Óaðfinnanlegur dagur hjá Finnanum Bottas Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. mars 2019 17:45 Finnski ökuþórinn Valtteri Bottas fagnar sigri sínum í Melbourne um helgina. AP/Rick Rycroft Þegar sviðsljósið var á Lewis Hamilton, Sebastian Vettel, Max Verstappen og Daniel Ricciardo var það finnski ökuþórinn Valtteri Bottas sem reyndist hlutskarpastur í fyrsta kappakstri ársins í Formúlu 1 um helgina þegar hann kom fyrstur í mark í Melbourne, Ástralíu. Í aðdraganda kappakstursins í Ástralíu voru augu flestra á Lewis Hamilton. Breski ökuþórinn á Mercedes-bílnum hefur verið í sérflokki undanfarin ár og eftir fjóra heimsmeistaratitla á undanförnum fimm árum var komið að því að gera atlögu að metum Michaels Schumacher. Hamilton sjálfur reyndi að dreifa athyglinni í aðdraganda kappakstursins og setja pressu á Ferrari sem komu hvað best út úr æfingunum í Barcelona en það var Bottas sem stal sviðsljósinu. Hamilton var langfljótastur á æfingum fyrir helgi og fylgdi því eftir með því að ná ráspól, þeim 84. á ferlinum á laugardaginn, um tíu sekúndubrotum á undan liðsfélaga sínum hjá Mercedes, Bottas. Í kappakstrinum sjálfum var það Bottas sem komst fram fyrir Hamilton strax í upphafi og átti óaðfinnanlegan dag. Bottas kom í mark á 1:25,27 og var með tuttugu sekúndna forskot á liðsfélaga sinn, Hamilton sem þurfti að einbeita sér að því að halda aftur af Max Verstappen í stað þess að eltast við Bottas. Þá fékk Bottas aukastig fyrir fljótasta hringinn í kappakstrinum í tvöföldum sigri Mercedes en Ferrari þurfti að láta fjórða og fimmta sætið duga í fyrsta kappakstri ársins. Bottas, sem náði ekki að fylgja eftir frábæru tímabili í fyrra, var að vonum í skýjunum eftir fyrsta kappakstur ársins. „Það er erfitt að útskýra hvað fór úrskeiðis andlega á síðasta tímabili en það breyttist eitthvað í vetur. Þetta var besta frammistaða mín frá upphafi. Bíllinn var fullkominn og ég naut þess að keyra í dag,“ sagði Bottas í samtali við fjölmiðlamenn eftir kappaksturinn. Næsti kappakstur fer fram í olíuríkinu Barein eftir tvær vikur og fá liðin því nú viku til að fínstilla bílinn og fara yfir hvað fór úrskeiðis í kappakstri helgarinnar. Miðað við fyrsta kappaksturinn skyldi enginn afskrifa að ökuþór frá Mercedes vinni sjötta árið í röð. Formúla Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Þegar sviðsljósið var á Lewis Hamilton, Sebastian Vettel, Max Verstappen og Daniel Ricciardo var það finnski ökuþórinn Valtteri Bottas sem reyndist hlutskarpastur í fyrsta kappakstri ársins í Formúlu 1 um helgina þegar hann kom fyrstur í mark í Melbourne, Ástralíu. Í aðdraganda kappakstursins í Ástralíu voru augu flestra á Lewis Hamilton. Breski ökuþórinn á Mercedes-bílnum hefur verið í sérflokki undanfarin ár og eftir fjóra heimsmeistaratitla á undanförnum fimm árum var komið að því að gera atlögu að metum Michaels Schumacher. Hamilton sjálfur reyndi að dreifa athyglinni í aðdraganda kappakstursins og setja pressu á Ferrari sem komu hvað best út úr æfingunum í Barcelona en það var Bottas sem stal sviðsljósinu. Hamilton var langfljótastur á æfingum fyrir helgi og fylgdi því eftir með því að ná ráspól, þeim 84. á ferlinum á laugardaginn, um tíu sekúndubrotum á undan liðsfélaga sínum hjá Mercedes, Bottas. Í kappakstrinum sjálfum var það Bottas sem komst fram fyrir Hamilton strax í upphafi og átti óaðfinnanlegan dag. Bottas kom í mark á 1:25,27 og var með tuttugu sekúndna forskot á liðsfélaga sinn, Hamilton sem þurfti að einbeita sér að því að halda aftur af Max Verstappen í stað þess að eltast við Bottas. Þá fékk Bottas aukastig fyrir fljótasta hringinn í kappakstrinum í tvöföldum sigri Mercedes en Ferrari þurfti að láta fjórða og fimmta sætið duga í fyrsta kappakstri ársins. Bottas, sem náði ekki að fylgja eftir frábæru tímabili í fyrra, var að vonum í skýjunum eftir fyrsta kappakstur ársins. „Það er erfitt að útskýra hvað fór úrskeiðis andlega á síðasta tímabili en það breyttist eitthvað í vetur. Þetta var besta frammistaða mín frá upphafi. Bíllinn var fullkominn og ég naut þess að keyra í dag,“ sagði Bottas í samtali við fjölmiðlamenn eftir kappaksturinn. Næsti kappakstur fer fram í olíuríkinu Barein eftir tvær vikur og fá liðin því nú viku til að fínstilla bílinn og fara yfir hvað fór úrskeiðis í kappakstri helgarinnar. Miðað við fyrsta kappaksturinn skyldi enginn afskrifa að ökuþór frá Mercedes vinni sjötta árið í röð.
Formúla Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti