Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Kristján Már Unnarsson skrifar 18. mars 2019 21:45 Inga Hrönn Georgsdóttir, bóndi á Kjörseyri og aðstoðarverslunarstjóri N1 í Staðarskála. Stöð 2/Einar Árnason. Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. Þótt hann sé ekki lengur í eigu heimamanna í Hrútafirði líta þeir samt á hann svolítið sem sína eign. Fjallað var um Staðarskála í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Í ljóði Þórarins Eldjárns frá árinu 1991, Staðarskáli er Ísland, segir að þessi miðstöð mannaferða sé Mekka allra þeirra sem á landið trúa. Ljóðið er nú greipt í glervegg í anddyri Staðarskála.Nýi Staðarskáli var opnaður árið 2008 þegar þjóðvegurinn um botn Hrútafjarðar var færður.Stöð 2/Einar Árnason.„Ætli meðaltalið hjá okkur í fyrrasumar hafi ekki verið á bilinu sex- til áttaþúsund manns á dag sem komu í húsið,“ segir Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála. Í afgreiðslunni og eldhúsinu mega starfsmenn hafa sig alla við að sinna óskum vegfarenda í þessari helstu umferðarmiðstöð þjóðveganna.Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála.Stöð 2/Einar Árnason.„Við höfum alveg farið upp í 100-150 lítra á góðum degi af kjötsúpu. Stærsti dagur í pylsum held ég hafi verð hátt í 800 pylsur á dag,“ segir Einar. Núverandi skáli er arftaki bæði gamla Staðarskála og gamla Brúarskála en þeir höfðu áður verið í eigu heimamanna; Staðarskáli í eigu Staðarmanna en Brúarskáli í eigu kaupfélagsins.Brúarskáli stóð við gatnamótin hjá gömlu símstöðinni á Brú. Hann var rifinn árið 2008 þegar hann þurfti að víkja fyrir nýja veginum.Mynd/Brúarhópurinn.Og enn í dag er Staðarskáli vinnustaður sem tengist nánast hverjum einasta bæ í sveitinni, en þar starfa 56 manns á sumrin og 26 manns yfir vetrartímann, margir úr Hrútafirði. En er erfitt fyrir Hrútfirðinga að Staðarskáli skuli ekki lengur vera í þeirra eigu heldur hlutafélags í Reykjavík?Gamli Staðarskáli árið 1995. Hann er í dag nýttur sem gistihús fyrir starfsmenn Staðarskála.Mynd/Staðarhópurinn.„Við lítum svolítið á þetta sem okkar eign, samt sem áður,“ segir Inga Hrönn Georgsdóttir, bóndi á Kjörseyri og aðstoðarverslunarstjóri, en hún byrjaði 16 ára gömul að vinna í Brúarskála. Staðarskáli er vinsælasti áningarstaður trukkabílstjóranna, eins og þeirra Ómars Sigurðssonar og Gunnlaugur Hjörvars Gunnlaugssonar, en þeir starfa hjá Ekju og Eimskip. Þeir segjast staldra þar við nánast daglega.Flutningabílstjórarnir Ómar Sigurðsson og Gunnlaugur Hjörvar Gunnlaugsson snæða kvöldverð í Staðarskála.Stöð 2/Einar Árnason.Þeir voru að snæða lambalærissneiðar í raspi með kartöflum, rauðkáli og brúnsósu en þeir segja „mömmumatinn“ helstu ástæðu þess að trukkabílstjórar velja staðinn. „Þetta er svona félagsmiðstöðin okkar. Hérna verða sögurnar til og slúðrið,“ segir Gunnlaugur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Húnaþing vestra Samgöngur Um land allt Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. Þótt hann sé ekki lengur í eigu heimamanna í Hrútafirði líta þeir samt á hann svolítið sem sína eign. Fjallað var um Staðarskála í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Í ljóði Þórarins Eldjárns frá árinu 1991, Staðarskáli er Ísland, segir að þessi miðstöð mannaferða sé Mekka allra þeirra sem á landið trúa. Ljóðið er nú greipt í glervegg í anddyri Staðarskála.Nýi Staðarskáli var opnaður árið 2008 þegar þjóðvegurinn um botn Hrútafjarðar var færður.Stöð 2/Einar Árnason.„Ætli meðaltalið hjá okkur í fyrrasumar hafi ekki verið á bilinu sex- til áttaþúsund manns á dag sem komu í húsið,“ segir Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála. Í afgreiðslunni og eldhúsinu mega starfsmenn hafa sig alla við að sinna óskum vegfarenda í þessari helstu umferðarmiðstöð þjóðveganna.Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála.Stöð 2/Einar Árnason.„Við höfum alveg farið upp í 100-150 lítra á góðum degi af kjötsúpu. Stærsti dagur í pylsum held ég hafi verð hátt í 800 pylsur á dag,“ segir Einar. Núverandi skáli er arftaki bæði gamla Staðarskála og gamla Brúarskála en þeir höfðu áður verið í eigu heimamanna; Staðarskáli í eigu Staðarmanna en Brúarskáli í eigu kaupfélagsins.Brúarskáli stóð við gatnamótin hjá gömlu símstöðinni á Brú. Hann var rifinn árið 2008 þegar hann þurfti að víkja fyrir nýja veginum.Mynd/Brúarhópurinn.Og enn í dag er Staðarskáli vinnustaður sem tengist nánast hverjum einasta bæ í sveitinni, en þar starfa 56 manns á sumrin og 26 manns yfir vetrartímann, margir úr Hrútafirði. En er erfitt fyrir Hrútfirðinga að Staðarskáli skuli ekki lengur vera í þeirra eigu heldur hlutafélags í Reykjavík?Gamli Staðarskáli árið 1995. Hann er í dag nýttur sem gistihús fyrir starfsmenn Staðarskála.Mynd/Staðarhópurinn.„Við lítum svolítið á þetta sem okkar eign, samt sem áður,“ segir Inga Hrönn Georgsdóttir, bóndi á Kjörseyri og aðstoðarverslunarstjóri, en hún byrjaði 16 ára gömul að vinna í Brúarskála. Staðarskáli er vinsælasti áningarstaður trukkabílstjóranna, eins og þeirra Ómars Sigurðssonar og Gunnlaugur Hjörvars Gunnlaugssonar, en þeir starfa hjá Ekju og Eimskip. Þeir segjast staldra þar við nánast daglega.Flutningabílstjórarnir Ómar Sigurðsson og Gunnlaugur Hjörvar Gunnlaugsson snæða kvöldverð í Staðarskála.Stöð 2/Einar Árnason.Þeir voru að snæða lambalærissneiðar í raspi með kartöflum, rauðkáli og brúnsósu en þeir segja „mömmumatinn“ helstu ástæðu þess að trukkabílstjórar velja staðinn. „Þetta er svona félagsmiðstöðin okkar. Hérna verða sögurnar til og slúðrið,“ segir Gunnlaugur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Húnaþing vestra Samgöngur Um land allt Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira