BBC og NRK hætta að spila lög Michael Jackson Atli Ísleifsson skrifar 4. mars 2019 12:49 Michael Jackson hefur áður verið sakaður um kynferðisbrot gegn börnum. Getty Breska ríkisútvarpið BBC og norska ríkisútvarpið NRK hafa bæði ákveðið að hætta að spila tónlist Michael Jackson á útvarpsstöðvum þess, í það minnsta tímabundið. Er ástæðan rakin til nýrra upplýsinga sem fram koma í heimildarmyndinni Leaving Neverland, sem frumsýnd verður síðar í vikunni, þar sem tónlistarmaðurinn er sakaður um gróf kynferðisbrot gegn börnum.Telegraph segir að ákvörðun BBC um að hætta spila lög Jackson á útvarpsstöðinni Radio 2 hafi verið tekin í síðustu viku. Síðasta lag Jackson sem spilað var á stöðinni var lagið Rock with You frá árinu 1979 sem spilað var 23. febrúar síðastliðinn. Á vefsíðu NRK segir að lög Michael Jackson verði ekki spiluð á útvarpsstöðvum þess í tvær vikur frá og með föstudeginum 8. mars. Knut Henrik Ytre-Arne, tónlistarstjóri NRK, segir Jackson hafa mikla þýðingu fyrir stóran áhorfendahóp. Erfitt sé að segja til um það nú hvort að NRK hætti alfarið að spila tónlist hans, en að tekið verði tillit til viðbragða almennings eftir frumsýningu á Leaving Neverland.Skjáskot af forsíðu NRK.Í heimildarmyndinni, sem er í tveimur hlutum, segja þeir James Safechuck og Wade Robson frá því að þeir hafi verið kynferðislega misnotaðir af Jackson um margra ára skeið. Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri Rásar 2, segir í samtali við Vísi að sú umræða hvort að hætta eigi spilun laga Michael Jackson hafi ekki verið tekin innan veggja RÚV. Ágúst Héðinsson, forstöðumaður hjá Sýn sem rekur útvarpsstöðvarnar Bylgjuna, FM957 og X-ið, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort til standi að hætta að spila lög Michael Jackson á útvarpsstöðvum fyrirtækisins. Grannt sé þó fylgst með málinu.Að neðan má sjá stikluna fyrir heimildarmyndina Leaving Neverland.Vísir er í eigu Sýnar. Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Sláandi stikla úr Leaving Neverland Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 20. febrúar 2019 13:30 Lögmenn Michael Jackson undirbúa margra milljarða lögsókn gegn HBO Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 22. febrúar 2019 13:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Breska ríkisútvarpið BBC og norska ríkisútvarpið NRK hafa bæði ákveðið að hætta að spila tónlist Michael Jackson á útvarpsstöðvum þess, í það minnsta tímabundið. Er ástæðan rakin til nýrra upplýsinga sem fram koma í heimildarmyndinni Leaving Neverland, sem frumsýnd verður síðar í vikunni, þar sem tónlistarmaðurinn er sakaður um gróf kynferðisbrot gegn börnum.Telegraph segir að ákvörðun BBC um að hætta spila lög Jackson á útvarpsstöðinni Radio 2 hafi verið tekin í síðustu viku. Síðasta lag Jackson sem spilað var á stöðinni var lagið Rock with You frá árinu 1979 sem spilað var 23. febrúar síðastliðinn. Á vefsíðu NRK segir að lög Michael Jackson verði ekki spiluð á útvarpsstöðvum þess í tvær vikur frá og með föstudeginum 8. mars. Knut Henrik Ytre-Arne, tónlistarstjóri NRK, segir Jackson hafa mikla þýðingu fyrir stóran áhorfendahóp. Erfitt sé að segja til um það nú hvort að NRK hætti alfarið að spila tónlist hans, en að tekið verði tillit til viðbragða almennings eftir frumsýningu á Leaving Neverland.Skjáskot af forsíðu NRK.Í heimildarmyndinni, sem er í tveimur hlutum, segja þeir James Safechuck og Wade Robson frá því að þeir hafi verið kynferðislega misnotaðir af Jackson um margra ára skeið. Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri Rásar 2, segir í samtali við Vísi að sú umræða hvort að hætta eigi spilun laga Michael Jackson hafi ekki verið tekin innan veggja RÚV. Ágúst Héðinsson, forstöðumaður hjá Sýn sem rekur útvarpsstöðvarnar Bylgjuna, FM957 og X-ið, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort til standi að hætta að spila lög Michael Jackson á útvarpsstöðvum fyrirtækisins. Grannt sé þó fylgst með málinu.Að neðan má sjá stikluna fyrir heimildarmyndina Leaving Neverland.Vísir er í eigu Sýnar.
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Sláandi stikla úr Leaving Neverland Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 20. febrúar 2019 13:30 Lögmenn Michael Jackson undirbúa margra milljarða lögsókn gegn HBO Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 22. febrúar 2019 13:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Sláandi stikla úr Leaving Neverland Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 20. febrúar 2019 13:30
Lögmenn Michael Jackson undirbúa margra milljarða lögsókn gegn HBO Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 22. febrúar 2019 13:30