Staðan var jöfn að venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Ekki var bara jafnt eftir hana heldur einnig næstu tvær og réðust því úrslitin í fjórðu framlengingu.
Atlanta er með um 33% sigurhlutfall í vetur á meðan Chicago er ekki með nema 28,6% en bæði lið eru ekki á leið í úrslitakeppnina eins og stendur.
Trae Young var stigahæstur í liði Atlanta en hann gerði 49 stig og auk þess gaf hann sextán stoðsendingar í leiknum magnaða. Zach LaVine var með 47 stig í liði Chicago og níu stoðsendingar.
Boston er með 60% sigurhlutfall í vetur eftir Boston vann ellefu stiga sigur á Washington, 106-97, á meðan LA Lakers tapaði með ellefu stigum fyrir Milwaukee, 131-120. Lakers með um 50% sigurhlutfall.
Önnur úrslit næturinnar:
Charlotte - Broklyn 123-112
Washington - Boston 96-107
Portland - Toronto 117-119
New Orleans - Phoenix 130-116
LA Clippers - Sacramento 116-109
Milwaukee - LA Lakers 131-120