McIlroy fékk risavinninginn á Players Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. mars 2019 22:15 Verðlaunaféð á Players mótinu er það hæsta á allri PGA mótaröðinni í ár vísir/getty Rory McIlroy stóð uppi sem sigurvegari Players mótsins í golfi en mótið er hluti af PGA mótaröðinni. McIlroy byrjaði ekki vel í dag og fékk tvöfaldan skolla á fjórðu holu. Hann náði hins vegar að vinna það til baka og tveir fuglar í röð á 15. og 16. holu komu honum á tveimur undir pari á hringnum. Norður-Írinn endaði því mótið á 16 höggum undir pari, einu höggi betra heldur en Jim Furyk sem varð í öðru sæti. Þetta var fyrsti sigur McIlroy í heilt ár á PGA mótaröðinni. „Þetta er mjög sérstakt. Ég reyndi að nálgast þetta bara eins og hvern annan dag, þrátt fyrir að ég hafi komist nálægt því að sigra nokkrum sinnum síðasta árið,“ sagði McIlroy eftir hringinn. „Reynslan af því skilaði mér á þann stað sem ég er á í dag og skilaði mér yfir línuna.“ Spánverjinn Jon Rahm leiddi mótið fyrir lokahringinn en hann átti hrikalegan endasprett á annars frekar slæmum degi. Hann var á einu höggi yfir pari í dag þegar hann mætti á 15. holu. Þar fékk hann enn einn skollann og svo tvöfaldan skolla á 17. holu og fór hann því holurnar átján á fjórum höggum yfir pari og féll niður í 12. sæti. Jim Furyk átti all betri hring en hann fékk örn á annari holu og fugl á þeirri átjándu sem tryggði honum annað sætið í mótinu. Hann lauk leik á fimm höggum undir pari, samtals á 15 undir í mótinu. Eddie Pepperell og Jhonattan Vegas urðu jafnir í 3. - 4. sæti á 14 höggum undir pari. Tiger Woods kláraði mótið í 30. sæti á sex höggum undir pari. Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Rory McIlroy stóð uppi sem sigurvegari Players mótsins í golfi en mótið er hluti af PGA mótaröðinni. McIlroy byrjaði ekki vel í dag og fékk tvöfaldan skolla á fjórðu holu. Hann náði hins vegar að vinna það til baka og tveir fuglar í röð á 15. og 16. holu komu honum á tveimur undir pari á hringnum. Norður-Írinn endaði því mótið á 16 höggum undir pari, einu höggi betra heldur en Jim Furyk sem varð í öðru sæti. Þetta var fyrsti sigur McIlroy í heilt ár á PGA mótaröðinni. „Þetta er mjög sérstakt. Ég reyndi að nálgast þetta bara eins og hvern annan dag, þrátt fyrir að ég hafi komist nálægt því að sigra nokkrum sinnum síðasta árið,“ sagði McIlroy eftir hringinn. „Reynslan af því skilaði mér á þann stað sem ég er á í dag og skilaði mér yfir línuna.“ Spánverjinn Jon Rahm leiddi mótið fyrir lokahringinn en hann átti hrikalegan endasprett á annars frekar slæmum degi. Hann var á einu höggi yfir pari í dag þegar hann mætti á 15. holu. Þar fékk hann enn einn skollann og svo tvöfaldan skolla á 17. holu og fór hann því holurnar átján á fjórum höggum yfir pari og féll niður í 12. sæti. Jim Furyk átti all betri hring en hann fékk örn á annari holu og fugl á þeirri átjándu sem tryggði honum annað sætið í mótinu. Hann lauk leik á fimm höggum undir pari, samtals á 15 undir í mótinu. Eddie Pepperell og Jhonattan Vegas urðu jafnir í 3. - 4. sæti á 14 höggum undir pari. Tiger Woods kláraði mótið í 30. sæti á sex höggum undir pari.
Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira