„Hreyfingar geta sagt svo miklu meira en orð“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. mars 2019 09:00 Sólbjört Sigurðardóttir, einn þriggja dansara í atriði Hatara, segir að líkamshreyfingar geti sagt miklu meira en það sem hægt er að færa í orð og því leggja liðsmenn Hatara ríka áherslu á hið sjónræna í atriðinu því danshreyfingarnar eru hluti af frásögninni. Danshreyfingarnar geti ýmist verið í samhljómi við tónlistina og á skjön við hana. Lilja Jónsdóttir Sólbjört Sigurðardóttir, einn þriggja dansara í atriði Hatara, segir að líkamshreyfingar geti sagt miklu meira en það sem hægt er að færa í orð. Því leggi liðsmenn Hatara ríka áherslu á hið sjónræna í atriðinu, því danshreyfingarnar eru hluti af frásögninni. Danshreyfingarnar geti ýmist verið í samhljómi við tónlistina og á skjön við hana. „Þetta samband tónlistar og hreyfingar finnst mér áhugavert og ég hef uppgötvað þann áhuga í gegnum námið mitt og verkefni. Starf dansara og danshöfunda getur verið svo margbreytilegt,“ segir Sólbjört í samtali við fréttastofu. Framlag hljómsveitarinnar Hatara, Hatrið mun sigra, vann Söngvakeppni sjónvarpsins sem fór fram síðasta laugardagskvöld með miklum yfirburðum og mun keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv í vor. Sólbjört stundar dansnám við Listaháskóla Íslands en fyrirhuguð útskrift er á dagskrá næsta júní. Lokaverkefnið hennar er einmitt sviðsetning á tónleikum Hatara sem fara fram í Gamla bíói í lok maí. Ástrós Guðjónsdóttir, dansari, og Sigurður Andrean Sigurgeirsson, dansari í Íslenska dansflokknum, dansa með Sólbjörtu á sviðinu. Margir dansarar sem Sólbjört þekkir hafa hrifist með gjörningnum og boðið sig fram til aðstoðar fyrir stóra daginn í Tel Aviv. Ástrós, Andrean og Sólbjört sömdu dansinn fyrir atriðið en Sólbjört hefur fylgt Hatara og dansað á tónleikum þeirra síðustu tvö árin, en þau hafa alltaf lagt mikið upp úr sjónrænni upplifun á tónleikum sínum. Sólbjört segir að það hafi aldrei komið annað til greina en að halda í þann stíl sem hljómsveitin hefur verið þekkt fyrir því í dansinum komi fram mikilvæg frásögn. Sólbjört segir að það hafi verið frábær upplifun að vinna með breska danshöfundinum Lee Proud, sem hefur hjálpað Hatara að æfa atriðið síðasta mánuðinn.Sólbjört leggur stund á dansnám við Listaháskóla Íslands.Gunnlöð Jóna RúnarsdóttirKærir sig ekki um að vera vænd um undirgefni Gagnrýni Nínu Hjálmarsdóttur sem hún setti fram í grein á Stundinni undir yfirskriftinni „Að eigna sér baráttu annarra – Hatari í Eurovision“ hefur vakið mikla umræðu og eftirtekt en í greininni segir Nína: „Ég átti erfitt með að leiða það hjá mér þegar þeir síðar bættu við tveimur kvenkyns dönsurum á sviðið, sem hafa það eina hlutverk að skreyta og magna upplifunina. Nú voru strákarnir búnir að taka á sig birtingarmynd valdsins, á meðan konurnar voru sýndar sem undirgefnar, vélrænar og raddlausar,“ skrifar Nína um aðkomu dansaranna að verkinu. Sólbjört segist hafa verið mjög meðvituð um stöðu sína sem kvenkyns dansari og danshöfundur í Hatara. Hún segist í gegnum tíðina hafa verið ánægð með hvað Nína hefur verið ötul við að skrifa um danssýningar og að danssamfélagið á Íslandi sé ánægt með hversu mjög Nína hafi haldið á lofti gagnrýninni umræðu um dans á Íslandi. Sólbjört er aftur á móti mjög ósammála því að hún sé undirgefin, raddlaus eða til skrauts í sinni listsköpun. Návist kvendansara í atriðinu sé mjög sterk og beinskeytt eins og það hafi alltaf verið í sviðsetningu tónleika Hatara. Hún segir að það sé mikil þversögn á milli búninga og hreyfinga sem geri samspil tónlistar og hins sjónræna að áhugaverðri upplifun fyrir áhorfandann. Það vakni eflaust spurningar varðandi sviðsetninguna sem geti þýtt svo ótal margt. Sólbjört bendir á að í atriði Hatara syngi hún og Ástrós Klemens Hannigan til stuðnings og þá dansi þau jafnframt sömu dansrútínu. Hún segir að vissulega sé unnið með kynþokka sem tól við sköpun á atriðinu en bætir við að dansararnir hafi skapað þennan kynþokka án þess að hann yfirtaki vélrænar og kaldranalegar hreyfingar. Hún segist því ekki geta tekið undir þá fullyrðingu að kvendansararnir séu undirgefnir og raddlausir heldur séu þeir algjörlega á skjön við mýtuna um hina mjúku og viðkvæmu konu. „Hreyfingar geta sagt svo miklu meira en orð“, segir Sólbjört. Lék í Ríkharði III daginn eftir söngvakeppnina Það er nóg að gera hjá Sólbjörtu þessa dagana því auk þess að dansa í atriði Hatara fer hún með hlutverk Elísabetar yngri í jólasýningu Borgarleikhússins Ríkharði III. Daginn eftir að Hatari sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins steig Sólbjört á svið Borgarleikhússins og túlkaði eina af persónum Shakespeare með leik og danshreyfingum. Hlutverkið í Ríkharði III er hluti af starfsnámi Sólbjartar í Listaháskólanum en Brynhildur Guðjónsdóttir, leikstjóri, fékk hugmyndina um að fá Sólbjörtu í verkið. Valgerður Rúnarsdóttir sá um hreyfingar í verkinu.Hatarafjölskyldan saman komin.Hatarafjölskylda í hljómsveitinni Sólbjört og Einar Stefánsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Hatara, eru par og eiga saman eins og hálfs árs gamla stúlku. „Hún er sú sem leiddi hann [Einar Stefánsson] á myndinni sem braut internetið,“ segir Sólbjört um ljósmyndina sem náðist af feðginunum leiðast að Söngvakeppninni lokinni. Hún segir að dóttir þeirra sé yfir sig hrifin af tónlist Hatara og biðji í sífellu um að fá að hlusta á „Hatrið mun sigra“. Henni finnist svo gaman að horfa á atriðið og hrópi í sífellu upp yfir sig „mamma!“, „pabbi!“ á meðan á áhorfinu stendur. Svei mér þá ef það yrði ekki bara nóg að senda bara þessa ljósmynd til Ísrael. #12stig Mynd: Guðmundur Atli Pétursson pic.twitter.com/Lix8Up86Lm— Hallgrímur ólafsson (@hallgrimurolafs) March 3, 2019 Dans Eurovision Menning Tónlist Tengdar fréttir Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54 Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34 Heimsbyggðin bregst við sigri Hatara: „Guð minn góður þetta gerðist í alvöru“ Ef marka má umræðuþræði Eurovision aðdáenda og YouTube-myndbönd sem fjalla um sigur Hatara má sjá að lagið virðist almennt njóta mikilla vinsælda víða um heim. 3. mars 2019 14:27 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira
Sólbjört Sigurðardóttir, einn þriggja dansara í atriði Hatara, segir að líkamshreyfingar geti sagt miklu meira en það sem hægt er að færa í orð. Því leggi liðsmenn Hatara ríka áherslu á hið sjónræna í atriðinu, því danshreyfingarnar eru hluti af frásögninni. Danshreyfingarnar geti ýmist verið í samhljómi við tónlistina og á skjön við hana. „Þetta samband tónlistar og hreyfingar finnst mér áhugavert og ég hef uppgötvað þann áhuga í gegnum námið mitt og verkefni. Starf dansara og danshöfunda getur verið svo margbreytilegt,“ segir Sólbjört í samtali við fréttastofu. Framlag hljómsveitarinnar Hatara, Hatrið mun sigra, vann Söngvakeppni sjónvarpsins sem fór fram síðasta laugardagskvöld með miklum yfirburðum og mun keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv í vor. Sólbjört stundar dansnám við Listaháskóla Íslands en fyrirhuguð útskrift er á dagskrá næsta júní. Lokaverkefnið hennar er einmitt sviðsetning á tónleikum Hatara sem fara fram í Gamla bíói í lok maí. Ástrós Guðjónsdóttir, dansari, og Sigurður Andrean Sigurgeirsson, dansari í Íslenska dansflokknum, dansa með Sólbjörtu á sviðinu. Margir dansarar sem Sólbjört þekkir hafa hrifist með gjörningnum og boðið sig fram til aðstoðar fyrir stóra daginn í Tel Aviv. Ástrós, Andrean og Sólbjört sömdu dansinn fyrir atriðið en Sólbjört hefur fylgt Hatara og dansað á tónleikum þeirra síðustu tvö árin, en þau hafa alltaf lagt mikið upp úr sjónrænni upplifun á tónleikum sínum. Sólbjört segir að það hafi aldrei komið annað til greina en að halda í þann stíl sem hljómsveitin hefur verið þekkt fyrir því í dansinum komi fram mikilvæg frásögn. Sólbjört segir að það hafi verið frábær upplifun að vinna með breska danshöfundinum Lee Proud, sem hefur hjálpað Hatara að æfa atriðið síðasta mánuðinn.Sólbjört leggur stund á dansnám við Listaháskóla Íslands.Gunnlöð Jóna RúnarsdóttirKærir sig ekki um að vera vænd um undirgefni Gagnrýni Nínu Hjálmarsdóttur sem hún setti fram í grein á Stundinni undir yfirskriftinni „Að eigna sér baráttu annarra – Hatari í Eurovision“ hefur vakið mikla umræðu og eftirtekt en í greininni segir Nína: „Ég átti erfitt með að leiða það hjá mér þegar þeir síðar bættu við tveimur kvenkyns dönsurum á sviðið, sem hafa það eina hlutverk að skreyta og magna upplifunina. Nú voru strákarnir búnir að taka á sig birtingarmynd valdsins, á meðan konurnar voru sýndar sem undirgefnar, vélrænar og raddlausar,“ skrifar Nína um aðkomu dansaranna að verkinu. Sólbjört segist hafa verið mjög meðvituð um stöðu sína sem kvenkyns dansari og danshöfundur í Hatara. Hún segist í gegnum tíðina hafa verið ánægð með hvað Nína hefur verið ötul við að skrifa um danssýningar og að danssamfélagið á Íslandi sé ánægt með hversu mjög Nína hafi haldið á lofti gagnrýninni umræðu um dans á Íslandi. Sólbjört er aftur á móti mjög ósammála því að hún sé undirgefin, raddlaus eða til skrauts í sinni listsköpun. Návist kvendansara í atriðinu sé mjög sterk og beinskeytt eins og það hafi alltaf verið í sviðsetningu tónleika Hatara. Hún segir að það sé mikil þversögn á milli búninga og hreyfinga sem geri samspil tónlistar og hins sjónræna að áhugaverðri upplifun fyrir áhorfandann. Það vakni eflaust spurningar varðandi sviðsetninguna sem geti þýtt svo ótal margt. Sólbjört bendir á að í atriði Hatara syngi hún og Ástrós Klemens Hannigan til stuðnings og þá dansi þau jafnframt sömu dansrútínu. Hún segir að vissulega sé unnið með kynþokka sem tól við sköpun á atriðinu en bætir við að dansararnir hafi skapað þennan kynþokka án þess að hann yfirtaki vélrænar og kaldranalegar hreyfingar. Hún segist því ekki geta tekið undir þá fullyrðingu að kvendansararnir séu undirgefnir og raddlausir heldur séu þeir algjörlega á skjön við mýtuna um hina mjúku og viðkvæmu konu. „Hreyfingar geta sagt svo miklu meira en orð“, segir Sólbjört. Lék í Ríkharði III daginn eftir söngvakeppnina Það er nóg að gera hjá Sólbjörtu þessa dagana því auk þess að dansa í atriði Hatara fer hún með hlutverk Elísabetar yngri í jólasýningu Borgarleikhússins Ríkharði III. Daginn eftir að Hatari sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins steig Sólbjört á svið Borgarleikhússins og túlkaði eina af persónum Shakespeare með leik og danshreyfingum. Hlutverkið í Ríkharði III er hluti af starfsnámi Sólbjartar í Listaháskólanum en Brynhildur Guðjónsdóttir, leikstjóri, fékk hugmyndina um að fá Sólbjörtu í verkið. Valgerður Rúnarsdóttir sá um hreyfingar í verkinu.Hatarafjölskyldan saman komin.Hatarafjölskylda í hljómsveitinni Sólbjört og Einar Stefánsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Hatara, eru par og eiga saman eins og hálfs árs gamla stúlku. „Hún er sú sem leiddi hann [Einar Stefánsson] á myndinni sem braut internetið,“ segir Sólbjört um ljósmyndina sem náðist af feðginunum leiðast að Söngvakeppninni lokinni. Hún segir að dóttir þeirra sé yfir sig hrifin af tónlist Hatara og biðji í sífellu um að fá að hlusta á „Hatrið mun sigra“. Henni finnist svo gaman að horfa á atriðið og hrópi í sífellu upp yfir sig „mamma!“, „pabbi!“ á meðan á áhorfinu stendur. Svei mér þá ef það yrði ekki bara nóg að senda bara þessa ljósmynd til Ísrael. #12stig Mynd: Guðmundur Atli Pétursson pic.twitter.com/Lix8Up86Lm— Hallgrímur ólafsson (@hallgrimurolafs) March 3, 2019
Dans Eurovision Menning Tónlist Tengdar fréttir Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54 Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34 Heimsbyggðin bregst við sigri Hatara: „Guð minn góður þetta gerðist í alvöru“ Ef marka má umræðuþræði Eurovision aðdáenda og YouTube-myndbönd sem fjalla um sigur Hatara má sjá að lagið virðist almennt njóta mikilla vinsælda víða um heim. 3. mars 2019 14:27 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira
Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54
Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34
Heimsbyggðin bregst við sigri Hatara: „Guð minn góður þetta gerðist í alvöru“ Ef marka má umræðuþræði Eurovision aðdáenda og YouTube-myndbönd sem fjalla um sigur Hatara má sjá að lagið virðist almennt njóta mikilla vinsælda víða um heim. 3. mars 2019 14:27