Uppgjör: Bottas óstöðvandi í Ástralíu Bragi Þórðarson skrifar 17. mars 2019 20:45 Bottas nældi sér í sinn fjórða sigur á ferlinum um helgina. Getty Fyrsta umferðin í Formúlu 1 fór fram í Melbourne, Ástralíu í gærmorgun. Finninn Valtteri Bottas stóð uppi sem öruggur sigurvegari á sínum Mercedes. Bottas ræsti annar en gerði sér lítið fyrir og stakk sér framúr liðsfélaga sínum, fimmfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton, strax í ræsingunni. Enginn átti nein svör við fljúgandi Finnanum á sunnudaginn og endaði Bottas með rúmlega 20 sekúndna forskot á Hamilton sem endaði annar. Þá náði Valtteri einnig hraðasta hring keppninnar sem gefur honum aukastig í slagnum um titilinn samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi í ár. Max Verstappen náði sínum fyrsta verðlaunapalli á Melbourne brautinni er hann kom þriðji í mark um helgina. Þetta var fyrsta keppni Red Bull liðsins með Honda vélar og byrjar samstarfið því afar vel.Leclerc endaði fimmti í sinni fyrstu keppni með FerrariGettyFerrari í vandræðum Ferrari bílarnir voru hraðastir í prófunum fyrir tímabilið, en þegar kom að fyrstu keppni áttu þeir Sebastian Vettel og Charles Leclerc ekki séns í Mercedes. Ítalski bílaframleiðandinn varð að sætta sig við fjórða og fimmta sætið í Ástralíu. Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel kom í mark tæpri mínútu á eftir Bottas í keppninni. Því þarf Ferrari virkilega að bæta sig ætli liðið að keppa um titla í ár. „Ekki keppa við Vettel, hægðu á þér,“ fékk Charles Leclerc að heyra frá liði sínu þegar um tíu hringir voru eftir á sunnudaginn. Þá hafði Mónakó búinn náð liðsfélaga sínum og var að keyra tæpri sekúndu á hring hraðar en Vettel. Leclerc varð að óskum nýja liðs síns, hægði á sér og lauk keppni í fimmta sæti fyrir aftan liðsfélaga sinn.Daniel Ricciardo missti framvænginn fyrir fyrstu beygju.GettyGóð byrjun hjá Haas Kevin Magnussen kom sjötti í mark í Ástralíu á sínum Haas. Frábær árangur hjá Dananum en þó hafði liðið getað gert betur. Liðsfélagi Magnussen, Romain Grosjean, ræsti á undan Dananum en mistök á viðgerðarsvæðinu gerði út um keppnina hans. Í fyrra urðu báðir Haas bílarnir frá að hverfa af sömu ástæðu. Heimamaðurinn Daniel Ricciardo átti ekki góðan dag með nýja liði sínu, Renault. Ástralinn datt snemma úr leik eftir að hafa skemmt bíl sinn á fyrsta hring. Ljóst er að Mercedes er enn og aftur með yfirburða bíl í ár og verður áhugavert að sjá hvort Ferrari eða Red Bull nái að skáka þeim í næstu keppni. Hún fer fram í eyðimörkinni í Barein eftir tvær vikur. Formúla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Fyrsta umferðin í Formúlu 1 fór fram í Melbourne, Ástralíu í gærmorgun. Finninn Valtteri Bottas stóð uppi sem öruggur sigurvegari á sínum Mercedes. Bottas ræsti annar en gerði sér lítið fyrir og stakk sér framúr liðsfélaga sínum, fimmfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton, strax í ræsingunni. Enginn átti nein svör við fljúgandi Finnanum á sunnudaginn og endaði Bottas með rúmlega 20 sekúndna forskot á Hamilton sem endaði annar. Þá náði Valtteri einnig hraðasta hring keppninnar sem gefur honum aukastig í slagnum um titilinn samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi í ár. Max Verstappen náði sínum fyrsta verðlaunapalli á Melbourne brautinni er hann kom þriðji í mark um helgina. Þetta var fyrsta keppni Red Bull liðsins með Honda vélar og byrjar samstarfið því afar vel.Leclerc endaði fimmti í sinni fyrstu keppni með FerrariGettyFerrari í vandræðum Ferrari bílarnir voru hraðastir í prófunum fyrir tímabilið, en þegar kom að fyrstu keppni áttu þeir Sebastian Vettel og Charles Leclerc ekki séns í Mercedes. Ítalski bílaframleiðandinn varð að sætta sig við fjórða og fimmta sætið í Ástralíu. Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel kom í mark tæpri mínútu á eftir Bottas í keppninni. Því þarf Ferrari virkilega að bæta sig ætli liðið að keppa um titla í ár. „Ekki keppa við Vettel, hægðu á þér,“ fékk Charles Leclerc að heyra frá liði sínu þegar um tíu hringir voru eftir á sunnudaginn. Þá hafði Mónakó búinn náð liðsfélaga sínum og var að keyra tæpri sekúndu á hring hraðar en Vettel. Leclerc varð að óskum nýja liðs síns, hægði á sér og lauk keppni í fimmta sæti fyrir aftan liðsfélaga sinn.Daniel Ricciardo missti framvænginn fyrir fyrstu beygju.GettyGóð byrjun hjá Haas Kevin Magnussen kom sjötti í mark í Ástralíu á sínum Haas. Frábær árangur hjá Dananum en þó hafði liðið getað gert betur. Liðsfélagi Magnussen, Romain Grosjean, ræsti á undan Dananum en mistök á viðgerðarsvæðinu gerði út um keppnina hans. Í fyrra urðu báðir Haas bílarnir frá að hverfa af sömu ástæðu. Heimamaðurinn Daniel Ricciardo átti ekki góðan dag með nýja liði sínu, Renault. Ástralinn datt snemma úr leik eftir að hafa skemmt bíl sinn á fyrsta hring. Ljóst er að Mercedes er enn og aftur með yfirburða bíl í ár og verður áhugavert að sjá hvort Ferrari eða Red Bull nái að skáka þeim í næstu keppni. Hún fer fram í eyðimörkinni í Barein eftir tvær vikur.
Formúla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira