Tiger meiddur og ekki með um helgina: Vonast til að verða klár fyrir Players Anton Ingi Leifsson skrifar 5. mars 2019 08:30 Tiger er kominn aftur á meiðslalistann. vísir/getty Kylfingurinn Tiger Woods mun ekki keppa á Arnold Palmer mótinu í vikunni en hann hefur dregið sig úr mótinu vegna meiðsla á háls. Woods hefur keppt á þremur mótum það sem af er árinu 2019 og átti samkvæmt dagskrá að keppa á Arnold Palmer mótinu um helgina en nú er það úr sögunni. „Vegna álagsmeiðsla á háls sem ég hef haft í nokkrar vikur þarf ég því miður að draga mig úr keppni á Arnold Palmer mótinu,“ sagði Tiger á Twitter-síðu sína. „Ég hef fengið meðhöndlun en er ekki orðinn nógu góður til þess að spila. Bakið er fínt og þetta eru ekki langvarandi meiðsli og ég vona að ég verði klár fyrir The Players.“ Tiger hefur oftar en ekki gert það gott á þessu tiltekna móti en hann hefur unnið það átta sinnum, sex sinnum oftar en næsti maður. „Ég sendi afsökunarbeiðni á Palmer-fjölskylduna og stuðningsmennina í Orlando. Tengingin við Arnold gerir þetta af einu af mínu uppáhalds móti og ég er ósáttur að missa af því,“ skrifaði Tiger. Woods snéri til baka á síðasta ári eftir löng meiðsli í baki og gerði sér lítð fyrir og vann sinn fyrsta sigur á PGA-túrnum í fimm ár er hann vann Tour Championship mótið í Atlanta í september síðastliðnum. Á þessu ári hefur Tiger endað í 20., 15., og tíunda sæti og er hann talinn fimmti líklegasti kylfingurinn til þess að vinna The Masters sem fer fram í næsta mánuði. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfingurinn Tiger Woods mun ekki keppa á Arnold Palmer mótinu í vikunni en hann hefur dregið sig úr mótinu vegna meiðsla á háls. Woods hefur keppt á þremur mótum það sem af er árinu 2019 og átti samkvæmt dagskrá að keppa á Arnold Palmer mótinu um helgina en nú er það úr sögunni. „Vegna álagsmeiðsla á háls sem ég hef haft í nokkrar vikur þarf ég því miður að draga mig úr keppni á Arnold Palmer mótinu,“ sagði Tiger á Twitter-síðu sína. „Ég hef fengið meðhöndlun en er ekki orðinn nógu góður til þess að spila. Bakið er fínt og þetta eru ekki langvarandi meiðsli og ég vona að ég verði klár fyrir The Players.“ Tiger hefur oftar en ekki gert það gott á þessu tiltekna móti en hann hefur unnið það átta sinnum, sex sinnum oftar en næsti maður. „Ég sendi afsökunarbeiðni á Palmer-fjölskylduna og stuðningsmennina í Orlando. Tengingin við Arnold gerir þetta af einu af mínu uppáhalds móti og ég er ósáttur að missa af því,“ skrifaði Tiger. Woods snéri til baka á síðasta ári eftir löng meiðsli í baki og gerði sér lítð fyrir og vann sinn fyrsta sigur á PGA-túrnum í fimm ár er hann vann Tour Championship mótið í Atlanta í september síðastliðnum. Á þessu ári hefur Tiger endað í 20., 15., og tíunda sæti og er hann talinn fimmti líklegasti kylfingurinn til þess að vinna The Masters sem fer fram í næsta mánuði.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira