sigur á PGA-túrnum í fimm ár er hann vann Tour Championship mótið í Atlanta í september síðastliðnum. Á þessu ári hefur Tiger endað í 20., 15., og tíunda sæti og er hann talinn fimmti líklegasti kylfingurinn til þess að vinna The Masters sem fer fram í næsta mánuði.
Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira