Lifir fyrir körfuboltann Starri Freyr Jónsson skrifar 1. mars 2019 13:00 Arnar Guðjónsson fagnar bikarmeistaratitli sínum með Ægi Þór Steinarssyni. Vísir/Bára Fyrsti stóri titill Arnars Guðjónssonar, þjálfara karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta, er kominn í hús. Hann hefur búið í Danmörku undanfarin ár ásamt fjölskyldu sinni en er kominn heim. Nú stefnir hann á stóra titilinn í vor. „Það hefur verið mjög gaman að koma heim eftir langa dvöl erlendis. Mér líður vel í Stjörnunni, félagið er mjög samheldið og starfsfólkið hjá félaginu og íþróttahúsinu er frábært. Því hefur verið auðvelt að komast inn í hlutina. Stjórn deildarinnar hefur einnig verið mjög opin fyrir hugmyndum mínum sem gerir vinnu mína mun auðveldari. Þetta er líka mjög skemmtilegur tími til að koma inn í íslenska boltann, reglubreytingar um fjölda útlendinga hafa gert það að verkum að deildin er mun sterkari og tek ég því fagnandi. Fjölskyldan býr þó enn í Danmörku og því er ég enn með annan fótinn þar. Dröfn klárar hins vegar námið í vetur og því sameinast fjölskyldan hér heima í vor.“Frábær æskuár Arnar hefur búið víða um ævina. Æskuárunum eyddi hann í Borgarfirðinum sem voru frábær að hans sögn en hann bjó í Reykholti alla æsku sína fyrir utan hálft ár, þegar fjölskyldan bjó á Höfn í Hornafirði. „Það var mikið frelsi sem fólst í því að alast upp úti á landi. Allt föðurfólkið mitt er á svæðinu og erum við mjög náin. Ég var mikið í kringum afa minn heitinn, Guðmund Guðjónsson, og er mjög litaður af þeim tíma sem við áttum saman enda átti hann stóran þátt í að móta mig sem manneskju.“ Íþróttalífið í Borgarfirðinum var frábært að hans sögn en þar sem strákahópurinn var fámennur þótti þeim körfuboltinn hentugasta íþróttin til að taka þátt í á landsvísu. „Einnig hafði það áhrif að Skallagrímur var eina liðið á svæðinu með lið í efstu deild í körfubolta. Nokkrir leikmenn liðsins, til dæmis Tómas Holton og Alexander Ermolinskij, gerðu sér ferðir í uppsveitirnar til að kynna íþróttina sem kveikti enn frekar áhuga okkar.“Ágúst kveikti áhugann Sjálfur segist hann hafa átt frekar ómerkilegan feril sem leikmaður. „Ég lék með Reykdælum og Þór Akureyri og einnig stutta stund fyrir Skallagrím og FSu auk þess sem ég dvaldi vetur í Bandaríkjunum sem skiptinemi og lék með skólaliðinu. Áhugi minn á þjálfun kviknaði eftir að hafa spilað fyrir Ágúst Guðmundsson á Akureyri en sá maður hafði mikil áhrif á þá ákvörðun mína að gerast þjálfari.“ Þjálfaraferillinn hófst hjá Sindra í Hornafirði þar sem hann þjálfaði í tvö ár og segist hafa fengið að hlaupa aðeins af sér hornin. „Ég fékk að stjórna miklu og prófa mig áfram sem var mjög gott. Næst fór ég á Selfoss og þjálfaði FSu með Brynjari Karli Sigurðssyni sem var gríðarlega lærdómsríkur tími en ég lærði mjög mikið af honum.“Fjölskyldan saman í miðbæ Svendborg. Dröfn heldur á dóttur þeirra Iðunni og Arnar á syninum Bjarka.Mynd/Úr einkasafniLærdómsríkur tími Flutningur til Danmerkur var ekki á dagskrá hjá Arnari á þessum tímapunkti. Þegar hér var komið sögu var hann þó nýlega búinn að kynnast verðandi eiginkonu sinni sem var komin með skólavist í Danmörku. „Sjálfur var ég kominn inn í Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni en ákvað þó að fylgja henni frekar til Danmerkur og sé ekki eftir því. Stórvinur minn Rúnar Birgir Gíslason kom mér í samband við nokkur félög. Hlutirnir gengu hratt fyrir sig og fljótlega gerðist ég aðstoðarþjálfari hjá Aabyhoj. Þar þjálfaði ég í þrjú og hálft ár, tvö sem aðstoðarþjálfari og síðar sem aðalþjálfari. Eftir það var ég ráðinn til Svendborg Rabbits, þar starfaði ég í fjögur ár, tvö sem aðstoðarmaður Craigs Pedersen sem síðar varð landsliðsþjálfari okkar, og tvö sem aðalþjálfari.“ Árin í Danmörku voru mjög lærdómsrík að hans sögn. „Þarna fékk maður að kynnast körfubolta sem var frábrugðinn þeim íslenska. Hann var hægari, talsvert taktískari og meira um hávaxna leikmenn. Danskir íþróttamenn eru þó talsvert sérhlífnari en þeir íslensku. Á þessum tíma var umgjörðin betri þó svo að Ísland hafi unnið á og líklega tekið fram úr á síðustu árum.“ Þrátt fyrir góð ár ytra segist hann fúslega viðurkenna að það sé fátt sem hann sakni frá hinu danska lífi. „Daninn er frekar ákvörðunarfælinn og ég hef meira gaman af hvatvísum Íslendingum. Hins vegar sakna ég þess góða fólks sem ég kynntist. Ég á marga góða félaga í Danmörku sem ég þarf að halda áfram að eiga í samskiptum við næstu árin.“Arnar Guðjónsson tekur við verðlaununum sínum eftir sinn fyrsta titil sem þjálfari á Íslandi.Vísir/BáraGóður skóli Arnar var í þjálfarateymi íslenska landsliðsins sem náði þeim frábæra árangri að komast á lokamót EM 2015 og 2017. Áður hafði hann starfað í þjálfarateymi U20 landsliðs Dana í tvö sumur og verið aðstoðarmaður Einars Árna Jóhannssonar hjá U18 liði karla. „Árin mín með landsliðinu voru frábær og þjálfarateymin voru skemmtileg öll árin. Sú upplifun að hafa farið á tvö stórmót er eitthvað sem seint gleymist. Það sem situr helst eftir er að hafa fengið að vinna með öllum okkar bestu leikmönnum í allan þennan tíma. Það er mjög lærdómsríkt og gríðarlega góður skóli.“ Hann ákvað að hætta með landsliðinu eftir að hann tók við Stjörnunni síðasta sumar, fyrst og fremst svo hann gæti heimsótt fjölskylduna reglulega í Danmörku í vetur. „Það hefur verið mjög skrítið að fylgjast með landsliðinu af hliðarlínunni í síðustu verkefnum. Margir af okkar bestu leikmönnum síðustu tvo áratugina hafa lagt landsliðsskóna á hilluna og miklar breytingar eru fram undan. Við eigum mjög hæfileikaríka unga leikmenn sem eru að taka við keflinu en þeir þurfa sinn tíma. Það má ekki gleymast að upphafsár gullkynslóðarinnar voru enginn dans á rósum, þeir þurftu að vaða eld og brennistein áður en þessi frábæri árangur náðist. Því vona ég innilega að landsmenn haldi áfram að standa við bakið á liðinu og skilji að um langhlaup er að ræða.“Arnar Guðjónsson.Fréttablaðið/StefánBesti tíminn fram undan Þar sem körfuboltinn er bæði atvinna hans og helsta áhugamál kemst lítið annað að þessa dagana. „Lífið utan körfuboltans er því ekkert sérstaklega merkilegt, satt að segja. Ég fylgist með öðrum íþróttum og þá sérstaklega amerískum fótbolta. Einnig hef ég gaman af að prófa mig áfram á golfvellinum þó svo að spilamennska mín líkist frekar krikket en golfi. Einnig er ég matgæðingur mikill eins og sést vel á mér og hef gaman af því að elda. Annars vil ég helst nota frítíma með vinum og fjölskyldu yfir góðum kaffibolla og spjalli. Mikið af frístundum mínum eru uppi í Borgarfirði þar sem lífið gengur á eðlilegum hraða.“ Úrslitakeppnin er handan við hornið sem er besti tími ársins að hans sögn. „Eftir hana þarf maður að fara að setja fókusinn á fjölskylduna sem hefur þurft að sitja alltof mikið á hakanum undanfarna mánuði þar sem við erum búsett hvort í sínu landinu.“Bjarki litli skoðar heiminn af öxlum föður síns, Arnars Guðjónssonar.Mynd/Úr einkasafni Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Fyrsti stóri titill Arnars Guðjónssonar, þjálfara karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta, er kominn í hús. Hann hefur búið í Danmörku undanfarin ár ásamt fjölskyldu sinni en er kominn heim. Nú stefnir hann á stóra titilinn í vor. „Það hefur verið mjög gaman að koma heim eftir langa dvöl erlendis. Mér líður vel í Stjörnunni, félagið er mjög samheldið og starfsfólkið hjá félaginu og íþróttahúsinu er frábært. Því hefur verið auðvelt að komast inn í hlutina. Stjórn deildarinnar hefur einnig verið mjög opin fyrir hugmyndum mínum sem gerir vinnu mína mun auðveldari. Þetta er líka mjög skemmtilegur tími til að koma inn í íslenska boltann, reglubreytingar um fjölda útlendinga hafa gert það að verkum að deildin er mun sterkari og tek ég því fagnandi. Fjölskyldan býr þó enn í Danmörku og því er ég enn með annan fótinn þar. Dröfn klárar hins vegar námið í vetur og því sameinast fjölskyldan hér heima í vor.“Frábær æskuár Arnar hefur búið víða um ævina. Æskuárunum eyddi hann í Borgarfirðinum sem voru frábær að hans sögn en hann bjó í Reykholti alla æsku sína fyrir utan hálft ár, þegar fjölskyldan bjó á Höfn í Hornafirði. „Það var mikið frelsi sem fólst í því að alast upp úti á landi. Allt föðurfólkið mitt er á svæðinu og erum við mjög náin. Ég var mikið í kringum afa minn heitinn, Guðmund Guðjónsson, og er mjög litaður af þeim tíma sem við áttum saman enda átti hann stóran þátt í að móta mig sem manneskju.“ Íþróttalífið í Borgarfirðinum var frábært að hans sögn en þar sem strákahópurinn var fámennur þótti þeim körfuboltinn hentugasta íþróttin til að taka þátt í á landsvísu. „Einnig hafði það áhrif að Skallagrímur var eina liðið á svæðinu með lið í efstu deild í körfubolta. Nokkrir leikmenn liðsins, til dæmis Tómas Holton og Alexander Ermolinskij, gerðu sér ferðir í uppsveitirnar til að kynna íþróttina sem kveikti enn frekar áhuga okkar.“Ágúst kveikti áhugann Sjálfur segist hann hafa átt frekar ómerkilegan feril sem leikmaður. „Ég lék með Reykdælum og Þór Akureyri og einnig stutta stund fyrir Skallagrím og FSu auk þess sem ég dvaldi vetur í Bandaríkjunum sem skiptinemi og lék með skólaliðinu. Áhugi minn á þjálfun kviknaði eftir að hafa spilað fyrir Ágúst Guðmundsson á Akureyri en sá maður hafði mikil áhrif á þá ákvörðun mína að gerast þjálfari.“ Þjálfaraferillinn hófst hjá Sindra í Hornafirði þar sem hann þjálfaði í tvö ár og segist hafa fengið að hlaupa aðeins af sér hornin. „Ég fékk að stjórna miklu og prófa mig áfram sem var mjög gott. Næst fór ég á Selfoss og þjálfaði FSu með Brynjari Karli Sigurðssyni sem var gríðarlega lærdómsríkur tími en ég lærði mjög mikið af honum.“Fjölskyldan saman í miðbæ Svendborg. Dröfn heldur á dóttur þeirra Iðunni og Arnar á syninum Bjarka.Mynd/Úr einkasafniLærdómsríkur tími Flutningur til Danmerkur var ekki á dagskrá hjá Arnari á þessum tímapunkti. Þegar hér var komið sögu var hann þó nýlega búinn að kynnast verðandi eiginkonu sinni sem var komin með skólavist í Danmörku. „Sjálfur var ég kominn inn í Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni en ákvað þó að fylgja henni frekar til Danmerkur og sé ekki eftir því. Stórvinur minn Rúnar Birgir Gíslason kom mér í samband við nokkur félög. Hlutirnir gengu hratt fyrir sig og fljótlega gerðist ég aðstoðarþjálfari hjá Aabyhoj. Þar þjálfaði ég í þrjú og hálft ár, tvö sem aðstoðarþjálfari og síðar sem aðalþjálfari. Eftir það var ég ráðinn til Svendborg Rabbits, þar starfaði ég í fjögur ár, tvö sem aðstoðarmaður Craigs Pedersen sem síðar varð landsliðsþjálfari okkar, og tvö sem aðalþjálfari.“ Árin í Danmörku voru mjög lærdómsrík að hans sögn. „Þarna fékk maður að kynnast körfubolta sem var frábrugðinn þeim íslenska. Hann var hægari, talsvert taktískari og meira um hávaxna leikmenn. Danskir íþróttamenn eru þó talsvert sérhlífnari en þeir íslensku. Á þessum tíma var umgjörðin betri þó svo að Ísland hafi unnið á og líklega tekið fram úr á síðustu árum.“ Þrátt fyrir góð ár ytra segist hann fúslega viðurkenna að það sé fátt sem hann sakni frá hinu danska lífi. „Daninn er frekar ákvörðunarfælinn og ég hef meira gaman af hvatvísum Íslendingum. Hins vegar sakna ég þess góða fólks sem ég kynntist. Ég á marga góða félaga í Danmörku sem ég þarf að halda áfram að eiga í samskiptum við næstu árin.“Arnar Guðjónsson tekur við verðlaununum sínum eftir sinn fyrsta titil sem þjálfari á Íslandi.Vísir/BáraGóður skóli Arnar var í þjálfarateymi íslenska landsliðsins sem náði þeim frábæra árangri að komast á lokamót EM 2015 og 2017. Áður hafði hann starfað í þjálfarateymi U20 landsliðs Dana í tvö sumur og verið aðstoðarmaður Einars Árna Jóhannssonar hjá U18 liði karla. „Árin mín með landsliðinu voru frábær og þjálfarateymin voru skemmtileg öll árin. Sú upplifun að hafa farið á tvö stórmót er eitthvað sem seint gleymist. Það sem situr helst eftir er að hafa fengið að vinna með öllum okkar bestu leikmönnum í allan þennan tíma. Það er mjög lærdómsríkt og gríðarlega góður skóli.“ Hann ákvað að hætta með landsliðinu eftir að hann tók við Stjörnunni síðasta sumar, fyrst og fremst svo hann gæti heimsótt fjölskylduna reglulega í Danmörku í vetur. „Það hefur verið mjög skrítið að fylgjast með landsliðinu af hliðarlínunni í síðustu verkefnum. Margir af okkar bestu leikmönnum síðustu tvo áratugina hafa lagt landsliðsskóna á hilluna og miklar breytingar eru fram undan. Við eigum mjög hæfileikaríka unga leikmenn sem eru að taka við keflinu en þeir þurfa sinn tíma. Það má ekki gleymast að upphafsár gullkynslóðarinnar voru enginn dans á rósum, þeir þurftu að vaða eld og brennistein áður en þessi frábæri árangur náðist. Því vona ég innilega að landsmenn haldi áfram að standa við bakið á liðinu og skilji að um langhlaup er að ræða.“Arnar Guðjónsson.Fréttablaðið/StefánBesti tíminn fram undan Þar sem körfuboltinn er bæði atvinna hans og helsta áhugamál kemst lítið annað að þessa dagana. „Lífið utan körfuboltans er því ekkert sérstaklega merkilegt, satt að segja. Ég fylgist með öðrum íþróttum og þá sérstaklega amerískum fótbolta. Einnig hef ég gaman af að prófa mig áfram á golfvellinum þó svo að spilamennska mín líkist frekar krikket en golfi. Einnig er ég matgæðingur mikill eins og sést vel á mér og hef gaman af því að elda. Annars vil ég helst nota frítíma með vinum og fjölskyldu yfir góðum kaffibolla og spjalli. Mikið af frístundum mínum eru uppi í Borgarfirði þar sem lífið gengur á eðlilegum hraða.“ Úrslitakeppnin er handan við hornið sem er besti tími ársins að hans sögn. „Eftir hana þarf maður að fara að setja fókusinn á fjölskylduna sem hefur þurft að sitja alltof mikið á hakanum undanfarna mánuði þar sem við erum búsett hvort í sínu landinu.“Bjarki litli skoðar heiminn af öxlum föður síns, Arnars Guðjónssonar.Mynd/Úr einkasafni
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum