Körfubolti

Körfuboltakvöld: Atvik ársins

Dagur Lárusson skrifar
Arnar Guðjónsson æðir inná völlinn.
Arnar Guðjónsson æðir inná völlinn. vísir/Skjáskot
Lokaþáttur Körfuboltakvöld átti sér stað í gærkvöldi þar sem Kjartan Atli og sérfræðinga hans gerðu upp tímabilið fram að úrslitakeppninni upp.

 

Þar völdu þeir t.d. troðslur ársins, top 10 árins, plakat ársins, blokk ársins og einnig atvik ársins.

 

Það voru eflaust mörg atvik sem komu til greina sem atvik ársins en það var þó eitt atvik sem stóð uppúr og gerðist það í desember í leik Stjörnunnar og KR.

 

Atvikið átti sér stað í fyrsta leikhluta í leik Stjörnunnar og KR í Garðabæ en Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, gekk inná völlinn er leikurinn var í fullum gangi.

 

Arnar var ósáttur við að dómarar leiksins flautuðu ekki villu er Jón Arnór Stefánsson virtist brjóta á Ægi Steinarssyni sem klikkaði sniðskoti.

 

KR-ingar brunuðu upp völlinn og Arnar ákvað að ganga inn á völlinn algjörlega brjálaður en boltinn var á hinum helmingnum.

 

Dómarar leiksins tóku sér smá tíma að hugsa sig um hvaða refsingsu Arnar ætti að fá en ákváðu að endingu að gefa Arnari bara óíþróttamannslega villu en ekki reka hann út úr húsinu.

 

Atvikið má sjá hér fyrir neðan.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×