Rahm leiðir fyrir lokadaginn eftir frábæran dag Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. mars 2019 23:13 Jon Rahm vísir/getty Jon Rahm tók efsta sætið af Tommy Fleetwood og Rory McIlroy á þriðja degi Players-mótsins sem er hluti af PGA mótaröðinni í golfi. Rahm átti stórkostlegan hring í dag, besta hring allra á þessum þriðja og næst síðasta degi mótsins. Hann fór völlinn á átta höggum undir pari. Hann fékk einn skolla, á 6. holu, en hann missteig sig ekki meir, fékk sjö fugla og örn á elleftu holu. Rahm er samtals í mótinu á 15 höggum undir pari og er höggi á undan Fleetwood og McIlroy sem voru í forystu fyrir daginn í dag. Hvorugur þeirra náði að komast á almennilegt flug í dag, þeir fóru hringinn á tveimur höggum undir pari. Tiger Woods féll niður töfluna en hann fór hringinn í dag á pari. Hann byrjaði hringinn illa, fékk tvo skolla í röð á annari og þriðju holu og kláraði fyrri níu með skolla á áttundu holu. Seinni níu voru betri og hann náði þremur fuglum og endaði á pari. Sautjánda holan, sem fór svo illa með Woods í gær, bjargaði málunum í dag þar sem Woods náði í fugl. Hann er nú í 43. sæti. Síðasti hringurinn fer svo fram á morgun og það er um mikið að keppa þar sem verðlaunaféð á mótinu er það hæsta af öllum mótum PGA mótaraðarinnar í ár. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Jon Rahm tók efsta sætið af Tommy Fleetwood og Rory McIlroy á þriðja degi Players-mótsins sem er hluti af PGA mótaröðinni í golfi. Rahm átti stórkostlegan hring í dag, besta hring allra á þessum þriðja og næst síðasta degi mótsins. Hann fór völlinn á átta höggum undir pari. Hann fékk einn skolla, á 6. holu, en hann missteig sig ekki meir, fékk sjö fugla og örn á elleftu holu. Rahm er samtals í mótinu á 15 höggum undir pari og er höggi á undan Fleetwood og McIlroy sem voru í forystu fyrir daginn í dag. Hvorugur þeirra náði að komast á almennilegt flug í dag, þeir fóru hringinn á tveimur höggum undir pari. Tiger Woods féll niður töfluna en hann fór hringinn í dag á pari. Hann byrjaði hringinn illa, fékk tvo skolla í röð á annari og þriðju holu og kláraði fyrri níu með skolla á áttundu holu. Seinni níu voru betri og hann náði þremur fuglum og endaði á pari. Sautjánda holan, sem fór svo illa með Woods í gær, bjargaði málunum í dag þar sem Woods náði í fugl. Hann er nú í 43. sæti. Síðasti hringurinn fer svo fram á morgun og það er um mikið að keppa þar sem verðlaunaféð á mótinu er það hæsta af öllum mótum PGA mótaraðarinnar í ár.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira