Stjörnuleikmaður Chicago Bulls vill borga sektina fyrir þjálfara sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2019 15:30 Jim Boylen og Zach LaVine. Getty/Andy Lyons Samband Jim Boylen og Zach LaVine hefur verið stormasamt síðan að Boylen tók við sem nýr þjálfari Chicago Bulls. Nýjustu fréttirnar af þeim benda þó til þess að þeir séu farnir að róa í sömu átt. Zach LaVine bauðst nefnilega til að borga sekt þjálfara síns og Chicago Bulls ætlar að leyfa honum það. Jim Boylen var rekinn út úr húsi í leik Chicago Bulls og Los Angeles Clippers á sama tíma og Doc Rivers, þjálfari Clippers-liðsins. Fyrir það fékk hann sjö þúsund dollara sekt eða um 825 þúsund krónur íslenskar. Það er ekki víst að NBA-deildin leyfi Zach LaVine að borga sektina fyrir þjálfara sinn þótt félagið hans gefi grænt ljós. Það eru strangar reglur í NBA um að sá sem færi sekt verði að borga hana sjálfur.Zach LaVine has offered to pay Jim Boylen’s ejection fines, per @malika_andrewspic.twitter.com/2UEnir8wWs — Bleacher Report NBA (@BR_NBA) March 17, 2019Það gekk mikið á þegar Jim Boylen mætti á svæðið í desember og tók við Chicago Bulls liðinu af Fred Hoiberg. Jim Boylen er mjög strangur þjálfari sem leggur ofurkapp á varnarleik. Hann er þjálfari af gamla skólanum og stuðaði Zach LaVine mikið í byrjun. Hann heimtaði betri varnarleik frá besta sóknarmanni Bulls-liðsins. Zach LaVine er ein aðalstjarna Chicago Bulls liðsins í dag, mikill háloftafugl og að skora 23,9 stig að meðaltali í leik. Fljótlega fór allt upp í háloft í herbúðum Chicago Bulls. LaVine og fleiri leikmenn hótuðu því að mæta ekki á æfingu eftir 56 stiga tap á móti Boston Celtics og það þurfti í framhaldinu að boða til sáttafundar milli þeirra, þjálfaranna og yfirmanna félagsins. Nú er allt annað hljóð í Zach LaVine og hann orðinn svo mikill Jim Boylen maður að hann er tilbúinn að sýna það með veskinu sínu. „Ég ber mikla virðingu fyrir því sem Jim gerði. Hann sýndi þarna að honum þykir vænt um okkur og að hann sé tilbúinn að berjast fyrir okkur. Þetta sýnir hans sanna karakter og hvað honum finnst um okkur,“ sagði Zach LaVine eftir leikinn. Jim Boylen var nefnilega rekinn út úr húsi fyrir að mótmæla harðlega að dómararnir tóku ekki á hörðum hindrunum leikmanna Los Angeles Clippers. Clippers-menn létu finna fyrir sér í hindrunum sínum og einn leikmaður Bulls-liðsins hafði þegar farið meiddur af velli. NBA Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Samband Jim Boylen og Zach LaVine hefur verið stormasamt síðan að Boylen tók við sem nýr þjálfari Chicago Bulls. Nýjustu fréttirnar af þeim benda þó til þess að þeir séu farnir að róa í sömu átt. Zach LaVine bauðst nefnilega til að borga sekt þjálfara síns og Chicago Bulls ætlar að leyfa honum það. Jim Boylen var rekinn út úr húsi í leik Chicago Bulls og Los Angeles Clippers á sama tíma og Doc Rivers, þjálfari Clippers-liðsins. Fyrir það fékk hann sjö þúsund dollara sekt eða um 825 þúsund krónur íslenskar. Það er ekki víst að NBA-deildin leyfi Zach LaVine að borga sektina fyrir þjálfara sinn þótt félagið hans gefi grænt ljós. Það eru strangar reglur í NBA um að sá sem færi sekt verði að borga hana sjálfur.Zach LaVine has offered to pay Jim Boylen’s ejection fines, per @malika_andrewspic.twitter.com/2UEnir8wWs — Bleacher Report NBA (@BR_NBA) March 17, 2019Það gekk mikið á þegar Jim Boylen mætti á svæðið í desember og tók við Chicago Bulls liðinu af Fred Hoiberg. Jim Boylen er mjög strangur þjálfari sem leggur ofurkapp á varnarleik. Hann er þjálfari af gamla skólanum og stuðaði Zach LaVine mikið í byrjun. Hann heimtaði betri varnarleik frá besta sóknarmanni Bulls-liðsins. Zach LaVine er ein aðalstjarna Chicago Bulls liðsins í dag, mikill háloftafugl og að skora 23,9 stig að meðaltali í leik. Fljótlega fór allt upp í háloft í herbúðum Chicago Bulls. LaVine og fleiri leikmenn hótuðu því að mæta ekki á æfingu eftir 56 stiga tap á móti Boston Celtics og það þurfti í framhaldinu að boða til sáttafundar milli þeirra, þjálfaranna og yfirmanna félagsins. Nú er allt annað hljóð í Zach LaVine og hann orðinn svo mikill Jim Boylen maður að hann er tilbúinn að sýna það með veskinu sínu. „Ég ber mikla virðingu fyrir því sem Jim gerði. Hann sýndi þarna að honum þykir vænt um okkur og að hann sé tilbúinn að berjast fyrir okkur. Þetta sýnir hans sanna karakter og hvað honum finnst um okkur,“ sagði Zach LaVine eftir leikinn. Jim Boylen var nefnilega rekinn út úr húsi fyrir að mótmæla harðlega að dómararnir tóku ekki á hörðum hindrunum leikmanna Los Angeles Clippers. Clippers-menn létu finna fyrir sér í hindrunum sínum og einn leikmaður Bulls-liðsins hafði þegar farið meiddur af velli.
NBA Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira